Þjóðólfur


Þjóðólfur - 26.06.1872, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 26.06.1872, Qupperneq 2
— 130 og jafnvel menn biðu bana af, og 11 hirti hafði elding ein drepið í Dyragarðinum konungs. — Reki afVogrekstrjám — «Bjálkum» eðr *köntuðum trjám», hófst nú á útmánuðunum meðfram allri Skaptafellssýslu, austan frá Breiða- merkrsandi og vestrúr með Rangárvallasýslu jafn- vel allt út að J>jórsá, — og það svo mikill, að engi dæmi þykja til ájafniöngu svæði, nál. 50-60 mílna, þar sem það er víða að 4—6 slíka stórbjálka hafl nú rekið upp á 800—1800 faðma fjörustúfa. Bjálk- ar þessir flestallir kvað vera upp og ofan frá 12 —40 álna á lengd og frá 10—20 þuml. á hvern veg; alit furuviðr kvistalítill eðr kvistalaus sem næst. Tré þessi hafa legið mjög stutt í sjó, það þykir auðsætt, og ætla menn því að þetta muni vera farmr af einum eðr 2 miklum trjáviðar-byrðingum frá Canada (líkt og var um þann, er bar mannlausan upp fram af Dyrhólum i Mýrdal 1840?), er hafl leyst í sundr hér í höfunum suðvestr af íslandi nú í vetr er leið. — Steinkolanámar á Skáney. — Eptir því sem getið heflr vcríð í landafræðisbókum, hefir jafnan verið talið Svíaríki eðr Svíþjóð til gildis, að þar mætti hafa imokkur Steinkol»\ en litt hefir verið að því gjört til skamms tíma að vinna steinkol þau og færa sér í nyt þar í landinu sjáifu auk heldr til útflutnings; kolalögin, þau er menn höfðu afað segja, þóttu þunn og þó nokkuð djúpt ofan að neðra laginu frá hverju hinu efra, en kolin sjálf þrotaléttari og hitaminni að mun heldren ensk kol, svo að þessi svensku kolin, er menn höfðu af að segja allt til þessa, þóttu jafnvel óhafandi við gufu- vélar, þótt þeim þætti svælandi á eldstóm og í ofnum. Kolalög þau voru, að vér ætlum, helzt á ofanverðri Skáney. En árin 1869—70 fóru menn að gefa kolanámum þessum nokkurn meiri gaum; þótti þá fremr líklegt, er betr var kannað, að koia- lögin myndi verða bæðí fieiri og meiri ef dýpra væri grafið, og myndaðist því Actiu-féiag eitt (hluta- félag) þar í sunnanverðu Svíaríki og í Stokkhólmi, og eigi all-aflmikið með fyrsta, (leigði eðr) keypti sér til eignareðr umráða landskika nokkurn þarsem helzt þótti liklegt fyrir að kólalögin sé, og tóku nú til að grafa og kanna lögin; gekk á þessu fram á haust er leið, og fundust að vísu 8—9 lögin samtals hvort niðrundan öðru, og sjálfsagt nokkuð þykkari og kolameiri eptír því sem neðar dró, en samt þótti tvísýna nokkur um verulegan arð og eptirtekja þar til 10. lagið var fundið og komið var niðrfyrir það, í Janúarmán. þ. á. Iíolalag þetta reyndistum 3 fetum þykkara heldren hið drjúgasta þeirra, er fundin voru og könnuð fyrir ofan og jafnvel nokk- uru þykkara heldren hvert af hinum ríkulegustu kolalögum, er hafa nokkuru sinni fundizt á Eng- landi til þessa. J>á fór að færast nýlt líf og fjör í hlutafélag þetta eðrþá «kolapiltana»; og hlutabréfin hækkuðu brátt í verði um 50% eðrmeira; með því líka að einstakir auðmenn fóru þá að sækja sig á um að komast yfir sem ílest hlutabréfin enda með hvaða verði sem væri. Eptir því sem fram á kom, þótti mega ganga úr skugga um æ ríkulegra kola- nám. Áttu þá hluta-eigendr með sér aðalfund í Stokkhólmi öndverðlega f. m., og var þar afráðið að fjölga hlutabréfum til að kaupa land-viðbót til kolanámsins, og voru þeir þó nokkrir, er mæltu í móti því og sögðu þarflaust að sinni ; var meðal þeirra lærðr jarðfræðingr einn og professor, Elström? að nafni; sagði hann, að þótt menn enga land-við- bót keypti, en léti sitja við það land, er félagið nú ætti, þá mundi það endast til kolanáms um mjög mörgár, því eptir þeim steinkolalögum, ernúværi fundin þar í landi félagsins og ítarlega væri könnuð, þá mætti 1000 verkamenn vinna þar 3,000,000 tunn- ur kola yfir árshringinn, og myndi námar félagsins endast til þess í 60 ár eðr lengr. Samt varð hitt ofaná, að meira land var keypt. er sagt, ac) sum Kmhafnar-blofcin, hafl varaí) Dani \ib aí) gefa sig vib þeim kolapiltunum svensku þar fyrir noríian Kyrarsund, eí)a a?) leggja í actínr í þessum kolanámum þeirra Skáneyinga; megi enn þykja vanseí), hvort þessi svensku kol roynist á vií) ensku kolin o. fl , og muni Svíar gylla þetta kolanára sitt ura of, og gjora meira en skylíi úr hlutabrefa- ágáííanum er sé í vændum. Yér skulum hvorki segja af ne á um hvort svo kunni ab vera. En hitt er víst, ab þúaí) þab væri öfgar nokkrar, aí) hver verkmaí)r af 1000 gæti unnib og komií) ofanjarc)ar 8 tnnnum steinkola á dag aí) mebaltali, þá mætti minna gagn gjöra og nokkru minna heldreh beztu 8 rd. eptirtekja eptir hvern verkfæran mann. — í stjórnarráða-tíðindunum dönsku, er aug- lýst 3. f. mán., að laust sé undir veitingu kon- ungs PÓSTMEISTAlVA-e m bæ tti, þetta er nú skal stofna hér í Reykjavík, samkv. tilsk. 26. Febr. þ. árs, 1. gr., og allar póstgöngur og póstferðir, póst- afgreiðslustörf og önnur póstmálefni yfir gjörvalt land skulu undir lögð. þar í «Stjórnartíð.», sem embæltið er auglýst, segir að bænarbréfin um það eigi að vera komin til lögstjórnarinnar fyrir 28. dagþ. mán.1, og eigi síðar. 1) Bæuarbréfln héban af laudi urbn því ab koniast meí) þesaari póstskipsferí), en af því hin opinbera auglýsing nm ab ombættib væri stofnab og standi til veitingar, barst eigi hingab fyren ( stjórnartíb. meb þessu saina póstskipi, þá var hverjum manni hér á landi fyrirmunat) ab sækja um þab nema þeim einum, eem búsettir eru hér í Iieykjavík.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.