Þjóðólfur - 28.09.1872, Page 3

Þjóðólfur - 28.09.1872, Page 3
— 179 — í Reykjavík, og svo víða um Iand hjá vanalegum útsölumönnum rita þessara. — BRENNISTINSNÁMARNIR við Mývatn seldir á leigu (Eptir Ný. Félagsr. XXIX. ár, 209. —2)0. bls.) Alþingi 1869 fékk frá stjórninni álitsmál um leigumála brennisteinsnámanna við Mývatn fyrir norðan (Kröflunáma, Reykjahlíðarnáma ogFremri- náma). Alþing reði frá, að selja námana þá að sinni (18 atkv. gegn 8), en til vara setti þingið upp, auk annara skilmála, að efsvo færi, að nám- arnir yrði seldir á leigu, skyldi ekki legja þá upp á lengri tíma en 10 ár, og fyrir leigu: 100 pund sterl. fyrsta ár, 200 pund st. árlega annað og þriðja ár, 300 pund st. árlega fjórða og fimta ár, og 400 pund st. árlega seinni fimm árin; auk þessa skyldi leiguliði gjalda 10 pund sterl. til prestsins í Mývatns þingum árlega (20 atkv. gegn 1 og 20 atkv.); sem veð skyldi heimta 5000 pund sterl. (23 atkv.) Nú hefir dómsmálastjórnin samið um leigu- mála námanna að fornspurðu Alþingi, og með skil- málum, sem ekki koma nálægt þeim sem þingið setti, heldr eru margfalt lakari. Skýrsla stjórn- arinnar um þcnna Ieigumála er á þessa leið : Eptir að konungr hafði veitt dómsmálastjórn- inni, (eptir uppástungu ráðgjafans) með útskurði 9. Marz, myndugleika til að semja um leigumála námanna, gjörði ráðgjafinn samning 13 Apríl við Alfred G. Locle af Lundúnum (? Southampton) um leigmála brennisteinsnámanna f þingeyarsýslu, þeirra sem eru alþjóðleg eign. þessi legumáli er ætlazt til að standi um 50 ár frá 1. Septembr. 1872 að telja, og skal eptirgjaldið vera 50 pund sterl. fyrsta ár, 60 pund st. annað ár, 70 pund st. þriðja ár, 80 pund st. fjórða ár, 90 pund st. flmta ár og 100 pund sterl. sjötta árið og þar á eptir árlega um þau 44 ár. sem þá eru eptir. Til vissu fyrir, að eptirgjaldið greiðist eptir samningnum, og að farið verði vel með námana, hefir leguliðinn sett 5000 rd. í veð og lagt í prívatbankann í Kaup- mannahöfn. í bréfl dómsmála-ráðgjafans Kleim 6. Júlí er amtmanninum í norðr og austr-umdæminu skipað, samkvæmt þessu, að Iáta halda löglega skoðunar- gjörð yflr námana og afhenda þá leiguliðanum. FÓLKSTALAN ÁÍSLANDI 1 .Oht. 1870, og mann- fíöldinn á íslandi um árslókin 1870. og 1871. Pað er eins og segiríþ. árs Landshagskýrsl- »m (V. ii, 233. bls.) að síðan 1835 heflr verið tekið alment manntal í landi hér fimmta hvert ár, og hefir því verið haldið stöðugt uppi, að tilhlut- un valdstjórnarinnar, þartil 1865; þá féll úrþetta almenna manntal, og var því svo eigi skeytt fyrr en f hitteðfyrra 1870, en þá var slíkt alment manntal tekið eptir tilhlutun stjórnarinnar 1. dag Okt. mán. en tíu ár voru þá liðin frá því að síð- ast var talið fólkið, þ. e. 1. Okt ár 1860. þessi 10 árin milli valdstjórnar-manntalsins, og eins þau 4 árin milli hvers stjórnar-manntalsins þar á undan, þá heflr fjölgun eðr fækkun mannfjöldans i landinu (eins hér sem annarstaðar) verið bygð á þvf, hvert fleiri hafi fæðzt eða dáið hvert árið fyrir sig, og mismunr sá sem hefir þar við fram komið, verið ýmist lagðr við eðr dreginn frá mann- fjöldanum er var um árslokin næst fyrir. Aptr 5. árið heflr fólksfjöldi stjórnar-manntalsins verið lagðr til grundvallar fyrir næstu 4 árin þar eptir o. s. frv. Eptir manntalinu 1. Okt. 1870 var fólkstalan á íslandi (sbr. Skýrsl. um Landsh. V. 245.) 09,763 En þá 3 mán. Okt.—Decbr. s. ár (1870)1 fœddust (karlk. 328, kvennk. 291, samt. 619 en dóu (karlk. 199, kvennk. 152) — 351 Eptir því f 1 e i r i f æ d d i r . . ------ 268 Um árslokin 1870 var eptir þessu mannfjöldinn 70,031 Beri maðr saman við þessa fólkstölu (31. Desbr. 1871)............................... 70,031 mannfjöldann, sem var hér um árslokin 1869 (sbr. þjóðólf XXIII. 22. og Skýrslur um Landsh. V. 101.).................... 69,533 þá hefir Mksfjölgunim árið 1870 verið . 498 En sé við fyrgreinda fólkstölu, er hér reyndist 1. Okt, 1870 ..................... 69,763 borin saman fólkstala sú, er út kom í stjórnarmanntalinu 1. Okt. 1860 (sbr. f»jóð- ólf XVI. 61. og Skýrsl. um Landsh.HI. 189) 66,987 þá kemrfram, að á áratugnum frá 1. OkL 1860 til 1. Okt. 1870, hafl mannfjöldinn vaxið eðr aukizt hér um . . . . 2,776 þ. e. um 277.6 árlega að meðaltali. Vér höfuin nú, eins og fyrri, fengið frá bisk- npsdæminu yfirlit yfir fœdda og dána, fermda og hjónabönd hér á landi yfir árshringinn sem leið, 187 1, og er það samið eptir embættis-skýrslum prófasta og presta, er inn ganga til biskupsdæmis- ins. Sé nú hin áminsta fólkslala, er hér var að 1] Fptir embsEttiskýrslum prests og prólasta til biskops- dæmfsios.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.