Þjóðólfur - 22.12.1873, Blaðsíða 4
32 -
er sagt bún hafi drepið um 50 fjár. það hefir
nú þegar verið ritað svo margt um bráðapestina,
orsakir hennar og lækningu, að oss dettr eigi í
hug, að reyna að skýra það mál betr. En með
því að bráðapestin er svo mikið átumein í búskap
landsmanna, þá viljum vér að þessu sinni minna
bændr vora á, að nota vel ráð þau, sem fram hafa
komið gegn henni, og viljum vér þá einkum roinna
menn á ritgjörðir þær um þetta efni, sem standa
í oHeilbrigðistíðindum*> landlæknis vors J. Hjalta-
líns, sumar eftir sjálfan hann, og sumar eftir dýra-
lækni Snorra Jónsson í 1. ári 8. blaði og 2. ári
5.—6. blaði; ritgjörð Snorra dýralæknis í «Nýjum
Félagsriturn« 30. ári, og ritgjörð herra alþingís-
manns Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, «um
bráðapestina«, þá sem hann lét prenta í vetr. Vér
erum reyndar samdóma þeim mönnum, sem ritað
hafa um sýki þessa, að þau lyf, sem þeir ráð-
leggja gegn pest þessari, sé hin helzlu enn kunnu,
og að mikið megi draga úr henni með þeim lyfj-
um, sem þeir ráðleggja, svo sem glaubersalti, kar-
boliksýru, valziskum böðum o. s. frv. En á hinn
bóginn verðtim vér enn að nýu að minna bændr
á það, að þessi lyf eru eigi einhlít til að rýma
burtu sýkinni úr fé voru, og allrasízt efþau að eiris
eru þá fyrst við höfð, er féð er orðið veikt, og
svona við og við. Ef þau eiga að koma að veru-
legum notum, þá verðr að við hafa þau stöðugt
eflir föstum reglum, og það í tækan tírna, áðr en
féð fer að veikast fyrir alvöru. J>uð er t. a. rn.
alls eigi nóg, að gefa fénu inn glatibersalt einu
sinni á liausti, þá er brydda er farið á sýkinni
hjá því; ef þelta lyf á að koma að fullum notum,
þá ætti að gefa því það inn á liverju hausti, áðr
en brydda fer á sýkinni, og það optar en einu
sinni, og eins mun vera um Iiin lyfin. Vér erum
þeirrar sannfæringar, að öll þan lyf, sem I)r.
Hjaltalín og dýralæknir Snorri haf ráðlagt, geti
talsvert dregið úr sýkinni, ef alúð er við lögð, en
þau eru alls eigi einhlít til að girða fyrir hana,
allra-sízt ef öll alúð er eigi viðhöfð, eða
þótt þau sé þá fyrst við höfð, er sýkin er
farin að drepa, því að það mega víst allir vera
sannfærðir um það, að þegar ein kind drepst úr
pestinni á einhverjum bæ, þá muni fleiri sjúkar
orðnar, og þá er vandhæfi orðið á að lækna þær.
Ifráðapestina verðum vér að telja eitthvert hið
versta átumein í sveilabúskap íslendinga, og svo
lengi sem eigi tekst að stemma stigu hennar, og
hún drepr feð eigi hundruðum, heldr þúsundtim
saman, þá er auðsælt, að féð gelr eigi fjölgað hjá
oss, og því lengr sem hún nær að iiggja í sauð-
fé voru, því verri verðr hún. það er því áríðandi
fyrir fjárbændr vora, að hafa það hngfast, af hverju
pest þessi kemr, og reyna til að girða fyrir or-
sakirnar, svo að hún hvorki verði almenn né skæð.
það vita allir, að hún drepr helzt lömb og vetr-
gamalt fé, en síðr eldra fé, og að hún geisar eink-
um fyrri hluta vetrarins, frá vetrnóttum og fram á
þorrann, en rcnar úr því. Af þessu er þá auð-
séð, að varlega verðr að fara með ungt fé fyrri
liluta vetrarins, og hvers vegna mun hún vera
skæðust á þessum tíma ársins? og við hið unga
féð? það virðist auðséð, að það er vegna fóðrs
þess, sem féð fær þenna tima ársins ásamt öðru,
sem þar er samfara. það skilst sjálfsagt öllum,
að þegar féð er látið ganga úti, og lifa á því einu,
sem það getr tínt af jörðunni, visnum og liálf-
rotnuðum grösum, þá verðr þetta fóðr næsta ó-
bolt, og því óhollara, sem annað fieira bætist við,
svo sem lirím og héla, ýmsar gufur, sem setjast
á grösin og skepnurnar eta í sig með þeimr hasl-
arleg veðrabreyling, og óholt lopt, og, ef inni stendr,
ónógt andrúmslopt; og því meira vinnr þelta á
skepnuna, sem hún er yngri og óharðnaðri. Af
I þessu leiðir þá auðsjáanlega, að það, sem á ríðr,
j lil að verja bráðapestinni, er að sjá um, að féð fái
' nógt, holt og gott fóðr, meðan það er ungt og
J óharðnað, einkum fyrri liluta velrarins, svo að það
i nái fullum kröptum, og veiklist eigi í æskunni; þgð
' cr með öðrum orðum, að lömb og vetrgamall fé sé
tekið á hús og holt hey nógu snemma á haust-
j in, eða um vetrnætr, og beita því út með varhygð
fram á þorra, og mun peslin eigi skæð verða, ef
svo er að farið; enda yrði sú aðferð til þess, að
; fjárslofninn yrði allr miklu hraustari, þar sem
hann veiklast æ meir og meir við haustbeitina,
svo sem margir nota 'nana. Vér búumsl við, að
fjárbændr vorir muni segia, að fóðrið verði of dýrt,
ef þeir noti eigi haustbeitina, sem framast nrá
verða, og það kann að virðast svo í snöggu bragði;
en vér erum sannfærðir mn, að það er eigi rétt
skoðað f raun og veru. Vér verðum að biðja
bændr vora að gæta þess vel, hversu magrt, krapt-
laust og dregið fé einalt er orðið, eirikum ungvið'
i^,* er það er tekið á gjöf, og þegar ungu fé ef
þannig beitt, gefr hverjum einum að skilja, að þn^
aldrei getr náð fullum þroska og kröptum, og er orðið
jafnvel veiklað og veikt þegar á unga aldri,
þá er auðskilið, að það verðr að falla fyrir hverjö
blaki, sem að sækir, og drepast út af. J»að mul1
vera cins varið með skepnurnar eins og mennina>
.1