Þjóðólfur - 18.05.1870, Side 3

Þjóðólfur - 18.05.1870, Side 3
— 115 — var svo óvinveittr Guðbrandi, að mér þess vegna ekki gat líkað hún. Eg hefi ekki fyrr hreift þessu máli við landa mína, og mér hefði, ef til vill, ekki þólt ástæða til að gjöra það, hefði ekki Guðbrandr sjálfr í 27.— 28. bl. Þjóðólfs þ. á. vakið máls á því í fréttum sínum frá Oxford; en sú grein er svo löguð, að eg álít ekki rétt, að láta mál þetta liggja lengr f þagnargildi, ekki af því að greinin hafi nokkra á- stæðu við að styðjast, heldr af því að hún er skrif- uð með gífurlegri djörfung, sem kann að œgja einhverjum fáfróðum og íslöðulitlum, þar sem hann meðal annars segir, að Island hafi verið bi- flíulaust nú nærfelt 60 ár. Eg er viss um, að á þessu tímabili hafa ótal íslendingar, lærðir og leikmenn lesið heilaga ritningu sér til sáluhjálp- arnota, og verið fult eins vel, ef eigi betr að sér í henni en herra Guðbrandr. llann segir enn fremr, að Magnús Stephensen hafi komið á fót einhverjum biílíutexta í byrjun þessarar aldar, sem sé verri en ekkert. En eg þekki engan biflíutexta, sem M. Stephensen hefir komið á fót, og eg held enginn þekki hann nema herra Guðbrandr; en þegar hann skirrist ekki við að bjóða slikt löndum sín- um, sem þekkja til, hvernig má þá búast við að liann hlíflst við að telja útlendum og ókunnugum mönnum trú jafnvel um ótrúlega hluti? Víst er það satt, sem hra. G. segir, að í byrjun þessarar aldar voru menn veilir í trú sinni; en livað kemr það þessu máli við? Ilann á eptir að sýna, að þessi trúarveiki hafl haft nokluir álirif á liina ís- lenzku biflíuþýðingu, eða að hún hafl valdið því, að nokkrum trúarlærdómi liafi verið haggað í út- leggingunni. l’etta getur hann ekki sýnt og það mesla, sem hann í samanburðinum heflr sýnt, er óverulegr orðamunr, t. d. eg býð yður, að þer elskið óvini yðar, fyrir : eg segi yður: clskið ó- vini yðra. Þetta er þvt sannarlega að gjöra úlf- alda úr mýflugu.« (Niðrl. í næsta bl.). ♦ T SigTÍÖr Hr. Símonardóttir JollllSCU1. (fædd llansen). Ei munar stórt, þá einum fækkar — enn hylr jörðin lík á ný — en vér finnum, að alt af lækkar aldanna sunna björt og hlý, áðr sem hvert við farið fet fagran kvennblóma rísa lét. Hve þessar sólir fáar finnast, 1) Dáin 9. Agúst 1869; þjútnSlfr XXI 16á. sem fegra og prýða manna sveim! því finnst oss vert á þær að minnast, þegar þær Drottinn kallar heim, eptir að þeirra lyst og líf linaði margra þraut og kíf. Ei stendr nafn á skærum skildi skrifað með bjartri frægðar-rún; en ef að nokkur eygja vildi eilífðar lilju : þar er hún máluð með fegra og skærra skraut, en skörungr kvenna margr hlaut. þó ekki heimr hennar lofi hulda manndygð, ei skaðar neitt ; margt trúi’ eg fræ í moldu sofi, sem mun við sólar skinið heitt rísa úr jörð á réttri tíð og reisa lauf og blómin fríð. því hverju hrósar þessi heimur ? þrárrar fordildar morknum auð I hrekkir og sætr hræsnis-eymr hans er geðfeldast daglegt brauð; en hreinlynd sál og hjartans dygð honum er raunar viðrstygð. Hve opt var ei með hræsni hlaðið heiðri varmenni utan á I vér þegjum heldr, — við það staðið vér munum langtum betr fá; því hver hún var, það skilst og skín skírlega gegnum versin mín. Sofðu í friði sæi um aldir, snjófgum ísfoldar hulin væng! þar sofa hópar þúsundfaldir, þegjandi lík á dauðans sæng, og segulljósa silírbrá sveipaði Guð um alla þá.fj f>egar að eptir ár og daga einhver lítr á þetta biað, þá mun hann llka sjá, að saga Sigríðar rituð er á það, þó ei um prjál, er þóknast sér — þess var ei neins að minnast hér. X. — Eundr sá, 14. þ. mán., sem bæarfógetinu hafði kvadt til alla formenn skipa og báta í um- dæmi bæarins, með auglýsingu 29. f. mán. (er kom út hér í blaðinu daginn eptir), til þess að þeir allir í nærveru bæarstjórnarinnar teldi fram afla sinn af þorski, ísu, steinbít, háfi og lýsi á árs- hringnum frá 12. Mai 1869, til sama dags 1870,

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.