Þjóðólfur - 10.07.1868, Síða 4
Vér höfum yfirfarið reikníug þenna og finn-
um hann réttan.
Reykjavík, þann 16. Maí 1868.
Jón Fjvtursson. H. A. Sivertsen.
ÚTLENDAR FRETTIR
Frá frHtaritara vornm hr. kand. Gufcbr. Vig|fúss'yni,
dags. Oxford 27. Júní 1868.
Veðráttan hefir verið hér einmunablíð og stað-
viðri, svo að gamalt fólk hér minnist ekki slíks í
þessu þokulandi, hvarskin og skúr skiptistá sitt á
hverja stuudina. Síðan í þorrabyrjun hefir hér verið
hagstætt sumar, en ekki vetr, og jörðin alla stnnd
að kalla má í sumarfeldí. í þorralok var hérbar á
trjám og litlu síðar blóm á jurtum, svo allir ótt-
uðust, að þetta væri ekki með feldi, og mundi
skipta um og komaaptrkast og nætrfrost; en þetta
varð ekki fyrir utan eina eðr tvær nætr um páska-
leytið að hemaði á polla um lagnættið; annars
hefir vor, vetr og sumar fallið í faðma. Hér í
Oxford er þessi veðrblíða minnisstæð, því þessi
borg er nafntoguð fyrir sinn þoku-himin fram yfir
hvern hlett annan áEnglandi; hér er rakakent lopt
og litbrigði skýanna því undr fögr, einkum kveld-
roði og sólarselr, sem eg minnist hvergi að liafa
séð jafnfögr og hér, helzt þar sem þessi gamla
borg með sínum mörgu tindum og turnum ber
við vestrhimininn og eptir sólarlag. Nú nm stund
hafa verið mestu hitar og mollur og vantað regn;
þó kom hér um daginn drjúg skúr, en ekki nema
einna nætr, en jörðin drakk það allt jafnóðum
eins og þyrst sála. í London kom þrumuél sem
varð að mannskaða þar, en hér dró það yfir eðr
heyrðist að eins í fjarska lítið eitt.
Sláttrinn byrjaði hér um hvítasunnuleytið og
stóð yfir framum trínitatis; þá dagana voru hér
breyskjuþurkar og gekk það verk fljótt af; slegið,
þurkað og hirt að kalla má allt sama daginn.
Sláttuvél, sem eg sá í fyrra að eins á stöku stað,
var nú miklu optar höfð, en sú klippir ekki lítinn
skára; gengr yfir engjarnar með 2 bestum fyrir,
mikið lík sýnum og plógr yfir akr; sláttumönn-
unum er illa við hana, og vilja ekki heyra gott orð
um hana talað; hún er lika skaðsemdargripr, ef
svo býðr við að horfa, og klippir sundr hönd og
fót eins og hvönn, ef undir hennar tannir kemr,
og hafa mörg slys orðið, meðan hún var ný og
óvarlega með farið; hún slær heyið í múga, eins
og maðr. Hér er annað verklag með þurk og
hirðíng en í íslandi; fyrst gengr karlmaðr eptir
og dreifir heyinu með heykvísl úr múganum; hér
er er ekki rakað utan að ílekkjum, lieldr heyið
látið liggja sem það er enda þó gisið sé, þá er
flekkr og ljá með einum ummerkjum, því þornar
líka fyr. Síðan gengr maðr og kássar í með kvísl-
inni og greiðir eða hristir út flóka í heyinu. þeg-
ar liirða á, gánga karlmenn með litlar heykvíslar
og skára heyinu saman í rifgarða, en konur raka
rökin með hrífu, sem eptir verða; síðan erhestr-
inn leiddr milli garðanna, en sinn karlmaðr á hvora
hönd gengr í sinn rifgarðinn hvor og skýfir heyið
upp á kvíslinni og réttir upp að manni, sem hleðr
heyinu í vagninum, og hestrinn smámsaman leiddr
áfram, þángað til á enda eru þeir rifgarðár; þá
eru teknir hinir næstu, og svo koll afkolli. Iívenn-
fólkið fer eptir og rakar saman rökin og drefjar,
sem eptir verða. þetta gengr undr fljótt. tegar að
garðinum kemr, þá er lík aðferðin, að vega (upp)
heyið í föngum með kvíslinni úr vagninum og upp
í galtann; flest hey er hér borið í galta en ekki í
hlöðu; það er næsta gaman að sjá, hvað fallega
þeir eru bornir upp og reisulegir; þó held eg á
íslandi, að mr. Kári mundi lypta sér undir ein-
hvern þeirra, þó vel sé borið niðr með sigi. Ilér
er nú úti allr sláttr; mér var skapraun, hvað fljótt
það gekk af, svo nú eru allar engjar auðar(?); en
höfuðuppskeran af hveiti og korni byrjar ekki fyr
en löngu síðar. Á undan slættinum var hér allt
þakið með sóley, eins og ein glæábreiða yfir allar
grundir; það þykir hér ekki ills viti og vottr um
góða jörð; en hér er annað gras„cowslips» —
kúagrös —, sem er gullfallegt að horfa á, en
bændunum er hér illa við það, þar sem það vex
í engjum, því það vaxi ekki nema í móajörð.
Hér á Englandi eru há þyrnigerði um tún og
akra; þeirra blómstr erhvítt og hér kailað «May«,
af því þau blómstra í maímánuði, og er forkunnar
fallegt, og hvern, sem fyrst kemr til Englands,
rekr í stanz að sjá það; öll gerði eru þá fann-
hvít að sjón, í skjótu tilliti eins og snjór hefði
fallið á þau um nóttina; en enginn skyldi dirfast
að bera þessi blómstr á sér inn í hús, því að
bera «may» í hús, er að bera «dismay» þ. e.
soi'g og ólán inn fyrir dyr.
Ilér í Oxford hefir verið mikil gleði um hvíta-
sunnuna og hátíðir, sem of lángt yrði nú að lýsa;
þá er hér fuit af fólki undir enda skólaársins; eg
hefi sjálfr séð minst af því og haft annað að stunda.
Fyrst bátaróðrarnir á «Isis» (ánni, sem hér rennr
um tún), sem stóð yfir rúma viku og þá sú mikla
hátíð eðr «Commemoratio», háskólahátíð, sem
endar allt saman. Prinzinn af Wales kom hér