Þjóðólfur - 23.11.1872, Síða 4

Þjóðólfur - 23.11.1872, Síða 4
— 12 — hrepp og Grindavíkrhrepp komu hvorki kosnir fundarmenn né bréf. Eftir skýrslum, sem voru lagðar fram á fund- inum, hafði kláðans við síðustu skoðanir ei orðið vart annarstaðar en á 3 kindum hjá Jóni bónda Ilalldórssyni á Suðrreykjum í Mosfellssveit. f>eir 3 hreppar, sem sendu fundinum bréf, af tóku að öllu að farga öllu fé í haust, en frá 3 hreppum hafði fundrinn enga vissu. Úr Árnessýslu komu boð um að föl mundu verða 1800 fjár við sann- gjörnu verði, ef fargað væri öllu fé í Gullbringu- sýslu að minsta kosti. Eftir þessum kringumstæðum þótti eigi í mál takandi að farga öllu fé í Gull- bringu- og Kjósarsýslu á yRrstandandi hausti. Létu fundarmenn í Ijósi, að þeir vildi á allan hátt styðja að því, að þeim kláðavott, sem enn yrði vart, yrði sem fyrst útrýmt. f>ótti likiegt, að því yrði lokið um næsta nýár, og var þingmanni Kjósar- og Gull- bringusýslu falið á hendr að útvega skýrslur um heiibrigðisástandið þá, eða í janúarmán. næstkom- anda. Ef svo reyndist, sem menn væntu, að kláð- ans yrði þá ei vart, var svo ráðgjört, að utanhér- aðsmönnum gæfist kostr á, að senda menn á sinn kostnað urn það svæði, sem þeir hefði grunsamt, til að rannsaka heilbrigðisástandið, en að yfirvaldið væri beðið að annast um, að sýslubúar hindruðu ekki rannsókn þessa á nokkurn veg. f>annig ætla eg rétt skýrt frá því, sem fram fór á fundinum, en skýrsla sú, sem skrásett var, er í láni bjá þingmanni Árnesinga. Gorbnm, 19. Nóv. 1872. Pórarinn Böðvarsson. Yér skulum leiða hjá oss að kveða upp álit urn þenna Hafnarfjarðarfund að svo stöddu. f>eir hafa sumir haft það eftir fundarstjóranum, að fundr- inn hafi <• orðið niðrstöðulaus» eða því sem næst; — skýrslan hér fyrir framan virðist staðfesta, að svo hafi verið; og sömu skoðunar ætlum vér að ýmsir eða flestir þeirra, erá fundinum voru, utan sveitar, hafi einnig verið. f>að var nú hvorttveggja, að vart mundi hafa hafzt fram algjörðr niðrskurðr nú að þessu sinni, hvað vel sem fundrinn hefði sóttr verið, enda sá það á, af því hve dræmt þeir sóttu fundinn, er engi kom þar úr þeim 3 hreppunum fyrir austan fjallgarðinn, eins og Árnesingar, þar .á Ilúsatófta- fundinum 15.'f. mán., ætluðu að hlutast til um, og engi nema úr 2 hreppum, af 8, f gjörvöllu Kjalarnesþingi, — vér teljum eigi þótt nokkuð margir kæmi þar að auki ( ljós af Álftanesi og úr Hafnarfjarðarkaupstað, en gjörðu eígi annað en að koma og fara, og ganga svona út og inn, — af þessu sá það á, að niðrskurðar-hugsunin var eigi síðr mótstæðiieg þeim, er hvorki sendu menn né bréf á fundinn, heldren þeim í hinum 3 hreppun- um, «er sendu bréf og af tóku að öllu leyti að farga öllu fé í haust». Eftir því, sem í skýrslunni segir, hefir fundr- inn ráðgjört að hér yrði allt fé allæknað sunnan- fjalls, þar sem kláðagrunr væri, í Janúarmánuði næstkomanda; fundrinn hefir verið þar næsta trú- arsterkr; en naumast getr hann né neinn bygt þá trú á reynslunni að undanförnu. Hér neðanfjalls hefir reyndar eigi orðið kláðavart neinstaðar nema í Mosfellsveit, en þar fanst líka víða vottr eða svona í kind og kind milli rétta og vetrnótta. Mosfell- sveitingar hafa nú sjálfir gjört samtök með sér til reglulegra og skipulegra lækninga með valziskum baðlyfum, samt frumvarp til reglugjörðar um þetta, sett 7 manna nefnd liinna beztu og aðkvæðamestu búenda, er þeir hafa sjálfir kosið, og hefir nú yfirvaldið samþykt og staðfest nefndarkosningtma og reglugjörðina eftir litlur breytingar á einstöku grein, og fremr til bóta eflir {>ví sem þeir játa sjálfir. Hver búandi skal baða allt, fð sitt einu sinni, fyrir jólaföstu, undir umsjá eins eðr fleiri nefndarmanna, og má og skal kæra hvern þann til sekta, er óhlýðnast eðr undan dregr. Finnist þar eftir kláðavottr í nokkurri kind, skal enn baða allt fé þar á bæ. lfláðavottr kom þarað auki fram framanverðan f. mán. í einni kind af 15—20 alls hjá fátækum búanda einum á nýbýliskoti hjá Elliðavatui (þar á bæ kvað engi sauðarklauf vera til). Hreppstjór- arnir (í Seltjarnarneshrepp) kærðu það fyrir yfir- valdi sínu, og kváðu búanda þessurn naumlega trúanda fyrir að lækna. Sýslumaðr skipaði þá hrepp- stjóra með bréfi 13? f. m. að taka af honum allt féð, og láta lækna örugglega á hans kostnað; en þetta vildi búandi eigi þýðast, heldr tók hann það ráð að farga öllum þeim kindum sínum. (Löystjórnarbrefið 12. Seftbr. 1872 til ritstjóra þjóðólfs, yfirréttar-procurators Jóns Guðmunds- sonar. (Nií)r)ag frá bls. 3 — 5). Lögstjórnin hótar ritstjóra f>jóðólfs því, að skilnaði eðr í niðrlagi bréfsins, og segir að hann skuli eiga vist, að procurator-embættíð við Lands- yfirréttinn, sem hann er settr í, skuli verða af honum tekið viðstöðulaust, undir eins og hann gjöri sig sekan næst, að viðlíka ótilhlýðilegri aðferð.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.