Þjóðólfur - 10.07.1868, Qupperneq 2
134 —
þeir enir sömu haft uppúr f. úrs ull sinni 33 sk.
samtals; en eigi þorum vér að segja að þetta sé
alment. Mislit ull og svört er hér nú 24 sk., tólg
22 sk., harðr flskr 36 rd.; ekkert fast verð enn á
saltfiski. — Kornvaran er hér enn f dag í sama
verði sem fyr var sagt, rúgr 13 rd., baunir 15rd.,
bánkabygg: lélegt 14 rd., betra 15—16 rd.
ATHUGASEMD "VIÐ prentun á ritlcorni minu:
»EINFÖLD LANDMÆLÍNGn í Kaupmannah. 1868.
Við prentun þessa ritkorns hefir það einkum
mistekizt, að þverlínakvarðinn bls. 15 hefir verið
mínkaðr, eins og aðrar myndirnar, á móti tilætlun
minni, þar af verðr það rángt sem stendr bls.
14 línu 11 og 12 neðanfrá, nfl. «þareru 6 danskir
tugaþumlúngar (decimalþumlúngar), og sá eini
þeirra deildr í sínar 10 tugalínur (decimallínur»)-
Iléraf leiðir að 100 agnakaflarnir á kvarðan-
um verða ekki danskir tugaþumlúngar eins og eg
hafði tilætlazt. En hér af leiðir þó enganveginn,
að kvarðinn verði ónýtr, því vel og rétt er hann
gjörðr og lángtum betr enn eg gamalmennið hefði
getað gjört hann. En fyrirhöfn verðr nú að hafa
til að fá útaf honum hið danska tugamál; og er sú
fyrirhöfn annaðhvort þríliða ellegar logarithmar,
ellegar að lesarinn búi sér til sjálfr nýan þverlína-
kvarða útaf þessum, en þó með réttum dönskum
tugaþumlúngum.
Hið fyrsta sem gjöra verðr, er að finna hinn
danska tugaþumlúng ákvarðaðan í ögnum þessa
þverlínakvarða, sem í ritkorninu er. Til þess má
spenna hríngfarann yfir 4 danska tylftaþumlúnga á
nákvæmum dönskum þumlúngakvarða og bera yfir
vorn þverlínakvarða, þá verða þeir á honum ==
505 agnir. þreföldum vér þessa 4 þumlúnga, fá-
um vér 12þumlúnga, sem þá verða = 1515 agnir,
sem þá er hið danska fet. Nú er tugaþumlúngr-
inn VlO úr fetinu, þess vegna = 151,5 agnir á
þverlínakvarðanum, og þetta átti að vera = 100
agnir ef kvarðinn hefði réttr verið.
þessari hálfu ögn má nú sleppa, svo þá verða
agnirnar 151 á þessum kvarða, sem gánga í hinn
danska tugaþumlúng. Ilér sjáum vér hvernigþrí-
liðuna ber upp að setja til að finna með þessum
þverlínakvarða hina réttu lengd sérhverrar mældr-
ar línu í réttu dönsku tugamáli. Hún er svona:
151 : 100 == mæld lína í : kemur út línan
ögnum þver- í dönsku tuga-
línakvarðans múli.
Dæmi:
Hvað stór er þíngmannaleiðin f uppdrætti íslands
útgefnum 1844 ? Spennum vér hríngfarann yfir
þíngmannaleiðina f nppdrættinum og berum yfir
þverlínakvarðann, verðr hún á honum 378 agnir.
t>á: 151 : 100 = 378?
151) 37800 (250,3
302 ..
760.
755 .
50,0
45,3
koma út 2 þuml. 5 línur, engin, ögn, en 3/10 agn-
ar, og er það nær 250 agnir á réttum þverlína-
kvarða; samber bls. 16 í ritkorninu; og sýnir
þetta, að þverlínakvarði sá, sem eg sendi, hefir
verið mjög nærri þVI retta. (Fáorfoniíjrkskýríngínæstabl.).
Björn Gunnlaugsson.
SAMþYKTIR
sýslufundarins að Hvammi í Hvammssveit.
Árið 1868, dag 22. Júnímán. var sýslufundr
settr og haldinn að Hvammi í Dalasýslu eptir und-
irlagi sýslumanns og prófasts og hafði sýslumaðr
boðað kjörna menn frá hverjum hreppi til fundar-
ins á manntalsþingunum og mættu: Úr Hörðadal
1, úr Miðdölum 2, úr Ilaukadal 1, úr Laxárdal 2,
úr nvammssveit 4, af Fellsströnd 3, úr Saurbæ
4, af Skarðströnd enginn.
Sýslumaðrinn stakk upp á Guðmundi prófasti
Einarssyni sem fundarstjóra og var það samþykt
í einu hljóði; en til fundarskrifara voru kvaddir
prestarnir síra Jón Guttormsson í Iljarðarholti og
síra Jón Thorarensen í Stóraholti. Til undirstöðu
undir umræður fundarins voru Iagðar uppástúngr
frá Miðdala- og Laxárdalshreppum. Eptir að
fundarmenn höfðu rætt hvora þeirra út af fyrir
sig, voru atriði þau samþykt í einu hljóði, sem nú
skal greina:
1. Að stofna í hverjum hreppi smáfélög til
vörnvöndunar og verzlunarsamtaka og fá sem
flesta til að gánga í þau.
2. Að takmarka kaup á óþarfa varníngi og
sömuleiðis kaup á munaðarvöru og veitíngar ú
henni, einkum og sér í lagi kríngum helgar og á
helgidögum, þyggja ekki heldr, þó á boðstólum
væri, nema nauðsyn til bæri.
3. Að lýsa því yfir, að enginn geti vœnt að
fá greiða ókeypis frá þeim tfma að samþyktir
þessar eru auglýstar í blaðinu »þjóðólfi»; en verð-
lag á gistíngu og greiða, eins og alment tíðkast
um þessar sveitir, sé þetta: