Þjóðólfur - 26.06.1872, Side 6
134 —
borga kaupmönnum fyrir að verzla við sig. |>að
er og líklegt, ef menn sendi svona vörur sínar
og fengi þær aptr sendar sér, að landar vorir ekki
tæki eins mikið af allskonar óþarfa, sern þeir eru
leiddir, eg vil ekki segja tældir til að kaupa, eins
og nú er. Eg vona að aðrir sem betr hafa vit á
verzlunarmálum en eg, dragi ekki að leiðbeina
löndum vorum í þessu allsvarðandi máli, því að
nú er kominn t(mi til að landar vorir fari að reyna
að hafa sjálfir einhverja uppskeru af blessun verzl-
unarfrelsisins.
í*á er annað atriði í sambandi við þessar
skipaferðir, þótt ekki sé það nærri eins mikils
varðandi og hið fyrra. þér sjáið af greininni sem
eg hefi til fært úr Scotsman, að von er á all-
mörgum ferðamönnum til íslands í sumar. þessir
ferðamenn héðan eru nú að fjölga árlega og þykir
mér vænt um það, því að oss Islendingum er
þeirra koma góð; og eg vona þeir verði miklu
fleiri þegar tímar líða. Nokkur ár hin síðustu
hafa enskir ferðamenn flutt ærna peninga inn í
Noreg og þar sem þeir hafa þúsund, ættim vér
að geta haft hundruð. En það er eins og annað,
það verðr ekki án ómaks eðr fyrirhafnar. íslend-
ingar verða að reyna að láta þá, sem koma, hafa
svo sæmilegan viðbúnað, sem föng eru á, svo
aðrir fælist ekki frá að feta í þeirra fótspor. |>að
fyrsta, sem menn, er ætla til íslands, spyrja mig
um, er, hvort þar sé skytningar eðr gestaherbergi
í Reykjavík. Eg veit varla, hvað eg á að segja,
því að eg skammast mín fyrir að játa, að þar sé
ekkert almennilegt gestahús; og eg veit ekki til,
að staðr, annar en Reykjavík, þótt ekki sé stærri,
, sé til á hnettinum, sem ekki hafi neitt alrnenni-
legt gestahus. það er betra en ekki, að menn
getafengið inni hjá ýmsum staðarbúum; en ferða-
menn kunna lakar við það, halda þeir gjöri átroðn-
ing o. s. frv. Mér sýnist þetta vera velferðarmál
fyrir bæinn og mega ekki lengr svo búið standa.
Eins er eg viss um að fé, sem til þess væri varið,
gyldist aptr með góðum leigum áðr langt um liði.
Eins ætti það ekki að vera óvinnandi að koma upp
einhverri skýlismynd á jdngvöllum og við Geysir,
þar sem ferðamenn gæti legið inni ogfengið mat.
|>að þyrfti ekki að vera svo stórkostlegt og mætti
vera að nokkru leyti torfhús, ef það værivelbygt.
Ekki þyrfti he]dr að hafa þessi hús opin nema
sumarmánuðina. /En væri eitthvað þess konar á
þessum stöðum, mundi það fýsa marga menn hér
að fara til íslands. Ef menn halda, að það sé
ekki nema fylgdarmenn, hestaeigendr og þeir sem
leigja ferðamönnum herbergi, sem hafa gott af
komu þeirra, þá er það misskilningr. Enskum
ferðamönnum þykir gaman að, að koma heim með
einhverjar menjar þeirra staða, þar sem þeir hafa
verið, og kaupa allskonar smávegis hluti. Eg er
viss um að þeir vildi kaupa ýmislega íslenzka hluti,
ef þeir sæi þá, svo sem allt sem til kvennbúnað-
ar heyrir, ofin sokkabönd og styttubönd, útprjón-
aða vetlinga, hornspæni útskorna, aska, kistla og
allt annað, sem nokkur útskurðr er á. Síðan
Englendingar fóru að fara til Svissaralands, lifa
þar margir menn á því að smíða og selja þeim
útskorna hluti. j>að ætti einhver Reykjavíkrbúi að
vera svo framtaksamr að gjöra dálítið safn af
öllum þessum hlutum og hafa þá til sýnis, þar
sem ferðamenn ætti hægt með að sjá; því að
miklu heldr keypti þeir hlutinn, ef svo væri að
farið, heldren ef menn kæmi einn og einn, hver
með sinn hlut tíl að bjóða þeim. Eitt vil eg og
minna á, og það er að selja hlutina með sann-
gjörnu verði, ekki miklu meira en þeir eru alment
seldir manna á meðal á íslandi, og láta sér meira
umhugað um að geta haft stöðuga sölu, heldren
að fá sem allramest fyrir einhvem hlut einu sinni.
j>að er sjálfsagt, að margir Englendingar eru auð-
menn, en ekki eru þeir allir gjörðir af gulli, sem
þykir gaman að ferðast; eins hafa þeir fullt vit á
að sjá, hvað er sanngjarnt verð, og hvað er of-
verð. Enda mun sanngirni í kaupum og sölum
verða affaradrjúgari, þegar til lengdar lætr, heldr-
en ágirnd og græðgi.
Yðr mun þykja ræðan orðin nógu löng, og
skal nú hætta. Eg hefi masað við yðr rétt eins
og eg mundi hafa gjört, ef eg hefði verið kominn
heim til yðar. Ef yðr sýnist það ekki þess vert,
að það komi á prent, treysti eg yðr til að láta
það ekki fara lengra. Jón A. Iljaltalín.
Dómr yfirdómsins
I málinu: H. Kr. Friðriksson (skólakennari) gegn
hreppstjóranum í Mosfelssveit.
(Opp kvetiinn 2 d. Aprílmán. 1872. Áfrýandi (H. Kr.
I'r.) Iiélt sjálfr nppi sdkiiinni bæíli fyrir beraílsrttti og
yflrdilmi; enir stefndn hreppstjórar vöríln sig sjáliir fyrir
hferaíisrótti, en procnrator Páll Melsteíi fyrir yflrrátti).
„Jioss skal fyrir fram geti%, a% mál þetta er rangíega
höfþaþ sem pólitíréttarmál, en þar sækjandannm hafíii verit)
heimilt ab höfbá þab sem gestaróttarmál, og mebferb þess þá
hefbi orbib hin sama, virbist ekki næg ástæba til fyrir þessa
sök ex offico ab dæma alla mebferb þess í hórabi ómerka.—AÍ>
öbru leyti er máli þessn þannig varib, ab hinir stefndn hrepp-
stjórar í Mosfellsveit, Gubmnudr Einarsson í Mibdal og
Halldór Jónsson í þormóbsdal tókn vetrgamian hrút, er í