Þjóðólfur - 22.12.1873, Síða 2
- 30
sagt frá f>ingvallafundinum, og því, sem gjörðist á
alþingi fyrst framan af. Grein sú, sem hefir þessa
frásögn að færa, er eigi óeftirtektaverð, bæði af
því, að hún stendr í blaði, sem stendr stjórninni
einna næst, og ber eigi óljósan vott þess, hvernig
menn í Danmörku hafa hugsað sér hið «pólitiskti»
ástandið hjá oss ( sumar, og hverjar vonir þeir
hyggjast munu geta gjört sér útúr því. Vér höf-
um snúið þeim kaflanum, sem oss þykir fróðleg-
astr, og er hann á þessa leið:
— — — «]>að var líka áðr auðsjáanlega kom-
«in einhver deyfðt?) i alt ráðlag andvígisflokksins
«(meira hlutans), af þvi að oddviti hans, sem hing-
«að tihhefir verið, herra Jón Sigurðsson, gekk nú
«engan veginn fram með sama ákafa og áðr, og
«hafði hann þegar á þingvallafundinum, þar sem
«hann sem fundsækjandi alþingismaðr tók þátt í
«umræðunum, leitazt við, að berja niðr fram-
«setningu sinnar eigin kenningar um «pólitislet»
«persónusamband milli íslands og Danmerkr, svo
«sem ótímabæra og óhentuga að svo komnu, og
«vakti það mildaundrun hjá hans ærlegu og hrein-
«skilnu áhangendum, sem urðu nú að verja hans
• margra ára gömlu kenningu móti honum sjálfum.
«Á alþingi var hann reyndar eftir vanda kosinn
• forseti, og alt það, sem nú kann að hafa gjörzt
«í leyni(?), er enn þá hulinn leyndardómr fyrir
• öllum þorra manna; en víst er það, að nú eru
«meiri líkur en áðr til þess, að alþingi láti und-
«an, þótt það komi næstum flatt upp á alla, að
«alþingi sýnist nú reiðubúið til, að hverfa frá einu
«ofinu («Extreminu't) til annars, frá hinutn pver-
ubrotnasta mótþróa lil hinnar fullkomnustu und-
KÍrgefni, að minsta leosti í bráð um 6 ára bil«.
--------«Stjórnarmálsnefndin hafði reyndar hald-
«ið persónusambandskröfunni sem aðaluppástungu,
«en undir hendinni var verið að semja við lands-
«höfðingjann(l?) um það, að leggja í reyndinni alt
«málið undir óskoraðan úrskurð stjórnarinnar; —
• sannarlega snöggleg og fáheyrð umskifti; — en
«viðvíkjandi hinum endilegu úrslitum málsins bíð-
• um vér greinilegra tíðinda».
f>að er nú eigi ný bóla, að Kaupmannahafn-
arblöðin tala þannig um hið «pólitiska« ástand
og skoðanir manna hérálandi, að menn vita varla
— að minsta kosti um sum þeirra —, hvort þau
misskilja óviljandi eða rangfæra vísvilandi. Slik
ummæli, sem hin framangreindu, hafa staðið í fleiri
Kaupmannahafnarblöðum, og mætti æra óstöðugan
að ella þau og hrekja ( blööum hér á landi. Öðru
máli er að gegna erlendis; enda hefir þar verið
tekið til máls, til að hrinda hinum röngu frásögn-
nm, og koma inn réttari skilningi. í «Dagbladet«,
sem kemr út í Iíristjaníu, stendr bréf eitt frá
Reykjavík (undirskrifað «Hjörleifr»), sém ritað er
í því skyni, og tökum vér úr því nokkur atriði
eða kafla, sem vér ímyndum oss að lesendum
vorum helzt kynni að þykja eftirtektaverðir:
• Hindönsku höfuðborgarblöð», segir bréfritar-
inn, «hafa reyndar getið um uppástunguatriði al-
«þingis nú í sumar, en með engu,móti getað setið
• á sér, að afbaka þau ekki, og útþýða þau þann-
«ig, að niðrstaðan verðr alveg gagnstæð því, sem
«þau í raun réltri hafa í sér fólgið. ]>að er þó
oheldr svæsið, þegar alþingi stælir i fulla hnefana
«við stjórnina, eins og í þetta sinn, að koma þá
«og segja, að það hafi gefið sig upp á náð og
ónáð».
«Á þingvallafundi þeim, er haldinn var rétt
«áðr en alþingi kom saman, var samþykt stjórn-
«arfrumvarp, er stulllega tók fram þau aöalatriði,
«er menri óskuðu að liöfð yrði fyrir undirstöðu
«til grundvallarlaga íslands. ]>etta frumvarp var
«síðan lagt til grundvallar í meðferð málsins áal-
«þingi, og lauk svo, að þar var nálega í einu
• hljóði samþykt fullkomið stjórnlagafrumvarp, sem
«var í öllu verulegu samhljóða þvi, er alþingi
»hafði áðr farið fram á, en gekk þó feti framar í
«einstökum atriðum, eins og t. a. m. þar sem
«það lætr sambandið við Danmörkti vera persónu-
• samband. Jafnbliða þessu frumvarpi, cr þaunig
«var konungi sent til staðfestingar, samþykli
«alþingi í einu hljóði varauppástilngu viðvíkjandi
«bráðabyrgðar-skipulagi ástjórnarmálinu, með þeim
«hætti, að konungr skyldi að ári komanda gefa
• stjórnarskrá, er veitti alþingi fullkomið löggjafar-
«vald og fjár/orræði; að öðru leyti skyldi fara sem
«næst hinu fyrnefnda stjórnarfrumvarpi, þar sem
• alþingi leyfir sér að taka fram sérstaklega þessi
«atriði:
»a, ]>essi sljórnarskrá ákveðr enga fasta fjár-
«hags-áætlun, en áætlun til hverra tveggja ára
«verðr lögð fyrir alþingi til samþyktar, þegar það
«kemr saman annaðhvort ár«.
«b, ]>essi stjórnarskrá ákveðr, að sérstakr ráð'
• gjafi verði skipaðr fyrir íslands málefni, og ber*
«hann ábyrgð stjórnarstarfa sinna fyrir alþingi”*
«c, Engin gjöld eða skattar til sameiginlegr;l
«mála geta orðið lögð á ísland, nema með sani'
• þykki alþingis».
d, Endrskoðuð stjórnarskrá, bygð á óskerU|,T1
«landsréttindum íslands, verðr lögð fyrir liiö fjórð‘v