Þjóðólfur - 13.01.1871, Page 4

Þjóðólfur - 13.01.1871, Page 4
eins og er einkanlega um stjórnarmál íslendinga, eðr stjórnarskrána um hin sérstaklegu málefni íslands, eins og Hka berlega var viðrkent í og með hinu konunglegu stjórnarskrárfrumvarpi 1867, og nú sýnist einnig að vera viðrkent, að minnsta kosti ó- beinlínis, í stöðufrumvarpi Kriegers; sbr. við l.og 2. gr. í stjórnarstöðufrumvarpinu 1869. Grund- vallarlög Dana heimila heidr ekki hvorki Ríkis- þinginu né hinni lögbundnu Dana-stjórn neinn því- líkan rétt gagnvart Alþingi Islendinga. Hinsvegar stendr það fast og óyggjanda: það var sjálfr einvaldskonungrinn ( Danmörku, er fyrir- hét íslendingum þjóDfundi í og með alirahæstu bréfi sínu 23. Sept. 1848, í sama mund sem hann undirbjó það, að allir þegnar hans gæti orðið jafn- aðnjótandi þeirrar þjóðfrelsisgjafar, er hann hafði þegar heitið þeim öllum, en áðr en alsherjar- Ríkisfundrinn væri kominn saman til að ræða grundvallarlög Dana, — hét þjóðfundi hér í land- inu sjálfu, með sama ætlunarverki og jafnríku samkomulags- eðr samþyktaratkvæði að því er á- hrærir stjórnarfyrirkomulag allra þeirra mála, er áðr hafa legið undir Alþingi eðr sem beinlínis og eingöngu snerta ísland, — þjóðfundi cr skyldi ræða — með öðrum og fyllri atkvæðisrétti heldr en Alþingi hafði að lögum, — ogafhendi hans ís- lenzku þegna koma ser saman við ltonunginn um stjórnarslcrá fslands, og samþykkja hana af þeirra hendi undir staðfestingu konungs, — allt að einu eins og alsherjar-Ríkisfundrinn skyldi ræða hið nýa stjórnarfyrirkomulag og grundvallarlög Dan- j merkr-ríkis og komu sér saman um þau við sinn ! einvaldskonung. það stendr eins fast og óyggj- anda: einvaldskonungrinn kvað þá þegar á í sínu sama allrahæsta bréfi: «>Allt, sem í þessu efni við þarf, skal verða lagt fyrir Alþingiá þess næsta lög- skipuðum fundi». |>ú stendr það og fast, að kon- ungsfrumvarp til kosningarlaga, er kjósa skyldi eptir til þjóðfundarins, og þar sem á kveðið var að 42 fulltrúar skyldi eiga sæti áfundinum, (en þá áttu eigi fieiri sæti á Alþingi heldr en 26), var lagt fyrir Alþingi 1849, og að sama Alþingi samdi og sendi konungi annað og miklum mun frjálslegra kosningarlagafrumvarp, og að hans hátign konungr- inn staðfesti og gjörði að lögum þetta sama þings- frumvarp 28. d. Sept. s. ár. Og hvað var það, sem þessum þjóðfundi ís- j lendinga var ætlað að ræða, hvert verkcfni, hver , þingstarfi var honum ætlaðr og afmarkaðr af kon- unginum? Alveg hinn sami, að því er áhrærði ís- J land og íslands mál sérstaklega, eins og alsherjar ' j Ríkisfundinum var ætlaðr og afmarkaðr með kon- ungsbréfinu 4. Apríl 1848. Alsherjar-Ríkisfund- ' inum var aldrei, hvorki af konungi né kjósendum, ætlað að kveða á um það, hvort konungseinveld- j inu í Danmörku skyldi lokið eðr það skyldi hald- ast, eigi heldr um það, hvað umfangsmikil þjóð- frelsisgjöfm skyldi vera, heldr að eins um fyrir- komulagið á þeirri lögbundinni stjórn, er kon- ungrinn vildi veita og var þegar búinn að veita j öllum þegnum sínum, jafnframt og hann lagði niðr arftekið einveldi sill í þeirra hendr með sínu opna bréfi 4. Apríl 1848. Aðal-Rikisfundrinn skyldi þvf aldrei semja né taka ályktun um nein takmörk stjórnarbótarinnar, hvorki hennar sjálfrar, gagnvart konungi og þegnunum innbyrðis, og því síðr að hann skyldi afskamta hana hinum sérstöku lands- hlutum Danaveldis, svo að einn hlutinn fengi fyllra frelsi, annar hlutinn minna og takmarkaðra, því síðr svo, að einn sérstakr hluti ríkisins skyldi yfir öðr- ; um ráða og afskamla honnm hluttöku í frelsisgjöfinni j eptir á. Alsherjar-Ríkisfundrinn skyldi að eins semja j um og með samþykt sinni viðtaka þá stjórnarskrá um fyrirkomulag frelsisgjafarinnar, innan þeirra j takmarka sem gefin voru og ákveðin af einvalds- konunginum í hans opna bréfi 4. Apríl 1848; þess I vegna hefir og þessi alsherjar-fundr Dana (1848 —49) verið jafnan nefndr «den grundlovgi- vende Rigsforsamlingn, með því líka að hann | var það, er samþykti grundvallarlögin eðr stjórnar- skrána 5. Júní 1849, og átti aldrei annað að starfa. Alveg sama verkefni var Pjóðfundinum ætlað eptir yfirlýstri órjúfanlegri fyrirætlan konungsins sjálfs; þjóðfundrinn skyldi semja, skyldi koma sér saman við leonunginn um fyrirlcomulagið þeirrar stjórnarbótar, sem einvaldskonungrinn fyrirhugaði og fyrirhét ölium þegnum sínum, Islendingum eigi síðr en öðrum, með opnu bréfi 4. Apríl 1848, og endrnýaði og ítrckaði þeim til handa í kgsbr, 23. Sept. s. á.; jþjóðfundrinn skyldi semja um og samþykkja stjórnarskrá um hin sérstaklegu mál- efni íslands, og um þar af leiðandi «ummyndun» («Omorganisation») Alþingis, að eins innan þeirra takmarka frelsisgjafarinnar, sem ákveðin voru í bréfinu 4. Apríl s. á. Eða í hverjum tilgangi öðr- um en einmitt þessum gat verið svo mikið sem umtalsmál fyrir konunginn að stofna til þjóðfund- arins með alveg sama undirbúningi eins og var fyrir skipað og fylgt við Rtkisfundinn: með sér- stökum mjög frjálsum kosningarlögum og með 16 eðr 8/<2x ficiri fulltrúum heldr en áttu sæti á Alþingi? þrátt fyrir allt þetta var það hinnar nýbökuðu

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.