Þjóðólfur - 09.12.1871, Síða 5

Þjóðólfur - 09.12.1871, Síða 5
21 — frá Scandinava-stefnu hinna dönsku þjóðernismanna; það sést nú berlega að bæði var Scandinava-hug- mynd þeirra tilreidd fyrir tækifærið (Slésvík), að Ðanmörk bæri yfir tignina, og tilgangrinn var ekki frjálsun hins norræna þjóðaranda fyrir fram- fara-eflingu bænda og borgaralýðs, heldr samband milli «doktrinéru» flokkanna í öllum þremr lönd- unum, — ef nokkuð væri, einhverskonar þjóða- sambræðslu-samband ríkjanna. Nú þegarAlþingi íslendinga hefir kastað sein- asta frumvarpi stjórnarinnar, og f>egar vér nú höf- nm séð, að stjórnin vill ekki neitt frekara þar við gera, — þá tökum vér aptr til óspiltra málanna, að fram fylgja rétti Islands; en fyrst vildum vér þó reyna hið seinasta úrræði, hvort ekki lýðfrels- isflokkarnir í Danmörk vildi gera sitt til að greiða fyrir málinu. Yér höfum aldrei, — hvað svo sem sem «Föðurlandið» í sínum durtslegu sögugrein- um hefir sagt um oss — fylgt því fram, að ís- land ætti að hverfa til Noregs. Einn af samvinn- endum blaðs vors hefir einu sinni hreift því, en vér höfum að vorum hlut einskorðað oss við eðli- lega skipun hinna íslenzku málefna, og því að eins, ef Danmörk ekki vildi, eða sæi sér ófært, að koma á slíkri skipun, þá höfum vér sagt og segj- um enn, að þá eigi landið heldr að hverfa til Noregs. En eitt orð enn til lýðfrelsisflokkanna í Dan- mörk. Geta þeir ekki frelsað landið frá skoðun hinnar doktrinéru dönsku stjórnar, sem nú, fremr en nokkurn tíma áðr, gerir samkomulagið ómögu- legt? Hér eru tvö atriði, peninga- og stjórnannálið. Að peningakröfur Islendinga hafi verið of frekar viljum vér ekki segja, en það, að menn á íslandi hafa litið svo á, sem þetta atriði væri höfuðatriðið', Það hefir víst verið yfirsjón, og það er oss gleði, að hinir yngri menn á íslandi eru farnir að sjá Það. það hefir, eins og auðvitað er, verið kreddu- k'endinn lögfræðinga vafningr af Dana hálfu að 8ynja fyrir, að Danmörk hefði skyldur gagnvart ís- *andi, eins og líka Danir hafa ekki svífzt að kalla sína til íslands tillag. En með nokkrum 8óðvilja beggja megin ætti menn hér að mætast ^svegar, svo miklu fremr sem áðr hefir lítið vantað á að það gæti tekizt. þotta er ekki rött herint, eins og menn rita, sem kunnngif erQ mí|jnU| 0n Dani lieflr peningakrafan tekiS sár- ast, og g0r( mest jjr henni, en Islondingar þá, meþ sinnl 'analegu vinsemd og gdþlyndi, farib strax ab slá undan. Alþingi i87j heflr tekib suarplega í þetta atribi. þessi góðvill ávinnst einungis með fullrí og ótakmarkaðri tillátsemi í stjórnarmálinu. Hvað er í vegi, að ísland geti fengið ráðgjafa með ábyrgð, jarl eða landsstjóra, hvað sem þeir nú vilja kalla hann, og að þessi maðr geti búið áíslandiog ferðazt til Danmerkr tvisvar á ári á fund konungs til að fá staðfesting hans á þeim málefnum, sem ekki geta orðið útkljáð nema á samfundum. Hvað er í vegí,? Jú, það er sá kreddu-vísdómr, að þjóð, sem ekki er nema 50,0002 manns að tölu, megi ekki hafa ábyrgðar-ráðgjafa fyrir sig, auk heldr einn ráðgjafa sem sé í fjarlægð frá kónginum. Allt ísland býr þó langt í burtu frá kónginum, öll þjóðin býr mjög fjærri Norðrálfunni og hennar mentun með þeim ríkjaskipunum og stjórnarhátt- um sem honum eru samfara; komi þá landið sér svo fyrir sem það hefir þörf til, og haldi menn stjórnarkreddunum eins langt frá skipulagi þess hins litla þjóðfélags eins og það er fjærsett því ástandi og þeim skilyrðum, sem nýrri tíma ríkis- skipanir eru bygðar á. Lofi menn fslendingum að fá sér ráðgjafa sjálfum, já, kóng ef þeir vilja; lofi menn þeim að kalla hann keisara, palríark eða páfa, hvað varðar Dani um það, hvaða gagn hefir Danmörk af að blanda sér í það eða kóngr- inn af því að gefa lög á íslandi ? [>að virðist svo sem lýðfrelsisflokkarnirí Dan- mörk ætti að geta komið sér saman um sameig- inlega ihlutun í þessu máli og gert enda á því í eitt skipti fyrir öll. «Der ■politische Stockfisch» (stjórnarmáls harðfiskrinn) ráðgjafans, hins gáfu- ríka og réttláta Kriegers, það verðr ekki varið, hann er í beinan ættlegg kominn af þeim sama fiski, sem Ilermann sálugi von Bremenfeld1 talar um, og með þvi hann á auðsjáanlega ekki heima á íslandi, þá eiga hinir frjálslyndu flokkar í Dan- mörk að neyða ráðgjafann til að flytja hann heim aptr úr landinu. Vér höfum sagt, að íslenzka málið sé «dáind- isgóðr smjörnafar til að kanna frjálslyndi hjá Dön- um og norrænu anda þeirra»; það erbezt að lýð- frelsisílokkarnir dönsku verði reyndir með honum. Vér megum ekki líta smáum augum á málið fyrir Þá sök, að íslendingar eru lítil þjóð og fámenn. Án alls tillits til þess, hvað ísland með sínum auðsuppsprettum getr orðið, þá er það mál, sem nú í þrjátíu ár hefir beðið réttvísra úrslita, mik- ilsvert mál, og eptir því sem á stendr fyrir Dan- mörku sérstaklega, þá er það viðkvæmt vandamál. 2) réttara 70,000. X) í skemtileik Holbergð.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.