Þjóðólfur - 26.06.1872, Síða 3
131
Sagt er að veiting póstmeistara-embættisins
sé (í auglýsingunni?) bundin svofeldum skilyrðum:
að eigi hefist embættið né stjórn þess og fram-
kvæmd fyren 1. dag Aprílmán. 1873, og þá eigi
heldr Iaunin sem embættinu eru til lögð (sbr. póst-
mála-tilsk. 19. (síðustu) grein ; — að hver sá er
embættið hljóti, skuli skyldr til að fara suðr til
Danmerkr í haust á sinn kostnað, og dvelja þar
3—6 mánaða tima á einhverri póststofu, er yfir-
póststjórnin í Höfn til vlsar. En það er þegar
tekið fram í póstmálatilskipaninni, 1. gr. og víðar,
samt víðsvegar í hinni nýu «Auglýsingu um póstmál
á íslandi», er nú kom, að öll yfirstjórn eðr æðsta
stjórn samt hið síðasta úrskurðarvald í póstmálum
vorum liggi undir «Landshöfðingjann», er þeir
nefila svo nálega í hverjuafþeim nýu lagaboðum,
sem út eru komin á þessu ári. — «Landshöfð-
inginno yfir íslandi er því þinglýstr nú þeg-
ar, víðsvegar eða víðast hvar yfir land allt, þing-
lýstr með konunglegum fullnaðarlögum, — og samt
er þenna «landshöfðingja» yfir íslandi hvergi að
finna, engi þykist vita að hann sé til, né geta
um það sagt hver hann er.
«Landshöfðinginni> er því ó b o r i n n enn,
ekki annað en hugr manns eða: «fjöllin tóku létta-
sótt»; en s k í r ð r er hann samt og það nálega
í hverju einu aflagaboðum þeim er út gengið hafa
til íslands síðan nýár, skírðr í lögmálsins laug og
fyrir máttarorð Kriegers löggjafa vors. En vist
mundi það samt þykja bæði vanhugsað og flas-
fengið um of ef konungr nokkur, sá er barnlaus
væri en ætti nú barn í vonum með drottningu
sinni, færi lil þá þegar er drotning tæki að gildna
undir belti, og setti ýms lög með ýmsum ákvörð-
Unum í hverju lagaboðinu, þess efnis: «að þar
skyldi æztu yfirráðin og siðustu úrslitin liggja undir
"Vorn elskulegan son «Iirónprinzinn»; —þenna. í
uióðurlífi og þó að það nú yrði máske meybarn á
endanum. Og þó að nú sami konungrinn vildi
^æta.úr skák, (eins og á að vera gjört í þessum
lslenzku lagaboðum), ineð því að hnýta þar aptan
hvert lagaboðið nýrri aukagrein þess efnis: að
"^aagað til kronprinzinn er fæddr og í heiminn bor-
!nn eða ef það skyldi nú meybarn verða, þá þangað
til Oss fajðíst hitt barnið, þá skal ráðgjafi Vor (eða
stiptamtmaðr) hafa það vald sem með þessari til-
skipun er falið «kronprinzinum» — Vorum óborna
elskulega syni á hendr; — þóað slíkum varnagla
v®n hnýtt aptan við hvort þessleiðis lagaboð, eins
eo er aptan við þessi nýu lögin okkar, — hvað
16 lr sa varnagli að þýða, til hvers er hann ann-
ars en til þess að gjöra gis að? Hefði ekki þarna
í lögunum um brennivínstoll, um bæarstjórn og
um póstmál o. s. frv. — hefði ekki verið nær að
byggja þar á því «factiska fyrirkomulagi» áþví «Be-
staaende» sem Danir kalla, á þessu fyrirkomulagi,
sem hefir verið og er enn óraskað og óbreytt;
fyrstað «landshöfðinginn» var þá ekki nær löndum
en þetta — hvergi nærri kominn á laggirnar þeg-
ar lögin út gengu? Nú ef menn hefði svo samt
sem áðr viljað endilega koma honum að þarna í
lögunum þessum óhnoðaða og óbakaða «lands-
höfðingja», — eða þessum óborna «krónprinz», er
vér mintumst á hér að framan, —• og búið svo til
um það aukagrein, og prjónað aptan við hvert
lagaboðið, á þá ena sömu ieið : «Undir eins og
«Landshöfðingi» er bakaðr (eða «krónprinzinn» er
«borinn og fæddr»), þá skal hann hafa það vald,
«sem með þessari tilskipun erfalið stiptamtmanni
«á hendr», — þá hefði þetta þó verið mun skárra
mun lögulegra og lagalegra en hin skelfmgin, en
eigi að síðr, eins og annar ótímabær burðr og til
hneykslis og athlægis í fullnaðarlögum, sem eiga
að ná gildi þá þegar.
Vtlendar frettir. Edinborg, 3. Júní 1872.
(Frá frtttaritara vornrn hr. Jóni A. Ojaltalín, bókaverbt
vib „Tho Advocata Library1, samast.)
Hinn umliðni vetr hefir verið tíðindalítill, og
geta því lesendr yðar ekki búizt við mergjuðum
fréttabálki. Vetrinn var óvenjulega mildr fram á
útmánuði, svo hér var «grund gróin grænum lauki»
á J>orra; en eptirþví hafa menn tekið, að frosta-
I lausir vetr eru ekki eins góðir fyrir heilsu manna
og þeir, er kaldari eru. Svo var og nú; hér voru
mikil veikindi um Jólaleytið og frameptir vetrinum,
og manndauði var töluvert meiri en nokkur und-
anfarin ár. Á einmánuði tók veðrið að kólna, og
hefir vorið verið kalt og hryðjusamt þangað til nú
fyrir fám dögum; hefir það hnekt gróðri eigi all-
lítið. Á ýmsum stöðum um suðrhluta Norðrálf»
unnar og víðar hefir orðið vart við jarðskjálfta
einmitt um sömu dagana og á íslandi, og hefir
orðið allmikið tjón að sumstaðar. Eldfjallið Ve-
suvius gaus nokkra daga síðari hlut Aprílmáuaðar;
urðu við það skaðar nokkrir eins og jafnan er,
því að menn byggja of nærri gýgnum; samt var
gosið styttra en opt að undanförnu.
Segja má, að nú sé friðr og spekt um heim
allan, að því er til vopna kemr; að minsta kosti
heyrist ekki annað. þó verðr að skilja Spán frá
þessu almenna friðarástandi. j>ar eru enn nokkr-