Þjóðólfur - 04.06.1869, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.06.1869, Blaðsíða 2
— 126 — síðan fullnaðardómr, — 2 opinber lögreglumáb og 19 einkamá! eðr privatmál; í 10 þessara prívat- mála (2 úr Vestramtinu, 1 úr Norðr- og Austr- amti, 7 úr Suðramti) var gjafsókn veitt fyrir yfir- dómi, í 5 þeirra að eins öðrum málspartanna (4 úr Suðramti, 1 úr Vestramti), en í hinum 5 báð- um (3 úr Suðramti 1 úr Vestramti, 1 úr Norðr- og Austramti). Af 8 sakamálum var eitt út af grun um barnsfæðingu í dul (úr Eyafjarðarsýslu), 2 voru sauðaþjófnaðarmál í fyrsta sinni (úr Rang- árvalia- og Isafjarðarsýslu; eitt var út af þjófnaði af skipstrandi (úr Strandasýslu), 2 voru útaf inn- brotsþjófnaði (úr Dalas., ísafjarðars.), eitt út af þjófnaði í 3. sinn (úr Vestmanneyum), eitt var út úr smáþjófnaði í 1. sinn (þetta sem tvídæmt var úr Skagafirði) og eitt út af ólöglegri lausamensku (úr Suðrmúlas.) — Mannalát. — Öndverðlega í Marzmán. þ. árs dó að Vopnafirði í Norðrmúlasýslu (varð bráð- kvaddr) í svefni, eptir því sem skrifað er, studiosus Krislján Jónsson, sem alkunnr er orðinn á hin- um seinni árum af hans ríkulegu skáldskapargáfu, er margvísleg liprkvæði og kviðlingar, flest prent- að en nokkuð einnig óprentað, bera órækt vitni um. Hann tjáist hafa verið fæddr 13. Júní 1842, og heflr hann eptirþví verið tæpra 27 ára, er hann nú burtkallaðist. — (Eptir brefum úr Vestmannej-um 9. og ii. f. mán.). — 1. f. mán. andaðist á Vestmann- eyum eptir að eins 3 daga legu «factor» J. Petr B. Bjarnesen, nál. 34 ára, verzlunarstjóri N. N. Brydes (hins eldra) þar á eyunum; eptirlætr hann sér ekkju með 6 ungum börnum, og er hann harmdauði orðinn, ekki einungis henni og öðrum sínum náungum, heldr einnig öllum þeim, erhann þektu og höfðu átt viðskipti við hann. Ilann var í fyrra (sbr. þjóðólf XX. 118) sæmdr af Napoleoni keisara frakknesku heiðrsmedaliunni úr silfri, af fyrsta flokki, fyrir ötula framgöngu sína í því að bjarga skipshöfninni af frakkneska íiskiskipinu Amiral V Ilermile' 30. April 1867. — 19. f. mán. dó í Stykkishólmi fröken Jóhanna Friðrika, einka- dóttir sira Eiríks Kuld og þeirra hjóna, 24 ára að aldri, vel að sér gjör í öllu og ágæta vel mentuð og mönnuð. — Um sama leyti andaðist húsfrú Christense Benedicte borin Steenbach, 66 ára, ekkja eptir Árna sýslumann í Snæfellsnessýslu fmrsteins- son á Iírossnesi; góð kona og vel metin. — (Afcsent meí) brðfi 12. f. inán.) 1867 22. Nóvemher dó á Staðastað ekkjan Sezelja Jónsdóttir, á 96. ald- ursári. Hún fæddist á Barmi í Gufudalssveit 8. Júní 1772. Giptist 1798 Níelsi Sveinssyni á Kleif- um í Gilsfirði, hvar þau bjuggu unz hann dó vorið 1810, á 47. aldrsári; þeim varð 9 barna auðið, 8 af þeim lifðu föðurinn. 1812 giptist hún í ann- að sinn Árna Isakssyni; þau lifðu saman 34 ár, unz hann dó 1846. Vorið 1841 fluttust þau frá Ingunnarstöðum í Geiradal að Blöndudalshólum til sonar hennar1, og þaðan 1844 með honum að Staðarbakka, og voru hjá honum meðan þau Iifðu. «Sezelja var fríð sýnum og gædd miklu fjöri, lag- virkni og þreki til vinnu, samt var heilsan aldrei sterk, því hún þjáðist frá æskuárum alla sína æfi af gigt, sem líka varð loksins hennar banamein. Lundin var lífleg og létt, ör og glöð; hjartað við- kvæmt, ástríkt og blítt; hún var því í fátækt sinni jafnan örlát og góðgjörðasöm. Guðrækin var hún og bænrækin, og sýndi sig í öllum lífsins breyt- ingum eins og auðsveipið og trúað guðsbarn». »J>ess er getið sem gjört er«. Eins og það sómir vel að viðrkenna og þakka opinberlega gjafir, velgjörðir og veglyndi manna, sem þar með verðr þeim til verðskuldaðs heiðrs, en öðrum lil eptirbreytni; og eins og það má vera, að geta þess, þegar einhver, hvort heldr er em- bættismaðr eða annar, vanrækir skyldu sína, sem vel getr þénað honum til aðvörunar, en öðrum til viðvörunar; eins er það líka rétt og skyldugt að minnast þess, þegar einhver einbættismaðr, fremr öðrum gætir skyldu sinnar með árvekni og reglu, réttsýni og góðsemd. þannig finst oss það vera verðugt og vert að geta þess, hvernig herra sýslu- maðr E. Th. Jónassen hefir gegnt embætti sínu hér í Borgarfjarðarsýslu næstliðið ár; hvernig hann hefir með skarpleik og iðni bætt úr mörgu mis- smíði, sem orðin voru á embættisfærslunni; hvernig hann hefir viðstöðulaust með nærgætni og reglu afgreitt þau málefni, sem honum hafa verið á hendr falin ; hvernig hann hefir með góðmensku og lipr- leik ráðið bót á, eptir því sem í hans valdi stóð — bjargræðisbágindum, er fremr venju hafa verið hér í vetr; og hvernig hann hefir með þessu síuu lofsverða framferði áunnið sér hvlli sinna sýslubúa og undir eins gefið bæði þeim og öðrum gott eptir- dæmi. þessa hans embættisfærslu og allan mann- úðleik þökkum vér honum innilega nú að skiln- aði, og óskum honum alls góðs, jafnframt og vér vonum að fá aptr skyldurækið og heppið yfirvald, þó vér séim sviplir svo góðum manni, sem herra Jónassen er. 1) Sira Sveíns próíasts Níelssonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.