Þjóðólfur - 19.01.1874, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.01.1874, Blaðsíða 3
fcunnum því eigi, að landshðfðingjarilarinn skuli að ðþörfu vera að vafsast f málaferlum fyrir aðra, og það jafnvel útlenda menn; enda vitum vér eigi betr, en að það sé nýlega með lögum bann- að í Danmörííu, að skrifstofuþjónar skrifl nokkur réttarskjöl fyrir aðra, hvað þá heldr, að þeir vefist f málaferlum. STIFTSYFIRVÖLDIN og PIIENTFRELSISLÖGIN. í blaðinu »T(minn«, 8. þ. mánaðar, stendr kafli úr bréfi stiftsyflrvaldanna til forstöðumanns prent- smiðjunnar, þarsem þau leggja samþykki sittá skil- mála þá, erforstöðumaðrinn hafði gjört við útgefendr blaðs þessa, um prentun þess í prentsmiðju lands- ins, sem, eins og kunnugt er, þau hafa yfirstjórn- ina yflr, en forstöðumaðrinn hefir, svo sem sjálf- sagt var, ritað ábyrgðarmanninum. í bréfl þessu er svo að orði kveðið, að þau (a: stiftsyflrvöldin) með tilliti til þess ritmáta, sem áðr hafi komið fram í blaði þessu, finni sér skylt, að hinda þetta samþykki þeirri nákvæmari ákvörðun, að þau láti hætta við prentun blaðsins, hve nær .sem er á ár- inu, ef það mót von kynni að taka þá stefnu, að þau sem yfirstjórnendr landsprentsmiðjunnar eigi gæti álitið það sæmandi, að það kæmi út frá þessari stofnun landsins. þessi yfirlýsing stiftsyfirvaldanna þykir oss naesta eftirtektaverð fyrir þá, sem gefa hér út blöð eða tímarit, og láta prenta þau í prentsmiðju •andsins; því að eftir þvf sem oss getr bezt skil- izt, hefir þessi yfirlýsing hvorki meira eða minna í sér fólgið, en að þessi timarit standi undir rit- skoðun (Censur) stiftsyfirvaldanna. þau lýsa því hér með skvrum orðum yfir, að þau geti látið hætta við prentun blaðsins »Tímans«, hve nær *em er á árinu, ef þeim líki eigi blærinn á því, °g hafi þannig háls og hönd yfir blaðinu í heild ginni, og þá einnig yfir öllnm öðrum blöðum eða b’maritum; og þetta segja hin háu stiftsyfirvöld, t*rátt fyrir þaö, þótt fult prentfrelsi sé lögleitt hér á landi með tllskipun 9. dag Maímánaðar 1855, °8 öll ritskoðun (Censur) úr lögum numin. Vér Verðum að játa það, að oss féll allr ketill í eld, Þá ervér lásum þessa yfirlýsingu stiftsyfirvaldanna; tvf aa oss skilst eigi betr en svo, að stiftsyfir- völdin skorti með öUu vald það, sem þau hafa á- sköið sér, með þvf að. það eru dómstólarnir einir, Seni eiga að rneta og skera úr því, hvort hlutað- e'Sandi ritstjóri hafi brötið gegn prentfrelsislög- ,,0um og gengið í berhögg við velsæmi, og sð pessi skoðun rétt, sem vér teljum vfst, þá leiðir I beinlínis af þvf, að stiftsyfirvöldin hafa hér stigið feti framar, en þau hafa heimild til, úr því að það liggr eigi undir þeirra dóm, hvort ritmáli blaðsinssé sæmilegr eða eigi; þau eiga eigi um það að dæma, hvort eitthvert tímarit, sem prentað er í prentsmiðju landsins eftir samningi, er um prent- unina er gjörðr, sé að ritmátanum til í samhljóð- un við prentfrelsislögin eða eigi; það eru dóm- stólarnir, sem eiga úr því að skera; þangað liggr vegrinn, ef útgefandi blaðsins breytir gegn lög- um og velsæmi; eða hve nær hafa stiftsyfirvöldin, síðan prentfrelsislögin komu, leyft sér að grípa svona fram fyrir hendrnar á blaðstjórum? og hefði þó stundum kunnað að þykja tilefni til þess, eigi sízt, þegar »Göngu-Hrólfr« var á ferðinni, og þó var blað þetta prentað mótmælalaust f prent- smiðju landsins; og játum vér, að hafi nokkru sinni verið ástæða til, að hefta prentun og útkomu nokkurs þess blaðs, sem út hefir komið á þessu landi, þá hefði það veriðprentun »Göngu-Hrólfs«; en þvf fór fjarri, að svo væri gjört; en hitt var það, að því var skotið til dómstólanna, að meta hina lagalegu ábyrgð útgefandans fyrir ritmáta sinn. Stiftsyfirvöldin mega muna eftir því, hversu fór hérna um árið, þá er þau heflu þjóðólf upp á sitt eindæmi, og þá voru þó prentfrelsislögin eigi komin út. |>að er hvorttveggja, að hótun stiftsyfirvaldanna við »Tímann« hefir að ætlun vorri verið eigi nógu vel hugsuð, enda göngum vér vakandi að því, að stiftsyflrvöldin muni hugsa sig vel um, áðr en þau beita hótun sinni, eða hefta prentun tímarita þeirra, hvort heldr »Tfm- ans« eða annara, sem þau hafa leyft að prenta í prentsmiðju landsins og" samið um prentun á, einungis af þeirri ástæðu, að blærinn og ritmáti blaðsins þóknist þeim eigi, og því hefði verið betra að hótun þessi hefði aldrei komið fram. |>að má eigi gleyma því, að prentfrelsið er talið einhver hinn mesti dýrgripr hverrar þjóðar sem er, og er svo sem komið sé við hjartað f henni, þegar þvf er þröngvað, og þurfum vér eigi að telja nein dæmi þessu til sönnunar; þau eru al- kunnug. það er alt annað mál, ef prentsmiðjan hefði tekið svo mikið til prentunar, að hætt væri við, að hún kæmist eigi yfir það, þótt stiftsyfir- völdin þá hefði sett þann skildaga í upphafi, að »Tíminn« yrði að sitja á hakanum, ef nauðsyn bæri til, og hún gæti eigi með öðru móti full- nægt öðrum samningum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.