Þjóðólfur - 31.07.1871, Blaðsíða 5
— 149 —
í ástæðum þessa nýa stjórnarskrárfrumvarps,
sem hér liggrfyrir, segir með einstakri hreinskilni
(bls. 14), «að það sé samhljóSa hinu samsvarandi
frumvarpi stjórnarinnar sem lagt var fyrir Alþingi
1869». fetta er dagsanna, —og er það annað að-
almeinið sem Alþingi voru 1871 er sá eini kostr
að bæta úr og nema burtu. Getr verið að Álþingi
1867 hafi svo mistekizt með breytingaruppástung-
ur sínar við 9. og 10. gr. stjórnarskrárinnar (á-
hrærandi stjórnarfyrirkomulagið á æðsta stigi og
stjórnarábyrgðina ; sbr. 8., 10. og 21. gr. þings-
frumvarpsins 1867), að ekki hafi stjórninni getað
þótt umtalsmál að leita konungs staðfestingar á
þingsfrumvarpið fyrir þær sakir; og satt mun það
vera, að Nutzhorn-sljórnin hafi borið þetta fyrir.
En aptr sjá allir, að þetta yrði þá miklu fremrað
hafa komið til af þ'í, að einmitt í þeim breyting-
aruppástungum þingsins hafi verið farið fremr of
skamt en of langt og að þær hafi sjálfar verið
miðr einskorðaðar og ákveðnar en skyldi. llitt mun
sannara, og það liggr fullberlega fyrir af allri að-
ferð og allri pólitik Danastjórnar, í stjórnarmála-
viðskiptunum við (slendinga um næstl. 20 ár, að
þeir hafa aldrei viljað gjöra íslendingum kost á öðru-
vfsi stjórnarbót og sljórnarfyrirkomulagi heldren
því eina, að stjórnarábyrgð, bteði yfir höfuð að
tala og gagnvart Alþingi, er óhugsandi og ómögu-
leg. það stjórnarskipulagið sem var haft iboði bæði
í þjóðfundar frumvarpinu, og aptr var tæpt á í frum-
varpiuu 1865, heflr verið einbundið við œðstu yfir-
stjóm íslands (ráðgjafa islenzku málanna, einhvern
og einhvern ráðgjafanna, stjórnardeild, eða yfir-
stjórn), frá Danmörku, frá Kaupmannahöfn, í 300
milna fjarlægð frá íslandi og fulltrúaþingi íslend-
inga, þvert í móti einskorðuðum tillögum þjóð-
fundarins 1851 og ítrekuðum bænarskrám Alþing-
is 1853, 1857 og 1859: <>að ein verði sett og á
»einum stað, í Reykjavík, priggja manna yfirstjórn
»í landi hér« o. s. frv.1
Aptr í stjórnarskrárfrumvarpinu 1867 var eigi
að eins ráðgjörð landstjórn hér á landi »einn
maðr eðr fleiri«, heldr einnig (í frumvarpsástæð-
unum) viðrkent, að svo œtti að vera sklpuð æðsta
umboðsstjórn landsins, ef með réttu lagi væri, áð
1) Bænarskrá til konnngs, frí Alþ. 1853 dags. 9. Ag. Alþ.
tií). s. ár bls. 1053 (Bænarskráin óll bls. 1044 — 1054). And-
svar lögstjárnarinnar (Bangs) til Alþingis 1855 (Alþ.tíþ. 1855
bls. 48—51) telr reyndar ýms vankvæþi á aþ þriggja mauna
yfírstjiárn fáist hór sett, en sömu oríium er og fariþ þar um
öll hin niþrlagsatriþin, aþ ókljúfanda þyki aí> gjdra neitt, af
því fé vanti til þess, og á meþan Island geti ekki visaí) á
féb eíia lagt þaþ fram eptir því sem vibþyrfti.
hún hefði vanalega »constitutionel« ábyrgð stjórn-
argjörða sinna gagnvart Alþingi. Og þóað jafnframt
væri þar taldir eríiðleikar á að koma fyrir stjorn-
inni á þessa leið og þó að við það skipulag stjórn-
arinnar, sem frumvarpið ráðgjörði: landstjórn hér
er stæði undir ábyrgðarráðgjafa í Kaupmannahöfn,
gæti engan veginn samrýmzt stjórnarábyrgð gagn-
vart löggjafarþingi voru, þá var samt svo varið
þessari ákvörðun frumvarpsins eins og mörgum
öðrum aðalákvörðunum þess, að flest var þarbygt
á frjálslegum og constitutionelle grundvallarreglum,
eins og Alþingi 1867 viðrkendi í álitsskjali sínu
til konungs, og hefði því víst mátt laga svo og
víkja við þeim ákvörðunum, hefði Alþingi þá eigi
skort til þess áræði og samtök, að þar við hefði
mátt samrýma stjórnarábyrgðina.
En þessu er ekki svör að gefa um það stjórn-
arfyrirkomulag sem framboðið var í stjórnarskrár-
frumvarpinu 1869 og sem framboðið er í þesssu
hér «sama tóbakinu» ernú liggr fyrir Alþingi voru.
Landstjóra eðr landshöfðingja hugmyndin: einn
1 an d stjórnari, er hafi æðstu framkvæmdarstjórn yfir
íslandi í vorum sérstaklegum málum, en sjálfrábyrgð-
arlaus undirtylla undir ráðherra í Kaupmannahöfn
300 mílur héðan, þann er hafi stjórnarábyrgðina
einungis fyrir ltikisþingi Dana, — slíkr einn iand-
stjóri eðr landshöfðingi yfir islandi er og verðr
ókljúfandi slagbrandr fyrir hverskyns stjórnarábyrgð,
gagnvart Alþingi voru, og þá eigi síðr slagbrandr
fyrir því að Alþingi, allt svo lengi sá |>ór væri
látinn sita þar í stafni, megi ná þeirri eðlilegu
ummyndun (Omorganisation) sem oss var heitin
með stjórnarbreytingunni 1848, (og sem standa-
þingin í Danmörku þá fengu), og þar með að verða
aðnjótandi fulls jafnréttis við þau til að mega neyta
vors lögfulla atkvæðis í öllum löggjafar og fjármát-
um þessa lands. Með einum landstjóra til yfir-
stjórnar, ábyrgðarlausum fyrir Alþingi, þá fer svo
eins og þingmaðr Árnesinga sagði í hitteðfyrra,
að stjórnarbót vora og stjórnarskipun — «vantar
— hjarlað«, slagæðina, lífæðina. þóað Alþingi
fái það löggjafarvald og fjárforræði, sem frumvarpið
ákveðr og sem virðist all-viðunanlega fyrir komið
svona út af fyrir sig, þá verðr þingið eigi að síðr
eins og í hapti eðr hábandi þessarar ábyrgðar-
lausu yfirstjórnar. þetta sést Ijósast af 34. gr. í
þessu enu nýa stjórnarskrárfrumvarpi, einkum
þegar hún er borin saman hvort heldr við 39. gr.
i stjórnarskrárfrumv. 1867, eðr eins og þeirri
grein var breytt í þingfrumvarpinu 42. gr.
Stjórnarmálsnefndin og Alþingi 1871 hefir hér
þunga þraut af höndum að leysa og ið mesta