Þjóðólfur - 29.08.1872, Síða 4

Þjóðólfur - 29.08.1872, Síða 4
— 164 — samkynja orðin leika á vörum nálega hvers búð- arsveins 'hér í Vík, og hvers þess manns annars, er heldr fast við hina fornu trú, eða þá trúir því eina er yfirboðarar hans, «höfðingjarnir» og þeir skriftlærðu* trúa, að vér Islendingar lifnm, erum og hrærumst í «Danskinum», a ð alltvort ráð sé í hans hendi, að engi verzlun, engir aðfiulningar geti orðið oss til þrifa eðr nota nema það komi til vor frá Iíhöfn eða K.hafnar-leið, a ð fyrir ís- lendingum sé ekkert ráð ráðið, a ð engi viðreisn þessa lands engar framfarir sé hugsandi né form- andi, nema þær sé bollalagðar frá fyrsta, niðrlagð- ar og afráðnar innan hinnagömlu kanselímúra þar f Höfn. «En liefndardagrinn eptir er», svo framt for- sjónin vill láta Oss eiga nokkurrar viðreisnar að bíða úr þeim politiska undirlægjuskap er þessi síðasta gjörð Danastjórnarinnar keyrir oss niðr í, þóað þeir hinumegin teli víst að hér hafi þeir nú þá botngjörð rekið á niðrlægingu vora og ósjálf- ræði er vér aldrei fáum af oss sprengt, þar sem nú sé verr komið öllum vorum hag heldren orðið hefði, þóað íslendingar hefði gengið að afarkosta- og niðrlægingar-boðunum í þjóðfundar-frumvarpinu 1851. «þarna hafið þér þessa 20 ára politik Jóns Sigurðssonar sem þér hafið fylgt, og hennar á- vexti»! hrópa þeir hinumegin til vor og halda svo á lopti, hrista og skaka framan í oss þessu erind- isbréfi «hölðingjans». Vér munum hvorki blikna né blána fyrir þessum látum ráðherrastjórnarinnar og hennar fylgifiska; engum lslendingi verðr það. Vér kunnnm allir, guði sé lof, að gjöra greinar- mun á náttúrlegum politiskum réttindum sem bygð eru á sögunni og sem endurnjuð eru og staðfest með fyrirheitum og factiskum framkvæmdum ein- valdskonungsins, frá því gjörræði, yfirgangi og rángindum samþegnanna, sem hér er beitt svo afdráttarlaust og íósvífið; vér getum æfinlega þakkað það undanfarinna 20 ára politik dönsku stjórnarinnar gagnvart íslendingum, að þessi grein- armunr er oss nú full-ljós orðinn. Svo að þeim mun seint takast það héðan af að gjöra oss svo blinda og tilfinningarlausa, að vér bcrum eigi fullt skyn á þenna greinarmun, að vér eigi finnum, hvort af þessu það er sem að oss snjr og við oss er beitt. Vérkunnum einnig að vísu greinarmun á hinu tvennu : pólitiskum réttindum í sambandi með þeim grundvelli, sem þau réttindi byggjast á, og á f e i ð þeirri eðr þeim útgangi, er vissastr sé og óhultastr og bcinast liggi við, til þess að fá þeim enum sömu pólitisku réttindum fast gildi og fulí- an framgaug. Byrðingrinn getr verið eins traustr og óbilugr fyrir það þóað ofhlaða megi; hestrinn eins traustr og áreiðaelegr fyrir það þóað ferða- maðrinn beini honum út af beinustu leið og hitti svo fyrir torfærur nokkrar, þar sem ýmsar götur liggja út úr, sín í hverja áltina. Nú er það víst, að «Danslcrinn» hefir aldrei neinn greinarmun gjört á þeim pólitiskum grundvallarreglum, kröf- um vorum til jafnréttis við samþegna vora í Dan- mörku, sem herra J. S. og þjóðernisfiokkr íslend- inga hafajafnt og stöðugt haldið fram og afdrátt- arlaust síðan (á þingvallafundinum) 1848, — á þessu hefir «Danskrinn» engan greinarmun viljað gjöra frá hinu, h v e r n i g politik vorri hafi stefnt verið eðr henni verið beitt hin siðustn árin eink- um síðan 18G5, og það þó mest fyrir vélar og marklaus hilliboð stjórnarinnar sjálfrar; vér mun- um eptir enni konunglegu fjárhagsnefnd í Khöfn 1861—2, og hvað mikið stjórnin gjörði úr hennar tillögum þegar til korn, og enn eptir stjórnarskrár- frnmvarpinu 1867 og eptir heityrðum og fullviss- unnm konungsfulltrúans á hinu sama. Alþingi. Iiinu verðr heldr ekki neitað, að einslöku menn hér innanlands liafa ekki verið eins hlynnandi þessari pólitisku stefnu herra J. S. uin seinni árin, að því skapi sem víst nokkrir þeirra hafa hald- ið og halda enn í dag eindregið og fast við þær pólitisku undirstöðu-setningar íslendinga, sem við- leknar voru á þingvallafundunum 1848, 1849 og 1850, á J>jóðfundinum 1851, og á Alþingi 1849, 1853 og 1857. Viti menn, «Damhrinn» hefirlíka ætlað að taka sér þetta til inntektar; hann hefir talið upp á, að þessir fáu menn væri hlaupnir undan merkjurn J. S., að jafnvel her politiskr fjandskapr væri kominn milli hans og þeirra, og mundu þeir svo auðunnir að snúa við honum bakinu ogganga í lið með hinum á stjórborða. En vart verðr «Dansl;inum» kápan úr því klæðinu, nema máske með svo sem 3—4 menn, sem þegar eru tapaðir þjóðernis-flokki vorum og vér ætlum sárlitla ept- irsjá í, hvorteð er. Og þóað þeir æpi nú að oss hinumegin og æpi hátt, jafnframt og þeir þykjast sigla beggja- skauta byr, hafa mikinn sigr unnið og sem himinn höndnm tekið með erindisbréfi Landshöfðingja, og með brennivínstollslögtinum, hvarmeð Ilafnar-kaun- mönnum þeirra, — er sljórnin hefir lengstum synt fyrir og borið fyrir brjósti sér,— eru í lófan lagðin í þetta sinn (þ. e. þetta fjárlagaár) þeir söm» 50,000 rd., sem löggjafinn ællaði í landsjóð vorn

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.