Þjóðólfur - 27.02.1869, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 27.02.1869, Blaðsíða 4
— 72 — flntt llOOrd. 9. Hafnahreppr .... — 40 — 10. Grindavíkrhreppr . . — 60 — Samtals 1200 rd. MANNFJÖLDI í REYKJAVÍIiRBÆ. 31. Des. 1867 31. Des. 1868 Fólkstala: a, karlkyns 840 . . 946 b, kvennkyns 970 . . 1027 Samtals 1810 . .1973 Heimili................. 387 . . 410 Hefir þannig mannfjöldinn aukizt í bænum ár- ið 1868 um 106 karlmenn, og 57 kvennmenn, eða samtals um 163 karla og konur. Árið 1868 fæddust í bænum 41 drengir, og 25 stúlkur, eða alls 66 börn; en aptr á móti dóu það árið hér í bænum 28 karimenn og 28 kvenn- menn, eða 56 alls; en þess ber þó að geta, af þessum 56 mönnum voru lOkarlmenn og 2 kvenn- menn, sem eigi áttu heima i bænnm; hafa því árið 1868 fæðzt 22 fleiri en dáið hafa af bæar- mönnum sjálfum; en 141 hafa flutt inn í bæinn fleiri en úr honum hafa flutt. f>etla árið giptust 12 hjón í bænum. — HÚSASMÍÐAR í REYKJAVÍK ÁRIÐ 1868. Á árinu 1868 hafa verið reist hér í bænum 5 ný íbúðarhús úr timbri (bindingshús); er hið stærsta þeirra 15 áln. á lengd, og 10 áln. á breidd; öll eru þau einloptuð, nema hvað eitt er tvíloptað í miðjunni öðru megin (með kvisti). 3 af húsum þessum standa fyrir austan bæinn, 2 með fram hinum forna al- faravegi, en eitt við skólavörðuveginn, sem svo er kallaðr; 2 hinna nýju húsa standa fyrir vestan bæ- inn, annað austan í hæðinni, sem gengr upp frá bænum að vestanverðu, (í Grjótaþorpi), en hitt vestr á Illíðarhúsatúnum. 3 af húsum þessum eiga menn, sem eru í þjónustu kaupmanna; en 2 eiga iðnaðarmenn (annað átrésmiðr, en hitt járnsmiðr). |>á má og segja, að 6. íbúðarhúsið sé og reist að nýju; því að þótt það sé viðbót við gamalt hús, þá er það þó þannig gjört, að það má heita hús út af fyrir sig, og á það hús iðnaðarmaðr (silfr- smiðr). Af þessum 6 húsum munu eigi nema 3 fullgjörð enn. Af öðrum húsasmíðum, sem vér vitum af, eru hinar helztu: 1, viðbót við sjúkrahúsið, að sunnanverðu, með 4 herbergjum, og svo önnur viðbót vestrúr því aptr; og á þar að vera baðhús, líkhús, og geymsluhús, o. íl. 2. J>á hefir kaup- maðr Chr. Uavstein látið rífa hina gömlu búð sína (Fálkahúsið, sem kallað var), og látið reisa stórt og fagrt hús aptr lengra fram á kambinum, 30 álna langt, og 15 álna breitt; er þar í bæði sölu- búð og íbúðarherbergi fyrir verzlunarstjórann og fólk hans, og hefir sú breyting orðið bænum til eigi alllítillar prýði. Enn fremr hafa verið reist 2 útihús, annað úr timbri, en hitt með veggj- um úr höggnu grjóti. 4. J>á hefir skotfélagið hér í bænum látið reisa hús eitt lítið fyrir sunnan bæinn, við Melana, til að vera í, er þeir félagar eru að temja sér skotfimi. — SKEMDIR AF SJÁVARGANGI. Eptir bréfi frá merkum manni í Dýrafirði vestra, kom þar stórflóð með brimgangi föstudaginn 2. dag Októ- berm. í haust; við það urðu ýmsir þar fyrir sköð- um á skipum og ýmsu öðru; 3 skip tók þá út á Söndum við Dýrafjörð; voru það 2 bátar, og náð- ust þeir aptr heilir, en 3. skipið, sexæringr, brotn- aði svo, að ónýtt varð. Nýr sexæringr mölbrotn- aði í Svalvogum, og töluvert af fiskifangi fór þar og í sjóinn. Nokkrir menn úr Arnarfirði voru þá að sækja korn að þingeyri, urðu þeir að leggja að landi, þar sem Sveinseyri heitir; héldu þeir skip- inu heilu, en mistu allan farminn. — SKIPTAPI. 31. dag Septemberm. í haust réri bóndinn Friðrik Guðmundsson á Sæbóli á Ingjaldssandi á bát með tveimr sonum sínum og einum manni til. Um kveldið gjörði storm veðrs, og sigldu þeir þá til lands; en er þeir voru komnir nálægt landi, hvolfdi bátnum, og drukknaði þar Friðrik bóndi með báðum sonum sínum, en 4. maðrinn náði í bátinn aptr, og komst hann þann- ig af, er vindrinn bar bátinn á land. — IÍOSNINGARNAR TIL ALþlNGIS í VOR. Eptir því sem oss hefir verið ritað að vestan í bréfi dagsettu 11. dag þessa mánaðar, hefir amtmaðr Vestfirðinga lagt svo fyrir alla sýslumenn í umdæmi sínu, að þeir skyldi endrbæta og laga kjörskrárn- ar, hver í sinni sýslu, og hafa þær tilbúnar, ef svo færi, sem ástæða væri til að ætla, að það yrði fyrirskipað af stjórninni, að nýar kosningar skyldi fram fara á komandi vori. Á þessari fyrirskipan er það auðséð, að amtmaðrjnn hefir haft sömu skoð- un og vér um það, að tíminn mundi verða næsta naumr, ef taka ætti fyrst. til að undir búa kosn- ingarnar, þá er boð kæmi um það frá stjórninni með póstskipinu í Marz, enda mun sú raunin á verða. — FUNDR sá, sem alþingismaðrGullbringu-og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.