Þjóðólfur - 08.02.1873, Síða 6
— 58 —
Útgjöld: rd. sk.
1. Fyrir prentnn (litr b).................1 43
2. Eftirstöðvar:
a, í skuldabrísfum, móti veði og 4%
arðberandi, litr c . 4297rd. 40sk.
b, óborgaðir vextir, litrd. 95— »—
c, hjá gjaldkera . . 102— 12— 4494 52
Samtals 4495 95
Reykjavík, 1. Júlí 1872.
Jón Pjetursson.
SKÝRSLA
um aðgjörðir sýslunefndarinnar í Ttangár-
vallasýslu í málinu um brúargjörð á |»jórsá
og Ölfusá.
Á sýslufundi að Stórólfshvoli 21. Maí næstl.
var borin upp uppástunga um brúargjðrð á f>jórsá
hjá þjótanda, eins og áðr heÐr verið frá skýrt, og
fylgdi þarmeð lýsing kunnugra manna á hinum
fyrirhugaða brúarstað, og bar mönnum saman um,
að hér væri fyrst um það að ræða að vita vissu
sína um, hve mikið fé mundi til þess þurfa; en
þareð brúargjörð á f>jórsá hlyti að draga eftir sér
brúargjörð á Ölfusá, til þess að koma að fullum
notum, og ætla mætti, ef hún kæmist á á öðrum
staðnum, mundi hún lfka með tímanum komast á
á hinum, og með því móti mundi fleiri kraftar
sameinast, þótti réttast, að skoðunargjörð og á-
ætlun um kostnaðinn væri fengin um brýr á báð-
um ánum, á |>jórsá hjá f>jótanda og á Ölfusi hjá
Selfossi, því það munaði minstu með kostnaðinn,
en gæti síðarmeir sparað fyrirhöfn og kostnað, þó
það væri líklega ráðlegast, þegar til framkvæmd-
anna kæmi, að brúa eystri ána fyrst, til þess fé-
lagskapr manna héldist saman, þar sem Rangæ-
ingum er lík nauðsyn á báðum brúnum en Ár-
nesingum einungis á annari.
Til þess að greiða fyrir málefni þessu bæði
utanhéraðs og innan var kosin 9 manna nefnd,
eins og áðr er frá skýrt, nema hvað Skúli prestr
Gíslason heflr siðan verið kvaddr í ncfndina eftir
uppástungu sýslumanns, er sjálfr skoraðist undan
þeirri kosningu sem á hann féll.
f>ann 17. Júnínæst á eftir hafði nefndin fund
með sér að Stórólfshvoli, kaus hún sér þá for-
mann úr sínum flokki, alþingism. Sighvat Árnason
til að stjórna fundum og öðru þarað lútandi framv.
En viðvíkjandi málinu sjálfu komst nefndin að
þeirri niðrstöðu, bæði að leita aðstoðar stiptamts-
ins um að fá, fyrir tilhlutun stjórnarinnar, fyrst og
fremst áreiðanlega skoðunargjörð á hina fyrirhug-
uðu brúarstaði og áætlun um kostnaðinn, og í öðru
lagi, að setja sig í samband við Árnesinga og
skora á þá til samtaka og samvinnu f málinu. Til
þess að rita Árnesingum um þetta samstundis,
voru valdir 3 af nefndarmönnum, og að því búnu
áleit nefndin réttast að rita ei bónarbréf sitt til
stjórnarinnar eða stiftamtsins fyren svar væri komið
frá Árnesingum.
Aftr þanu 19. Sept. næstl. hafði nefndin fund
með sér að Stórólfshvoli; valdi hún sér þá fasta skrif-
ara við fundahöldin og önnur nefndarstörf, prest-
ana sira Skúla Gíslasou og sira ísleif Gíslason.
jþar næst gat formaðrinn þess, að hann hefði fengið
vísbendingu frá merkum manni í Árnessýslu um
það, að málefni þetta mundi fá þar beztu undir-
tektir. Síðan var samið og sent frá fundinum
bónarbréf til stiftamtsins um liðsinni þess við
stjórnina, til að fá áreiðanlega skoðunargjörð lærðra
hugvitsmanna á þeim stöðum sem brúargjörð virð-
ist tiltækilegust á fjórsá og Ölfusá, og áætlun
þeirra um, hvernig ætti að haga henni og hvað
liún mundi kosta, á hverjum staðnum um sig, og
að það hlutaðist til um, að sá kostnaðr sem þar
af leiddi, yrði borgaðr af opinberu fé, annaðhvort
endrgjaldslaust, eða móti því endrgjaldi sem stift-
amtið ákveðr, þó svo, að það yrði ekki meira en
það fé, sem nefndin heflr í hendi, nefnil. llOrd.
sem lofaðir voru á fundinum 21. Maíp og undir-
gengist að skyldi vera til taks hvenær sem nefndin
krefði, því meiru gæti nefndin ekki lofað; og meðan
málið er ekki lengra komið áleiðis, áleit hún líka til-
gangslaust,að ráðgjöra endrgjald í hlutabréfum í brún-
um sjálfum. Nefndin tók það fram, að hún heflr borið
mál þetta undir ýmsa menn hér í sýslu, í Árnes-
og Gullbringu- og Skaftafellsýslum og í Reykjavík,
og að þeir hafi yfir höfuð að tala tekið vel undir
að styrkja fyrirtækið, annaðhvort með hlutabréfum
eða gjöfum og tillögum, en þó jafnan með þeim
fyrirvara að áreiðanleg áætlun lærðra hugvitsmanna
væri fyrst fengin fyrir því, hvort verkið væri kleyft
með þeim tilfæringum sem hér yæri, og kostnaðr-
inn á hverri brúnni um sig ekki meiri en svo,
að hann væri ekki kröftum vorum ofvaxiu. En
sem stendr hefir nefndin ekki annað fé fyrir hendi
en þá úðrnefndu 110 rd., og er auðvitað, að þó
hún vildi helzt óska að þetta lítilræði gengi til
brúarsmíðis á f>jórsá, þá vill hún þó heldr leggja
það til kostnaðar þess, sem af skoðunargjörðinni
flýtr, en að hún farist fyrir, því þá er fyrirtækið
auðsjáanlega fallið niðr.
|>óað nefndin áliti sig ekki bæra um að gjöra
j