Þjóðólfur - 23.06.1868, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.06.1868, Blaðsíða 2
126 mikil kona, heldr í orðsins fyllsta skilníngi góð kona, prýði og sómi ættar sinnar og sannkölluð fyrirmynd kvenna. E. K. — Á sýslufundi er haldin var í Höfn í Borgar- fjarðarsýslu, 11. Júní 1867, var afráðið að kjósa 9 menn á ný til að gánga í sýslunefnd í þeirri sýslu. Eptir atkvæðum er hreppstjórar söfnuðu um sýsluna urðu þessir sýslunefndarmenn. 1. Guðmundr Ólafsson varaþíngmaðr á Fitjum 2. Þorvarðr Ólafsson hreppstjóri á Kalastöðum 3. Hallgrímr Jónsson bóndi á Guðrúnarkoti 4. Magnús Jónsson hreppstjóri á Vilmundarstöðum 5. Jón Guðmundsson bóndi á Draghálsi 6. Bjami Br-ynjúlfsson Dannebrogsmaðr á Iíjar- anstöðum 7. Þórðr Þorsteinson bóndi á Sturlureykjm (nú á Leirá) 8. Andrés A Fjeldsteð tinsmiðr á Hvítárvöllum 9. Jón Þórðarson bóndi á Stafholtsey Ár 1868 þann 20 Maí átti þessi sýslunefnd fund með sér í fyrsta sinni að Leirá og var þá fyrst kosinn fundarstjóri, hlaut Ilallgrímr Jónsson flest atkvæði og varð hann því formaðrnefndarinnar. 1, Voru teknar til umræðu reglur sem nefnd- in ætlar að setja fyrir funclarhöldum sínum, síðan lagðar skriflega fram, ræddar á ný og samþykktar að sinni. 2, Var framlögð skýrsla um ástand elikju- sjóðsins drnkknaðra manna í Borgarfjarðarsýslu, síðan valdir tveir innanhéraðsmenn honum til varð- veizlu og ályktað að láta sjóðinn aukast óskertann, þar til innstæða hans er orðin 500 rd. eða meira. 3, Eptir ítarlegar umræður kom nefndinni saman um að skrifa Húnvetníngum og Mýramönn- um, um að nauðsyn mundi en að hafa í sumar fjárvörð við Botnsvoga, þareð ekki væri grunlaust um kláðann að sunnanverðu; og af því reynslan sýnir, að lækníngar eða eigin aðhald hins sýkta og grunaða fjár hefir ekki verið óyggjandi, þá vildum vér Borgfirðíngar hafa samtök með inn- búum téðra héraða í því að vörðrinn verði settr á líkan hátt og að undanförnu. í annan stað var hreppstjórunum í sýslunni skrifað hvern- ig þeim þóknaðist að taka þátt í kostnaði hans. 4, Uppástúnga, um að selja hross og sauðfé einúngis á mörlcuðum í sýslunni sjálfri, náði því áliti nefndarinnar að bezt væri að öll hrossa og fjársala færi fram í hreppunum sjálfum, en burt- rekstr á óseldum Iifandi peníngi ætti sér ekki stað nema í kaupafólksgjald og tilskreiðarkaupa bænda. Nefndarmenn lofuðu að styðja ásetnínginn og hreppstjórar með bréfi beðnir hins sama. 5, Var tekin fyrir uppástúnga um að selja mönnum greiða. Nefndin áleit réttast að auglýsa slíkt í blöðunum, fyrir því reit hún auglýsíng, sem fyrst er send um hreppa sýslunnar, þeim til undirskriptar er hana vilja aðhyllast. 6, Með hliðsjón af uppástúngu er kom fram um jarðabœlr, bundust þeir af sýslunefndarmönn- uuum er þess voru umkomnir, í félag að vinna og láta vinna að jarðabótum á eignar eða umráða- jörðum sínum, svo mikið, sem nemr einum sjötta parti af landskuldinni árlega, og að skora á land- seta sína að vinna annaðeins launalaust, en ef meira gjöra, ávinna þeir sér óbrigðulan ábúðarrétt. Landskuldin skal árlega hækka í samanburði við tilkostnaðinn frá húsbóndans hálfu um 4 af 100. Með von um að slíkir byggíngarskilmálar verði víðar viðteknir, ætla þeir að semja sér nákvæmari reglur þessu máli viðvíkjandi. 7, Til að gæta alls hagnaðar og sparsemi, sem nefndin í einu hljóði áleit í þetta sinn svo mjög nauðsynlegt, valdi hún það ráð að rita öll- um hreppstjórum sýslunnar um: að brýna fyrir almenníngi hagnýtni á öllum innlendum matar- tegundum, sparnað í allri útlendri munaðarvöru og láta ekki tækifærin ónotuð lil bjargræðisútvega — hafa gætr á hvernig fátæklíngar verzla með vöru sína, hvetja menn til góðrar meðferðar á skepn- um og einkum skynsamlegra heyásetnínga. 8, Verzlunarsamlölc voru rædd, og komst nefndin að þeirri niðrstöðu að fyrir áskorun hrepp- stjóra væri fenginn einn maðr úr hverjum hreppi, til að semja um ullarkaup við kaupmenn í Reykja- vík eða annarstaðar, og skyldi þessir menn, með því að sameina sig í félag hver með öðrum, reyna að fá ulliua sem bezt borgaða og aðrar þarfa- vörur með sanngjörnu verði á móti. Jafnvel þó fleiri nauðsynjamái og uppástúng- ur væri hér óræddar, þá var fundi þessum slitið, er dagr var liðinn. HaUgrímr Jónsson. Magnús Jónsson. Jón Þórðarson. Þorv. Ólafsson. Jón Guðmundsson. Bjarni Brynjúlfssson. Þórðr Þorsteinsson. Á þessumfundi mættu ekki Guðmundr Ólafs- son og Andrés Fjeldsteð. Herra ritstjóri! í blaði yðar af 23. Maí þ. á. stendr grein um verzlun vora hið umiiðna og yfirstandandi ár eink-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.