Þjóðólfur - 30.11.1868, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.11.1868, Blaðsíða 1
21. ár. ILi W Eeyhjavtk, Mánudag 30. Nóvember 1868. 5. — þegar skýrt var frá því á 2. bls. þessa blaðs (18. þ. mán.), hverning þá um sinnværi niðrskipt læknisumdæmi landlæknísins milli hans og héraðs- læknisins Jónasar Jónassens, var þess getið, að vel gæti sú niðrskiptíng breyzt, ef svo færi, að kand. Páll J. Blöndal yrði settr í Borgarfjarðar- sýslu. Nú er og svo komið, að stiptamtmaðr hefir 19. f. mán. sett hann þar tii sýslulæknis (hann kvað ætla að taka sér aðsetr að Höfn í Melasveit vetrarlangtj og hefir háyfirvaldið síðan með bréfi til þeirra landlæknisins og Jónasar Jónassens héraðs- læknis, 21. þ. mán., kveðið svo á, að landlæknir- inn skuli annast alla lækninga-umsjón í Reykjavík sjálfri og svo í Seltjarnarnes- og Álptanes-hrepp- um, en herra J. Jónassen í öllum öðrum sveitum Gullbringu- og Iíjósarsýslu. — Hinn katiilsld prestr sira B. Baudoin í Landakoti, er feríiaílist hefcan norir til Eyafjarísar- og pingeyarsýsio nálægt mibjum Septbr þ. árs, og dvaldi lengstum, á meíian hann var um kyrt fyrir noríian, a& Nesi í Hiifiahverfl h]á hrepp- stjóra og varaþingmanni Einari Ásmundssyni, kom hingaþ aptc til staþarins aí) kvoldi 25. þ. mán. KORNORMRINN. Með því það er í almælum hér syðra, að korn, sem ílutzt hafi í haust að Ilólanesi fyrir norð- an, sé maðkað, þá virðist mér tilhlýðiiegt, að al- menningr fái nauðsynlega vísbendingu um, hvern- ig slíkt korn skuli álíta, og hvernig með það mætti fara, svo það verði síðr skaðlegt fyrir líf og heilsu manna. Kornormrinn kaliast meðal náttúrufræðinga *Colandra granaria«, og heyrir hann til þess ormaflokks, sem alment kaliast «Curculionidæ», en flokkr þessi er fjarskalega margbreyttr og hefir margar þúsundir kynferða, svo það mun enn þá naumast vera fullkunnugt, hvort eigi geti fundizt meira en ein tegund þeirra í korninu. Ekki hefir kornormrinn hingað til, svo sögur fari af, yerið álitinn eitraðr, en þó geta hinir ný- ari náttúrufræðingar þess, að menn álíti stundum brauð af slíku korni sem óheilnæmt, og dæmi finnast til, eins og nú þegar skal sagt verða, að sfikt kom hefir ollað sjúkdómum, og ætti menn Því að vera mjög varkárir með það, og einkum að gæta þess, að kornið væri vandlega bakað við sterkan hita, áðr en það er til matar haft, grautar úr því vandlega soðnir, og kökur og brauð vel bökuð. Iíornormrinn kemr opt í korn-forðabúr er- lendis, og er kornið, strax sem það merkist, vand- lega bakað við 45 gráða hita á Eeaumurs hita- mæli, eða 61 gráða á Celsius, og þarf vandlega að hræra í korninu, ef duga skal, og kvað þó opt vera fullörðugt að fá hann eyðilagðan með þessu móti. Alt maðkað korn álízt sem skemd vara, og opt hefir því verið fleygt í sjóinn, því sá ófögnuðr fylgir þessum yrmling, að ungi hans getr verið inni í korninu, þótt það virðist heilt að utan, og er þá auðvitað, að mjölefnið er alveg horfið úr slíkum kornum, og þau geta verið orðin að nokkurs konar maðkaveitu að innan, þótt ekkert sjáist á þeimað utan. f>egar fréttin barst hingað um þetta maðkaða korn fyrir norðan, spurði eg efnafræðing einn frá Lundúnum, sem sé Dr. Perkins, sem hér er um tíma, hvaða meining lærðir menn hefði um slíkt korn á Englandi, og svaraði hann mér skriflega á þessa leið : Eeykjavik, 26. Nóvbr. 1868. Kæri herral Til svars upp á fyrirspurn ytiar viílvíkjandi rúgi þeim, som nú er seldr á Nortirlandi, og sem kornmabkr er í, þá get eg þess, aþ fyrir fánm árum síþan var færþr tll Hull korn- farmr líkrar tegundar, og af því at> út brauzt ný sótt og áíir óþekt, er síbar var rakin til þessa korns, þá var þaö eyþilagt eptir skipun stjómarinnar; og eg álít þaí) mjög skaþlegt, ef ekki algjörlega hættulegt, aþ þessir hý&isormar komist í fætiu nokkurrar skepun. Yílar met) vir&ingu PEBKINS, Dr. Philos. Me&limr félags efuafræ&inganna í Lundúnaborg. Mér þyki nú þetta heldr en eigi slæm saga, og gefa mér fulla ástæðu til að benda löndum mínum á, að vert sé að fara varlega með þetta maðkaða korn, og taka nákvæmlega eptir, hvort engum verðr mein að því, en skyldi nokkur verða veikr eptir slíkt korn, er eg sannfærðr um, að hið bezta meðal mundi vera bomolia, tekin í mat- skeiðatali tvisvar eða þrisvar á dag, og eru enn — 17 —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.