Þjóðólfur - 09.08.1873, Blaðsíða 8

Þjóðólfur - 09.08.1873, Blaðsíða 8
1G4 lifi Tionungr vor Christian hinn 9.1 spruttu þá upp allir þingmenn og tóku undir, og létu fylgja ný- falt, ómandi húrra, og var gengið af þingi með sama. — f>areð það þóknaðist góðum guði að burt- kalia úr þessum heimi, minn elskulega ektamaka Pétr Ludvig Levinsen, frá mér og 5 börnum, þá finn eg, ásamt þeim 4 sem eru hér á staðnum, mig tii knúða að láta i té innilegt þakklæti til alira fjær og nær sem tóku svo mikla hlutdeild ( okkar stóru sorg, og þeim fjöidamörgu sem fylgdu vor- um framliðna ástvini tii hans síðasta hvíldarstaðar. — Eg vona að eg og börn okkar framvegis verði aðnjótandi þeirrar lifandi þakklætis-endrminningar míns framliðna ástvinar, er þannig kom nú svo huggunarríkt fyrir mig í íjós hjá öllum er hann þekktu. Með virðingarfyllsta þakklæti frá hans syrgj- andi ekkju. Reykjavík, 8. Ágúst 1873. Henriette Levinsen. AUGLÝSINGAR FRÁ PÓSTMEISTARANUM. I. |>að verðr hér með tjáð öllum póstáfgreiðslu- mönnum og bréfhirðingarmönnum, að póststjórn- in hefir samkvæmt 9. grein í tilskipun 26. Febrú- ar f. á. og 23. grein í auglýsingu 3. Maí s. á. tekið að sér flutning á Alþingistíðindunum 1873 og vikubiaðinu »Víkverja«, er nokkrir menn hér í Reykjavík gefa út. Hver póstmaðr á því, eins og sagt er í leið- arvísi fyrir bréfhirðingarmenn 5. grein og leið- arvísi fyrir póstafgreiðslumenn 6. grein, að láta panta hjá sér þessi tímarit, þegar sá, er kaupa vill ritin, greiðir fyrirfram fyrir alþingistiðindi andvirði allra tíðindanna, 1 rd. 34 sk., og póstgjaldið 22 sk., als 1 rd. 48 sk. fyrir Víkverja andvirði þess ársfjórðungs eðr þeirra ársfjórðunga, er kaupandi pantar, 32 sk. fyrir hvern ársfjórðung. Með fyrstu póstferð, eftir að búið er að panta blaðið eðr tíðindin hjá póstmanni, á að senda mér annaðhvort með ávísun á áreiðanlegan mann hér í Reykjavík eðr í reiðum peningum fé það, er greitt er póstmanni um leið og blaðið eðr tíðindin eru pöntuð hjá mér, og mun eg því með itini næstu póstferð senda pósfmanni það, er út ef komið af tíðindum þeim eðr blaði því, er pöntuð eru. |>ess ber að geta, að hver hreppr getrfengið alþingistiðindin kauplaust, þegar greitt er burðar- gjald, og verðr þvf einungis að senda mér 22 sk. fyrir hvert exemplar alþingistíðindanna, er hreppr vill panta. Exemplar af þessari auglýsingu gengr í stað skrár þeirrar, er um er rætt í 23. gr. af augl. 3. Maí f. á., og á það því að liggja á öllum póst- húsum almenningi til nota. Pilststofunni ( Reykjavík, H Júlí 1873. Ó. Finsen. II. — Að póstafgreiðslustaðr sá, er eftir auglýs' ingu 3. Mai 1872 var ákveðið að vera skyldi ú Grenjaðarstað sé nú, vegna kringumstæðannafyrst um sinu fluttr að Helgastöðum auglýsist hér með- Staddr á Friðriksgáfu 4. Júlí 1873. ó Finsen. — Samkvæmt ályktun, er tekin var á Bók' mentafélagsfundi í Reykjavík 29. dag hins sfðast' liðna Júlímánaðar, hefir hið íslenzka Bókmentafé' lag í hyggju að bjóða 500 rdl. verðlaun fyrir samn- ingu á sögu íslands, er nái frá upphafi íslands- bygðar annaðhvort aftr til vorra daga eða um skemra tíma framan af, t. d. aftr að árinu 1000 eða aftr að árinu 1264, með þessum kostum: 1., að ritin sé samin á íslenzku og ætluð al' menningi; 2., að þau sé hreinskrifuð undir prentun; 3., að stærð þeirra svari því, að þær verði ÍO'' 12 arkir prentaðar; 4., að höfundinum er frjálst að dylja nafn sitt, eða senda það á lokuðum seðli, sem fylgi rit' inu og sé með sömu einkunn og það; 5., að rit það, er verðlaunin vinnr, verði eig° félagsins; 6., að ritin sé komin til deildar hins íslenzk9 Bókmentafélags í Reykjavík fyrir árslok 1874; Reykjavík, 4. dag Ágústm. 1873. Stjórn félagsdeildarinnar í Eeykjavík. — Næsta bla%: Föstndag 15 þ. mán. Afgreiðslustofa þjóðólfs: Aðalstræti JG 6. — Útgefandi og ábyrgðarmaðr: Jón Guðmundsson. Prentabr ( preiitsmitlja íslands. Einar pórbarson

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.