Þjóðólfur - 19.01.1874, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 19.01.1874, Blaðsíða 2
— 46 — hann sem landshöfðingi fengi svo mikið og marg- víslegt að starfa, að hann kæmist eigi yfir það, og þyrfti, auk annara skrifara, einhvern þann mann, sem gæti létt honum afgreiðslu málanna, og að- sloðað hann í því; verið getr, að meðfram hafi sú áslæðan og verið til stofnunar þessa skrifara- embættis, að gjöra landshöfðingjaembættið veg- legra; en þá ástæðu getum vér eigi talið næga; cnda sagði og landsböfðinginn á alþingi í sumar, að, ef reynslan sýndi, að skrifaraembættið væri ónauðsynlegt eða óhaganlegt, skyldi hann mæla með því, að þvi yrði breytt (Sjá alþingistíðindi 1873, I, bls. 286). Vér skulum nú gjarnsamlega kannast við, að vér erum eigi svo gagnkunnugir skrifstofu6lörfum landshöfðingjans, að vér getum nákvæmlega sagt, hversu miklum störfum þar er að gegna; en þegar vér h'tum á erindisbréf lands- höfðingjans, dags. 29. dag Júnimánaðar 1872, get- um vér cigi séð, að störf hans sé öllu meiri eða margbrolnari en stiptamtmannsins voru áðr, og að minsta kosti eigi meiri en svo, að landsböfðingi Fin- sen, sem allir kunnugir verða að játa að er hinn mesti iðjumaðr, geti með hægu móti yfir það kom- izt með venjulegum skrifurum, án þess að til þess þyrfti að 6kipa honum til aðstoðar konungiegan embættismann með föstum og vaxandi launuro, enda fmyndum vér oss, að þessi ritari, eins og hann nefnir sig, hafi eigi verulega létt landshöfð- ingja störf hans enn þá, fremr en hver annar ein- faldr skrifari. Og þessi ætlun vor styrkist talsvert við það, að oss virðist hinn núverandi landshöfð- ingjaskrifari, síðan hann kom hingað í vor, hafa tekizt svo mörg annarleg störf á hendr, sem ekk- ert eiga skylt við embætti hans, að hann hljótí að verja til þess allmiklum tíma, og að embættis- arinir lians geti því eigi mjög miklar verið. Vér viljum alls eigi á móti því bera, að hinn núver- andi landshöfðingjaritari kunni að vera mjög ötull og ótrauðr verkmaðr, eins og vér þykjumst vita víst, að hann sé góðr drengr, og geti því af kastað meiru, en hver meðalmaðr. En þá er vér lítum á það, að liann er einn af útgefendum «Vikverja», sem kemr út á viku hverri, og eigi að eins það, heldr verðum vér að hafa það fyrir satt, að hann sé aðalmaðrinn, sá maðrinn, sem rilar langmest, eða jafnvel mestan lilutann af því, sem í blaðið kemr, sem einkum annast útgáfu og útkomu blaðs- ins, umbúning þess og útseudingu, og sem þar að auki gelr tekið að sér hvert mál, sem að liönd- um ber, og þau sum umfangsmikil, — þegar vér lítum á alt þctta, segjum vér, þá virðist oss eigi ástæðulaust, þótt margir fmyndi sér, að hann hafi eigi annríkt embætti, og haldi hann uppteknum hætti f þessu efnl, þá er hætt við, að sú skoðun ryði sér til rúms, að skrifara-embætti þetta mætti missa sig. Vér viljum því vekja athygli iands- liöfðingjans á máii þessu, og treystum því, að hann muni minnast orða sinna á alþingi í sumar um þelta efui; því að ef þetta embælti er óþarft, hví skyldi þá landið launa það? Vér sjáum enga ástæðu til, að skipa hér iaunaðan embættismann, til að gefa út blöð eða til að gjörast málaflutn- ingsmaðr. Vér skulum reyndar eigi lofa blöðin hér á landi, eða bera á móti þvf, að góð blöð geli mikið gagn gjört; J>jóðólfr heör áðrlýst því yfir, að blærinn á «Víkverja» væri kurteislegr; enda teljum vér það aðalkost blaðsins, því að satt að segja finst oss ekkert eiginlega varið í «Vík- verja» hans, og hann taka næsta litið hinum blöð- unum fram, sem fyrir voru, og sjáum eigi, að hann gjöri íslendingum neitt verulegt gagn; enda fer það að líkindum, þar sem aðalblaðstjórinn, lands- höfðingjaskrifarinn, hefir aiið alfan sinn aldr, frá því hann var barn, f Danmörku, og getr því eigi verið svo kunnugr háttum íslands, að hann sé 1 fær, um þá að rita; og því erum vér hræddir um, að hann hafi ætlað sér heldr rmkta dui, er liann hefir ímyndað sér, að, öðar en hann sté af skips- Qöl f vor, væri bann fær um að rita með rökum um bagi vora og ástæður, og hvað oss mundi bezt henta, enda er það mjög fátt enn f «Vík- verja», að því er vér fáum bezt séð, er eftirsjá væri að þótt óprentað væri, eða sem að framförum íslands lýtr; og sumt er það, sem betr væri ó- prentað. Oss finst jafnvel engin föst stefna f blaðinu, enn sem komið er; þvert á móti virðist oss stundum bregða fyrir, að það vili tala sem fiestum til geðs, og gæti þá svofarið, að það yrði fáum að geði. Vér ætlum það eigi of sagt, þótt vér segjum, að herra ritarinn gjöri hvorki sjálíum sér, landshöfðingjanum eða iandsbúum neitt veru- legt gagn með blaði sfnu. j>egar til málafiutnings hans kemr, þá eru hér fyrir tveir málaflutningsmenn. Vér efumst afi3 eigi um, að herra ritarinn sé maðr vel að sér 1 lögum, og þekking hans samsvari í öllu einkunf1 þeirri, sem hann hlaut við embættisprófið, og ^ hann sé því og góðr málaflutningsmaðr; en ®v° lengi sem tveir málaflutningsmenn eru hér skip' aðir, virðist oss enga nauðsyn til bera, að ha01^ sé hinn þriði. þar að auki getum vér eigi 0 því gjört, að oss finst það eiga miðr vel við

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.