Þjóðólfur - 04.06.1869, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 04.06.1869, Blaðsíða 3
— 127 — I>essi fáu orð umbiðst herra ritstjóri «f>jóð- ólfs» að taka upp i blað sitt, sem rituð eru í Borgarfjarðarsýslu seinast í Maí 1869 af nohkrum innbúum hennar. UM ALþlNGlSKOSNINGARNAR. I. Kafli úr brefi. Nú á að fara að kjósa til alþingis; hvernig ætli það fari? Eg vildi nú óska, eptir því sem fyrir liggr, að ekki rætist á því allsherjarmáli, eins og opt ber við, að menn kenni ekki fyr en kemr að hjartanu. þorgeir Ljósvetningagoði lagðist undir feld forðum, þegar kristni var lögtekin á ís- landi, og síðan hefir ekki að minni hyggju um allar umliðnar aldir komið annað eins vandamál fyrir nokkurt þing á íslandi fyr en nú; hví skyldu menn þá eigi vera vakandi og hugsa sig vel um? Verum nú vakandi; því að nú er velferð landsins í veði, ef út af ber, og eigin ásökun vís eptir á. Gætum þess vandlega, að kjósa þá eina menn til þessa þings, sem eru reyndir að hollustu í þessu máli, góðri greind á því, þreki og staðfestu að fylgja því fram í þá átt, sem öllum gegnir bezt, hæði hinni dönsku stjórn og þjóð vorri. f>að hefir flogið fyrir, að nýir menn ætli að bjóða sig fram í sumum kjördæmum, t. a. m. í Skagaljarðarsýslu og Rangárvallasýslu ; en frá báðum þessum kjördæmum voru á hinu síðasta þingi einhverir hinir hyggnustu og beztu bændr, vel að sér báðir, og alþekktir fyrir tillögur sínar á tveimr undanförnum þingum, mestu reglu- og lánsmenn frá fyrsta, sem Ijóslega má sjá af lífsferli þeirra; en einmitt þessir og aðrir eins menn eiga að vera fulltrúar þjóðarinnar, frá hverju kjördæmi sem er, en engir þeir, hvorki æðri né lajgri, sem ekki eru alþektir að öllum þessum kostum. Eg efast ekki um, að þeir, sem á orði er að ætli að hjóða sig fram í þessum kjördæmum, sé uýlir menn og vel að sér um marga hluti; en þjóðina vantar nógu glöggva þekkingu á þeim, til að geta treyst þeim í þetta sinn, þegar mest á liggr; brúkum í þetta sinn hina alþektu góðu þingmenn; það er síðar tími til, að taka til hinna, sem vér nú þekkjum minna til, en leitum oss þekkingar á þeim, ef til þarf að taka. |>au kjördæmin aptr, sem ekki hafa átt því láni að fagna, að hafa haft ötula og góða þing- inenn, ætti að velja sér aðra, sem væri betr til þess fallnir, og vel þektir að öllum þeim kostum, sem vera ber, og í raun og veru útheimtast, til þess að geta verið góðr þingmaðr, sem eru að minni hyggju : eindregin ráðvendni, upplýsing með góðri greind, þrek og staðfesta í hverju sem að höndum ber, fylgi og áhugi á því, að vilja það eina, sem öllum hlutaðeigendum gegnir bezt. Að endingu vil eg geta þess, að svo sem það er einkar-nauðsynlegt, að fá stjórnarbótina vel úr garði gjörða, svo er líka jafn-nauðsynlegt, að fá fjárhaginn svo af hendi leystan, að eigi þurfi í sama augnabliki og stjórnarbótin fæst, að leggja á almenning þær skyldur og skatta, sem kæfi hana þegar í fæðingunni, og hún nái svo aldrei því augnamiði, sem til er ællazt, nefnilega bæði stjórn og þjóð til sameiginlegra heilla og hagsældar. II. Enn er eigi skortr á göngukonum1, heldr en á dögum þeirra Bergþóru og Ilallgerðar langbrókar. Farandkonur þessar hafa borið það ófregið upp yfir Flóann, að herrarnir með hafinu í Árnessýslu eggi alþýðnna á að endrkjósa assessor Benidikt Sveins- son til næsta Alþingis. Ef þessar fregnir væri sannar, þá væri gott, að þeir, er hvetja til þessa kjörs, vildi gjöra oss kotungunum og kjósendum í Árnessýslu ljóst, 1. hvað liggr eptir þenna fjöllista-mann á undan- förnum 5 þingum ; 2. liversu marga fundi hann hefir haldið með kjósendum sínum, og hversn margar bænarskrár og uppástungur hann hefir frá þeim flutt til Alþingis áhrærandi hag kjördæmis síns eða alþjóðleg málefni; 3. hvort hann með sínum löngu ræðum og aðgjörðum hafi flýtt fyrir afgreiðslu málanna á Alþingi, og þar með gjört oss kostnaðinn af þingsetu sinni svo ótilfinnan- legan, sem framast var unnt. Að vísu hefir hann hrósað sér af því sjálfr, hversu vel hann hafi talað í spítalagjaldsmálinu; en það er nú komið í aug- un, að hin nýa löggjöf um spítaiahlutina er hvorki þinginu til sóma, né þjóðinni til gagns. Gætið yðar því, góðir héraðsbræðr, sem sækið kjörfund- inn, er iíklega verðr á sínum gömlu stöðvum2, að engi «væli» yðr þar af réttri skoðun; því að ef sá er kostr beztr, að fá sér hávaða-mann á Al- þing, og má ske nokkuð þorstlátan, þá ætla eg, að eigi þurfi að fara út úr héraðinu, til að kjósa mann á þing. Ámesingr. 1) = „farandkonnm“; Njála. 2) Líklega nieint ah Vælngeríii, í Villingaholtsbreppi, þar sem kjörþingib heflr veriþ ah nndanfúrnn. En nó á kjör- þing Arnesinga aþ stauda aíi Uraungerbi og er dagsett 2 9. þ essa ni á n. Kitst.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.