Þjóðólfur - 19.01.1874, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.01.1874, Blaðsíða 1
S6. ár. 12.—13. Reykjavík, Mánudag 19. Janúar 1874. MINNISVÍSUR UM ÍSLAND (kveðnar erlendis). Heim stefndi sálarsjón, Sjá vildi jökulfrón; Skjótt varð hún skygn ; Ilúmblæan færðist frá, Fannkrýnd i norðursjá Skín eyfold björt og blá í blíðri tign. Iilasir und björgum sveit, Barnið þar sól fyrst leit Faðm móður frá; Ekkert er breytt i bygð, Blika þar vötnin skygð Ásthrein og tær af trygð Und tindum há. Syngur enn lækur sá, Er söng i grænni lág Vor vögguljóð ; Enn breiða út arma fjöll Altrygg und kaldri mjöll, Fegin oss faðma öll Á feðra slóð. Enn gyllir sama sðl Saklausrar æsku ból, Dimm fjöll og dal; Ástar þar bergmál býr, Beljandi fossinn gnýr, Landvættur hlær við hýr í hamrasal. Allir í anda vér Erum á skauti þér, Ljósheiða láð! Sí og æ sé þín mynd Samrunnin hjartalind, Hefist á hæsta tind I>ín heill og dáð. Stgr. Tli. — LANDSHÖFÐINGJASKRIFARINN. Eins og er kunnugt, var með konungsúrskurði 4. dag Maímánaðar 1872 skipaðr iandshöfðingi hér á íslandi frá 1. degi Aprílmánaðar 1873. Vér ætlum oss als eigi að þessu sinni að fjölyrða um stofnun þessa embætlis; það var eigi tilgangr vor; en þaA var annað atriði, sem þó á skylt við það, er vér viljum gjöra hér að umtals- efni, og það er það, að með þeim hinum sama konungsúrskurði, sem vér þegar nefndum, var jafn- framt stofnun landshöfðingjaembættisins skipaðr skrifari við embætti þetla, með 800 rd. launum, er vaxa skyldi um 100 rd. annaðhvort ár, uns þau væri orðin 1200rd, Oss kemr eigi til hugar að segja, að laun þessi sé of há, ef annars em- bættið er nauðsynlegt, en það er það, sem oss virðist geta verið spurning um. Vér þurfum eigi að minna á, að land vort er fátækt, strjálbygt og héc er við marga örðugleika að berjast, og lands- búar geta því eigi lagt fé til almennra eða opin- berra þarfa, nema af skornum skamti, og engan veginn svo sem þyrfti til þess, að nokkuð það verði gjört, sem til verulegra framfara landsins mætti horfa, og því margt það ógjört, sem þó nauð- syn ber til að gjöra, ef framfarirnar eiga nokkrar verulegar að verða. Af þessu leiðir þá, að brýn- ustu nauðsyn ber til, að fara svo spart með fe landsins, og verja þvi svo haganlega, sem framast má verða, og eigi verja svo að segja einum skild- ing til neins þess, scm óþarft er, eða sem eigi miðar landinu til framfara-eflingar. Vér drögum engan efa á, og höfum heldr enga ástæðu til þcss, að landshöfðingi Finsen so oss með öllu samdóma í þessu atriði, og meira að segja: vér erum sannfærðir um, að hann hafi ávalt, síðan hann kom hingað til landsins, viljað haga gjörðum sínum og tillögum þessu samkvæmt, og þótt sumum kunni að virðast, að út af þvi hafi borið einstöku sinnum, þá geta verið ýmsar skoðanir um slíkt, og þegar því landshöfðinginn hefir lagt það til, að konunglegr embættismaðr yrði skipaðr sem skrifari við landshöfðingja-em- bæltið, jafnframt og það yrði stofnsett, þá getr oss eigi annað til hugar komið, en að hann hafi gjört það af þeirri ástæðu, að hann hafi ætlað nauðsyn bera til þess, og það sökum þes9, að 45 —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.