Þjóðólfur


Þjóðólfur - 26.06.1872, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 26.06.1872, Qupperneq 4
132 — ar óeirðir. Margir þykjast eiga þar tilkall til ríkis, og á annan veg er þar allmikill flokkadráttr. Einn af þeim er þykist rétt borinn konungr Spánverja, erDonCarios, og hefir hann og hans flokks menn gjört margar tilraunir til að ná þeim rétti sínum, síðan ísabella drotning varrekin burtu. í miðjum fyrra mánuði hófu þeir flokk á norðanverðum Spáni, en til þessa hefir þeim ekki orðið annað ágengt, en að bíða ósigr nokkrum sinnum, og segja síð- ustu fréttir, að sá flokkr muni nú bældr um stund. Hér í landi hafa engin markverð tíðindi orðið í vetr. Hið helzta áhugamál manna hér og fyrir handan hafið, er Alabamamálið gamla. J>að hefir verið og er enn allmikið þref um það fram og aptr, en eg skal ekki fara langt út í það mál, því að það er svo flókið, að mér þykir ósýnt, að nokkur maðr viti rétt böfuð eða sporð á því. f>etta er samt aðalefnið. Gjörðarmenn, er kvaddir voru af beggja hálfu samkvæmt samþyktinni í Washington í fyrra, til að gjöra um málið, komu saman í Ge- neva í Svissaralandi í vetr. Kom það þá fram, að Bandamenn lögðu í gjörð kröfur fyrir allt það tjón, er leitt hefði óbeinlínis af þvf, að víkingsskipið Alabama var búið út í enskri höfn. Englending- ar sögðu þetta næði engri átt, og hefði [>eir ekki gengizt undir annað í Washinglonsamþyktinni en að láta gjöra um það tjón er beinlínis hefði hlot- izt af skipinu Alabama. Kváðu þeir Bandamenn ekki hafa neinn rétt til að leggja þessar óbeinlínis kröfur í gjörð, og ef þeir héldi þeim fram, mundi engin gjörð verða af þeirra hálfu. Bandamenn svöruðu: sé orð Washington-samþyktarinnar rétt skilin, höfum vér fullan rétt til að bera fram kröf- ur þessar; og í annan stað, ef kröfur þessar eru svo ósanngjarnar sem þér segið, munu gjörðar- menn hrinda þeim, og látum vér oss það þá vel líka, því að vér höfum fullt traust á drengskap gjörðarmannanna. Englendingar voru þó ekki á- nægðir, nema Bandamenn tæki aptr þessar kröf- ur áðren til gjörðar kæmi, og er nú svo orðið, með nokkurri tilslökun á báðar síður. Margir eru samt enn hræddir um að aldrei verði neilt úr hinni tilætluðu gjörð. þó er það víst, að almenningr bæði hér ogí Bandaríkjunum (hvað svo sem blöð- in segja) vill af fullri alvöru sættast heilum sátt- um, og það verðr stjórnendunum og blöðunum að kenna, ef það verðr ekki. En málið er flókið og vandasamt; getr mönnum því auðveldlega skjátlazt, þótt þeir hafi bezta vilja. f>ví er og miðr, að í Bandaríkjunum eru sumir þeir menn, er nota sér þennan vanda, sem stjórn þeirra er í, til að efla sinn eiginn hag, hverjar afleiðingar sem af því kunna að verða fyrir landsmenn. J>eir hafafengið gott tækifæri til þessa, þar sem ný forsetakosning á að fara fram i haust; og þykir nú þegar tvfsýni á, að Grant verði endrkosinn. En þó nú ekkert verði úr gjörð þessari og allt standi við það gamla, eru engar líkur til, að ófriðr verði bráðlega milli Bandamanna og Englendinga. Frakkar halda smátt og smátt áfram að borga sfna þungu syndasekt, og hefir verið allt kyrt með þeim og þjóðverjum í vetr, en engi hyggr þó að þessi friðr vari marga mannsaldra. jþað hefir og komið fram í vetr, er Prússar fóru að skipa inn- anlandsmálum sínum, að flokkr er á þýzkalandi, og hann eigi alllítill, er, ef til vill, ekki mundi víla fyrir sér að veita Frökkum mótí löndum sínum, ef til ófriðar kæmi. J>essi flokkr er sá hluti kaþólskra manna, er ekki þykir neinum lögum hlýðandi nema þau bafi samþykki handan yfirfjöllin, þaðerhand- an yfir Alpafjöll, eðr frá Rómaborg, og eru þeir því kallaðir Sunnféllingar í norðrhluta Norðrálfunn- ar. þessi ílokkr er mannmargr bæði á þýzkalandi, Frakklandi, írlandi og enda á Englandi. Jesúmenn eru fyrirliðar flokks þessa. í Prússlandi lenti þeim saman við stjórnina út af frumvarpi um skóla- skoðunarmenn. Hingað til hafa lúterskir prestar ákveðið skoðunarmenn til að skoða skóla sína, og kaþólskir prestar hafa á sama hátt ákveðið menn til að skoða sína skóla. En nú stakk stjórnin upp á, að hún ein skyldi ákveða þá menn, er skoða skyldi alla skóla, hvort sem þeir væri lúterskir, kaþólskir eða hverrar anríarar trúar. Sunnfélling- ar risu öndverðir móti, og kváðu óhæfu, að stjórn- in hefði nokkur yfirráð yfir uppfræðslu ungdóms- ins; það heyrði klerkum einum til. Nokkrir af aptrhaldsmönnum Prússa fylltu flokk Sunnféllinga móti stjórninni, því að ekki verðr neitað, að prest- ar Mótmælenda eru ekki miklu ófúsari en kaþólskir embæltisbræðr þeirra, að ná í veraldlegt vald, þar sem því verðr við komið, eða halda því þar sem þeir hafa náð því. Allir framfaramenn fylgdu stjórninni, og varð svo frumvarpinu framgengt. Fleiri greinir hafa orðið með Prússa stjórn og Sunnféllingum út af bannfæringum og ýmsu fleiru. }>etta er nú að eins byrjun á hinni gömlu deilu, milli stjórnarvalds og kirkjuvalds. Prússastjórn segir að Sunnféllingum' skuli ekki líðast að óhlýðnast landslögunum eðr að hvetja menn til að brjóta þau. Sunnféllingar svara aptr eins og biskuparnir á Englandi svöruðu Hinriki öðrum Englandskonungi 1163, að þeir muni hlýða landslögum, nema par

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.