Þjóðólfur - 29.11.1870, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.11.1870, Blaðsíða 2
hún heldr enn fast við orð Jnles Favres : »V6r vilj- um eigi láta einn stein úr hinum víggirtu borgum vorum og ekki eitt fet af landi». En þetta er fremr hreystisvar en það sé vitrlegt, því að }>jóð- verjar heimta eins harðlega Elsass og hinn þýzka hluta af. Lothringen, og er ekki sýnilegt fyrir manna sjónum, að Frakkar hafi nokkurn mátt til nð banna þeim það, þótt ekki vili þeir láta það með góðu. En því lengr sem þeir streitast á móti, því ver fer fyrir þeim. {>eir hafa nú eigi lengr neina hershöfðingja, er að nokkru liði sé, og eigi menn, nema sem eru óæfðir í hernaði. það er beztr vottrinn um, hverir betr hafa gengið fram í þessari styrjöld {>jóðverjar eða Frakkar, að {•jóðverjar hafa nú rúma 300,000 fanga af Frökk- um, en Frakkar hafa að eius 2,100 fanga af þjóð- verjum. þjóðverjum eykst og styrkr eptir því sem lengra líðr, og að því skapi hnignar Frökkum. Englendingar voru að leita um sættir með þeim í vikunni sem leið, en það mun lítinn árangr hafa. {>eir stungu upp á, að vopnahlé skyldi sett, svo að kosningar ga;ti farið fram í Frakklandi, og eru miklar ástæður til að halda, að fulltrúar þjóðar- innar yrði fúsari til sætta, en þessi bráðabyrgða- stjórn, og ha;tt er við, að þeir menn, sem í henni eru, siti eigi lengr að völdum, en þar til þvílíkt þing kemr saman. En nærri þessu var eigi kom- andi, því að Prússar eru ófáanlegir til að lækka kröfur sínar, og hinir vilja ekki slaka til. Svona stendr nú. Skothríðin á París á að byrja í þess- ari viku. Eg þykist alveg viss um, að það fari á sömu leið og með Strasburg og Metz. En þó París verði tekin, er samt ekki víst, að Frakkar biðizt friðar. En mín gáta er, þótt ekki hafi eg séð þess neinstaðar getið,að þióðverjar muni draga sig til baka til Elsass og Lothringen, er þeir hafa tekið París, og halda þeim héruðum hvað sem Frakkar segja. En því er miðr, að eg er hræddr um, að ekki sé úti hörmungar Frakklands, þótt {•jóðverjar fari, því að þá eiga þeir eptir að koma á löglegri stjórn — þar heOr engin lögleg stjórn verið síðan 4. Sept. — og er hætt við, að þeir ekki komi sér saman án orða um, hvort það eigi að vera lýðveldi eða einveldi undir stjórn Orleans fursta. Af Napoleonum hafa þeir líklega fengið nóg, en ekki mun vanta undirróðr úr þeirri átt. Eg sendi yðr greinilegri frcttir í næstu viku, ef eg lield eg geti náð með þær. En verði það ekki, þá hafið þér þó í þessu aðaiinntakið úr þvf, scin gjörzt hefir, síðan eg skrifaði sfðast. Hér hefir alt verið með friði og spekt nema slormar allmiklir í f. mán. og mannskaðar stórir. STJÓRNARSTÖÐU-FKUMVARP KRIEGERS, og STJÓRNARMÁL ÍSLENDINGA EPTIIl ALþlNGIÐ 18tí9. Áðr en maSr fer að velta fyrir sér og meta þetta nýa »stjórnarstöðufrumv<irp» Islands, er síð- asta blað færði og vor nýi lögstjórnarráðgjafi A. F. Krieger etazráð lagði nú fyrir Ríkisþingin í Danmörku, verðr vart álitið úrhendis, að renna augum yfir upptök stjórnarskipunarmálsins, yfir aðalgang þess um næstliðin 21 ár, og deilunnar milli íslendinga og Dana, sem út af því hefir spunnizt og haldizt fram á þenna dag, og að menn jafnframt gjöri sér Ijóst, hvar vér íslendingar er- um að komnir og hvernig vér stöndum að vígi í þessari stjórnarbótardeilu, í stjórnar-»politik■> vorri nú, þegar þessi nýi kappi stjórnarinnar, Krieger etazráð, brunar fram á vígvöllinn með þetta sitt nýa stjórnarstöðu-frumvarp, og það með svo skjótri svipan að fæsta varði. Vér þurfum vissulega að gjöra oss það full-ljóst, hvar vér stöndum og hvar vér erum að komnir í okkar stjórnarbótar-politik og stjórnardeilu gagnvart Danastjórn og Dönum, sem nú eru búnir að sitja að gæðum fullgjörðrar stjórnarbreytingar og þjóðfrelsis á 22. ár, og hins vegar gagnvart landi voru og þjóð, þar sem stjórn- inni f Danmörku og Dönum heíir verið um kenl, og það vissulega eigi að raunalausu eða alveg á- stæðulaust, að þeir liafi fyrirmunað oss, samþegn- um sfnum, um jafnlangan tíma, að verða aðnjót- andi þeirrar einu og sömu þjóðfrelsisgjafar og hennar gæða, er fslendíngum var tvímælalaust fyr- irhugað og fyrirheitið af einvaldskonunginum Frið- rili 7., háloflegrar minningar, með hinni sömu konunglegu yfirlýsingu (4. Apríl 1848), og það með óskertu og óvefengjanda jafnrétti vor megin til móts við aðra þegna hans. |>ví hvað sem sagt verðr og segja má um þetta stjórnarstöðu-frumvarp Kriegers, um hinar ýmsu frábrugðnu ákvarðanir þess, tilmiðlanir og lagfæringar frá því sem var í stöðu-frumvarpi stjórnarinnar, er lagt var fyrir Alþingi 1869, — um svigrmælin og gersakirnar sem í frumvarpsástæð- unum er otað um það, að íslendingar muni reyn- ast jafn-ófúsir enn sem fyrri, að ganga að og sam- þykkja stjórnarskrá um vor sérstaklegu mál, þá er stjórnin í Danmörku byði oss eða legði fyrir Al- þingi, — og um varnaglann sem þar í ástæðun- um er sleginn að þvf, að vel geti svo ráðizt, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.