Þjóðólfur - 26.02.1873, Qupperneq 5
— 65 —
lærisveina vatnsveitingamanns Jörgensens, Sigurð
og Ólaf, helming af kaupi þeirra, svo framarlega
sem bóndinn héldi þá að vatnsveitingum að minsta
kosti 8 daga með þremr öðrum verkamönnum,
eða með öðrum orðum, ef 32 dagsverk væri unn-
in alls.
Enn fremr skýrði forsetr frá, að ekkert hefði
komið út úr áskorun félagstjórnarinnar til bænda
í sumar (( 35.—36. blaði 24. árs þjóðólfs, bls.
144) viðvíkjandi jarðyrkjumanni Sveini Sveinssyni,
að þeir bændr, sem vildi nota tilsögn þessa
manns, skyldi skýra félagstjórninni frá því, eða
þá fulltrúum félagsins, með því að enn hefði engi
gefið sig fram. Fundarmönnum þótti það svo
mikils varðandi, að fá Svein hingað til að leið-
beina bændum í ýmsum greinum búnaðarins, að
félagsstjórninni var gefið vald til, að verja allt að
150 rd. til þess að halda hann hér eins árs tíma.
Skorum vér því hérmeð enn á bændr, sem vilja
nota tilsögn þessa manns, að bera sig sem allra
fyrst upp annaðhvort við félagstjórnina eða full-
trúa félagsins.
Að siðustu gengu 2 menn í félagið. Fleira
gjörðist eigi markvert á þessum fundi.
Reykjavík, 12. Febrúar 1873.
Felagstjórnin.
ÚTDRÁTTR
úr reikningunum yfir þjóðvegagjaldíVestr-
amtinu árið 1871.
Tekjur.
1. Eftirstöðvar frá fyrra ári: rd. sk. rd. sk.
o. í Mýra- og ilnappadalssýslu 44 2
ó. - Dalasýsln..................13 47
c. - Barðastrandarsýslu . . 292 28
d. - Strandasýslu .... 92 62 442 43
2. fjóðvegagjald árið 1871:
a. í Mýrasýslu................ 197 27
ó. - Snæfellsnes-og Hnappad.s. 305 78
c. - Dalasýslu.................180 16
d. - Barðastrandarsýslu . . 218 84
e. - ísafjarðarsýslu .... 322 39
f. - Strandasýslu . . . . 164 67 1339 23
3. Samkvæmt athugasemdum amtsins um
eldri reikninga og Itarlegri skýrslum
sýslumanna ber hér að telja með tekj-
um : rd. sk.
a. í Barðastrandarsýslu . . 79 17
ó. - ísafjarðarsýslu . . • • 34 » (43 17
4 Sektir fyrir að óhlýðnast vegabólatilskip. 1 32
Tilsamans 1946 19
Útgjöld.
1. Borgaðar skuldir fyrir vegabætr, sem gjörðar
höfðu verið undanfarin ár: rd. sk. rd. sk.
f Barðastvandarsýslu . . » » 150 »
2. Borgað fyrir vegabætr gjörðar
árið 1871 :
o. í Mýrasýslu ..... 209 36
ó. - Snæfellsnes-og Hnappad.s. 288 24
c. - Dalasýslu................ 189 66
d. - Barðastrandarsýslu . . 280 63
e. - ísafjarðarsýslu . . . 191 13
f. - Strandasýslu . . . . 113 70 )272 80
3. Eftirstöðvar við árslok 1871:
o. í Mýrasýslu ..... 12 40
b. - Snæfellsn.- og Hnappadalss. 38 38
c. - Dalasýslu................ 3 93
d. - Barðastrandarsýslu . . 159 66
e. - ísafjarðarsýslu . . . . 165 26
f. - Strandasýslu............... 143 60 523 35
Tilsamans 1946 19
Skrifstofn Vestramtsins, Stykkishílmi, 15. Janúar 1873.
Bergur Thorberg.
(Aðsent).
þótt hin nýa Sálma- og messusöngsbók haíi
því miðr enn ekki orðið send til hinna fjarlægari
héraða landsins nema á nokkru stangli sökum vant-
andi milliferða, er vonandi, að úr þessu verði bætt
næstkomandi sumar, og er það því nauðsynlegra,
sem það er almannarómr, að bókinni sé yfir höf-
uð að tala alstaðar vel tekið, að minsta kosti eystra,
vestra og hér syðra, og vér ætlum líka norðan-
lands af flestum þeim, sem hafa getað fengið hana,
því þó einstakar gagnstæðar raddir hafi látið til sín
heyra í Norðanfara, þá heyrist svo margt i Jm
blaði, að ekki er takandi mark^á f>ví öllu, og þótt
þessar gagnstæðu einstöku raddir hafi komið frá
merkismönnum, þá lúta þær mest að ójöfnu stuðla-
falli í hinum eldri sálmum, sem er svo ómerki-
legt, að þessir góðu merkismenn hefði gjört betr
í að gjöra sig merkilega á einhvern annan hátt.
x.
— VERÐLAGSKRÁRNAR í S u ð r a m t i n u,
er gilda skulu frá miðjum Maimán. 1873 til jafn-
lengdar 1874, eru nú útgengnar frá stiftsyfirvöld-
unum og dagsettar 19. dag Febrúarmán. 1873.
Skal hér auglýsa aðalatriðin^úr verðlagskrám þess-
um hvorri fyrir sig.
I. í Borgarfjurbar, Gullbringu- og Kjósar, Ar-