Þjóðólfur - 31.07.1871, Side 4

Þjóðólfur - 31.07.1871, Side 4
— 148 — 2. Bænarskrá úr Rangárvallas. um spítalagjald- ið— vísað til nefndarinnar um gjald spítalahlutanna. 3. Undirbúningsumræða í málinu um leyfl að sigla upp Stapa-höfn. 4. Inngangsumræða um uppástungu þingmanns Barðstrendinga um læknaskóla. Nefnd kosin: Jón Hjaltalín, Eiríkr Kúld, Pétr Pétursson, Helgi Hálf- dánarson, Sigurðr Gunnarsson. — NÝTT «frumvarp til stjórnarskrár um hin serstaMegu málefni íslandso, er nú lagt fyrir Alþingi 1871; þingið hefir fengið það níu-manna nefnd. Hvorttveggja, stjórnarskrár-frumvarp þetta og þingnefndin fara saman eða eiga sammerkt að einu, og það er að þessu, að hvorugt er sama sem var hér á þingi 1869; frumvarpið er öðruvísi, þótt hvorttveggja væri og sé stjórnarskrár-frum- vörp, því heldr annað og öðruvís en stjórnarskrár- frumvarpið 1867. í stjórnarmálsnefndinni eru nú að vísu 5 hinir sömu þingmenn sem voru 1869, og voru 4 þeirra einnig í stjórnarmálanefndinni 1867; hinn 6, (assessor B. Sveinsson) er þávarl867, en var ekki 1869; meiri hhiti þingnefndarinnar er þá núna samfeldr að menn skyldu ætla; þeir 6 koma ekki að stjórnarbótarmálinu aðvifandi cða framandi; þeir hljóta að hafa slíka leikni og svo fasta skoð- un og sannfæringu i málinu, að þing vort og þjóð getr vænzt þess og kra/izt, að þótt þrenn sé orðin ráðgjafaskiptin í Danmörku á 4 næstl. árum síðan Leunings-stjórnarskráin var lögð fyrir Alþing 1867, og jafnmargar sundrleitar stjórnarskrár-útgáfur hali verið boðnar Alþingi á þessu árabili, þáværi þing- nefnd vorri eða þá hennar rneiri hluta orðin svo kunnug þau blessuð krókagöng stjórnarirmar, að þessi 6 manna meirihluti með hinum 3 gæti nú komizt þar klakklaust fram úr. Stjórnarskrárfrumvarpið 1869 er hvorki hið sama sem það frá 1869, því síðr sem hitt frá 1867. |>etta nýja stjórnarfrumvarp í ár er eigi síðr ó- hafandi stjórnarskrá, eins og hún er, heldr en sú frá í hitt eð fyrra, þar ber ekkert verulegt i milli; 1869 var Alþingi beinlínis neitað um samþykkis- eðr samningsatkvæði í málinu; nú 1871 segir að vísu bæði ráðherrann og konungsfulltrúinn, að Al- þingi hafi samþykkisatkvæði; en gjörskoði menn, hvernig stjórnin og konungsfulltrúi binda þetta út, þá verðr ekki annað á borði heldr en þetta, að Alþingi megi segja já, og samþykkja svona orð- rétta stjórnarskrána eins og lögstjórnarráðgjafinn hefir nú gengið frá og lagt hana fyrir, en hvorki segja nci, og því síðr að tekið verði til greina ef þingið findi nauðsyn til bera að koma sér niðr á breytingum á nokkru því sem verulegt er. {>að er að skilja, 1869 vildi stjórnin láta Rík- isþingin skamta oss stjórnarbótina úr hnefa, nu vill hún gjöra það sjálf, ráðgjafastjórn konungsins, eptir það að hún þykist hafa fullt vald með sam- þykki IVÍkisþingsins á sljórnarstöðulögin 2. Jan. 1871. farna er í raun réttri kominn allr mis- munrinn milli stjórnarskrárfrumvarpsins 1869 og þess er nú liggr fyrir Alþingi íslendinga 1871. Undirstöðu-ákvarðanirnar í I. og 2. grein í báðum þessum stjórnarskrár-frumvörpum eru alveg eins orði til orðs ; í báðum er slept ákvörðuninni um ábyrgðarlaust æðsta vald konungsins, og að hann sé heilagr og friðhelgr; þessi ákvörðun var þó tekin upp í stjórnarskrár-frumvarpið 1867 8. gr., og þekkja menn ekki, að hana vanti í neinni stjórnarskrá, þar sem er að ræða um lögbundna konungsstjórn yfir þeim landshluta konungsveldis- ins »með sershildum landsréttindum», sem aldrei hefir verið og aldrei verðr skoðaðr sem nýlenda. En er nokkuð undir því komið, munu menn spyrja, hvort þessi ákvörðun stendr í stjórnarskrá vorri eðr ekki? er hún ekki þýðingarlaus? Vér svörum aptr með orðum þingmanns Árnesinga (Benid. Sveinssonar) á Alþingi 1869: „Eg vil í eiiiu ortii tnka þafe fram hvab þab er sem frnm- „viirp þessi" (þ, e stjiiriiarstóílufrumvarpií) og stþírriarskrár- frumvarpib 1869) „elginlega vanta, þa% er hjartaí); þaíi „er þab sern er hjartab í hvorri stjóréarskipun, nefnilega „ábyrgb s t j ó rn a r i n n a r fyrir þjófcinui“. — — — „pab er óhngsandi constitution, óhngsandi nokkurt sjálfs- „forræti á tslaudi nema þessn sé öbruvísi komib fyrir en „gjórt er í frniuvórpuiiiiiii**1. í stjómarskrárfrumvarpinu 1867 voru að vísu ýmsar sérstaklegar ákvarðanir, er þóttu bæði þröng- ar og óeðiilegar; — Alþingi sama árbreytti þeim og úr feldi þær, og hefir stjórnin ekki endrnýað varla neina þeirra eða haldið þeim fram i iivor- ugu hinna yngri stjórnarfrumvarpa 1869 eðr 1871; þær breytingaruppástungur Alþingis hefir stjórnin aðhylzt. En aðalákvarðanirnar, um fyrirkomulag stjórnarinnar á æðsta og æðra stigi, voru og sjálf- sagt nokknð lausar og ósarnfeldar í stjórnarskránni 1867, einkum að öllu því. er laut að stjórnará- byrgðinni gagnvart Alþingi. En eigi að síðr var öll undirstaða þeirra ákvarðana frjálsleg og con- stitutionel, það var þá alment viðrkent utan- þings og á, — með því að varraleg stjórnarábyrgð gagnvart þingi voru og þjóð var þá líka viðrkend þar í frumvarpsástæðunum eins og sjálfsögð, þó að þar sé talin ýms tormerki og ýmsir örðugleikar á að koma henni við sakir fjarlægðar íslands frá aðsetrstað konungsins. 1) Alþtíþ. 1809, I. 589.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.