Þjóðólfur - 27.02.1869, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.02.1869, Blaðsíða 1
21. ár. Reykjavík, Laugardag 27. Febrúar 1869. 1S.-I9. — FJÁRHAGSMÁL ÍSLANDS Á RÍKISþlNGI DANA. í 6. blaði 21. árs «J»jóðólfs», 8. dag Desemberm. f. á. er skýrt frá frumvarpi því til laga, sem stjórnin lagði fyrir ríkisþing Dana í vetr Um fjárbagsmálefni Islands. 7 manna nefnd var skipuð á þjóðþinginu í máli þessu, en þeir urðu eigi samdóma; urðu 5 nefndarmanna í meiri hlut- anum (Bönlökke, Gad, Raben, J. Re'e og Rosen- hrantz), en að eins 2 í minni hlutanum (Krabbe og Múllen). Minni hlutinn vildi halda stjórnar- frumvarpinu óbreyttu, en meiri hlutinn stakk upp á því, að hið fasta árgjald til íslands skyldi vera að eins 30,000 rd.; en aptr skyldi íslendingar fá 20,000 rd. um 12 ár, en úr því skyldi þetta hið lausa tillag fara minkandi um 1000 ríkisdali á ári hverju, uns það hyrfi alveg, og þóttist meiri hlut- inn þar fara eptir því, hversu mikið hefði gengið til íslands úr ríkissjóð Dana í hin síðustu 5 ár, og þóttist hann þar sýna íslendingum þá velvild og veglyndi, sem ávallt reði hjá Dönum, þegarum íslendinga væri að ræða, enda væri ísland þarbetr farið, en nokkur annar hluti hvers ríkis sem væri, með því að það eigi borgaði nokkurn skilding til almennra ríkisþarfa, né heldr til hæstaréttar, há- skólans og ýmislegs fleira, sem íslendingar nytu góðs af eins og Danir, og auk þess ætti Danir að kosta gufuskipsferðirnar til íslands. En skyldi sú reyndin á verða, að útgjöldin jykist fyrir ísland, þá yrði og að taka upp nýa skatta. Við aðra um- ræðu málsins stungu tveir þingmenn (Fenger og H. Hage) upp á þeirri viðbót við 1. grein frum- varpsins: «Svo lengi sem ríkissjóðrinn kostar gufuskipsferðirnar millum íslands og Danmerkr til bréfaflutninga, skal gufuskipið vera laust við alt lestagjald til íslands». Af blöðunum tók »Fædre- landet» fyrst til orða í þessu máli, og standa þar greinir tvær 28. og 29. dag Októbermán. í haust, og voru þar gjörðar líkar uppástungur um árstil- lagið til íslands, og líkar ástæður færðar fyrir þeim, eins og síðar kom fram hjá meiri hluta nefndar- innar á þjóðþinginu. Herra Jón Sigurðsson tók «1 máls á móti þessum greinum, og ritaði aptr 2 greinir, sem hann fékk prentaðar í Fædrelandet D>. og 17. dag Nóvembermánaðar f. á., og varði þar málstað vorn Islendinga, og sýndi þar, að vorri ætlun, ljóslega fram á, að auk þess sem íslend- ingar ættu fulla réttarkröfu til þess fjár, sem al- þingið hefði beðizt, þá væri hagr þeirra orðinn sá, að það mundi als eigi af veita, þótt 60,000 rd. árstillag fengist úr ríkissjóði Dana, ef nokkuð ætti til hlítar í lag að færa hjá íslendingum; því að auk þess, sem stjórn landsins framvegis mundi taka upp meira fé, en nú, þá þyrfti atvinnuvegir íslendinga mikilla umbóta við, og til þess yrði að ganga allmikið fé, ef nokkuð ætti á að vinnast. Kensluna þyrfti í ýmsu að bæta, eins og alþingið hefði opt beðið um. Samgöngurnar þyrfti að auka; vegabœtr hlytu að taka upp mikið fé ; skóg- arnir þyrfti endrreisnar við ; auk ýmislegs annars, sem hann taldi upp og öllum er kunnugt að van- rækt hefir verið um margar aldir, og sem því er i mesta ólestri og ófullkomlegleik. Greinir þess- ar væri sannlega þess verðar, að þeim væri snúið á íslenzku, og lagðar fyrir almenningssjónir á ís- landi, en vér höfum eigi rúm fyrir þær í «f»jóð- ólfi». «Fædrelandet» hafði síðar tvær greinir 20. og 21. dag Nóvemberm. meðferðis sem svar upp á þessar greinir herra Jóns Sigurðssonar, þar sem, eins og auðvitað er, var reynt að reka ástæður hans fyrir 60,000 rd. árgjaldinu, en að voru viti hefir höfundunum eigi tekizt það; þar er reyndar talað fagurt um það, að íslendingar sé góðs mak- legir, en þegar kom til tillaganna um útlátin, þá urðu höfundarnir heldr en eigi smátækir, að oss þykir. Síðar munu enn íleiri greinir hafa komið í dönskum blöðum um þetta mál, eptir því sem oss hefir verið ritað, og allar í móti beiðni al- þingis. þegar málið kom til atkvæðagreiðslu á ríkisþinginu eptir 2. umræðu, fór svo, sem segir í «f>jóðólfi», að uppástunga stjórnarinnar var sam- þykt með 44 atkvæðum, og ætluðu þá margir, að málið mundi fá þann framgang, sem stjórnin hafði ætlazt til; en það varð eigi kápan úr því klæðinu, því að þegar til 3. umræðu kom á þjóðþinginu, var öllu breytt, eptir þvt sem oss hefir verið skrif- að núna með skipinu, sem kaupm. Fischer sendi hingað og strandaði á suðrnesjum; varð þá sú niðrstaðan með 50 atkvæðum gegn 35 (15 þing- 69 -

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.