Þjóðólfur - 11.06.1874, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.06.1874, Blaðsíða 2
— 126 — 14. Les en slít ei letrin há, lífs er hvergi endi; aldrei fjkr fis né strá fram úr Alvalds hendi. 15. Hræðstu sízt þótt heljar skafl hrynji á fleygum árum; vakir lífsins eilíft afl undir djúpum bárum. 16. pektu andans eilíf lög undir tímans hjóli; rektu lífs þíns dala-drög dóms aö Uröarstóli. 17. Ó vor þjóö, þitt andans Ijós enn má lítið skilja, — nú er hinstu röðla-rós rökkrið líka að hylja! 18. Ó þú sterka umbreyting! ó þú veika hjarta! Sjá þar deyr við sjónarhring sólarljósið bjarta! 19. þegar hýsir himin-ljós heilög tjaldbúð nætur, hnípir sérhver haga-rós. hiiriininn sjálfr grætr. 20. Vér erum fáein vetrar strá, vökvum ekru tára, nú, er frá oss sezt í sjá sólin þúsund ára! 21. Röðlar gylla Ránar göng, rósatjöldin glitra, heyrum dylla hnattasöng, hörpur gullnar titra. 22. Lífsins móðir, muntu þreytt myrkrið við að etja? Ertu bana blóði sveitt bjarta sigr hetja? 26. Eða brennr biigðun rjóð bjarta hvarma þína óþakkláta yfir þjóð ár og dag að skfna? 24. Ó vor köldu glæpsku gjölcl glata voru hrósi; ó þá fjöld sem öld af öld eyðir Hrottins Ijósi! 25. En vér þráum þó að sjá þína dásemd aptr, draga stráin dupti frá, dýrðar-hái kraptr! 26. þreytzt ei enn í þúsund ár þungu stýra hjóli, meðan sár og mein og tár mæna að Drottins stóli. 27. Kom þú blessað ljósa ljós! lýs þú ísafoldu, alt til þcss er rós við rós rís við prís úr moldu! 28. AUir dagar eiga kvöld, ýmsu háðir láni; gjörum nú er endar öld eins og forðum Máni. 29. Felum önd í helga hönd Hans er ljósið skapti, og úr böndum leysir lönd Hfanda veldis-krapti. 30. Gamlárskvöld er gengið inn — guðleg von oss orni; rís nú ung í annað sinn, íslands þjóð, að morgnil 31. Nætrljósin leiptrum slá lífs frá knarar stafni: — þúsundára sól í sjá svff í Drottins nafni! Hin mikla íatenzka nrSabók meistara Guöbrand' ar Vigfússonar1. Ritverk þetta er að allra þeirra rómi, seú1 vit hafa á, bæði mikið og furðu vel af hendi leyst- Að skrifa nokkurn Itarlegan dóm um bókina, get' um vér hvorki né viljum gjöra, en hitt er sjálf' sögð skylda vorra smáu blaða, að leyna ekki loð þeirra íslendinga, sem vinna tungu vorri og þjá® gagn og sóma á svo mikilvægan hált. t’rír ÍS' lendingar hafa riú um hrið verið búsettir ménn 3 Englandi, eða Skotlandi, allir umkomulitlir í fyrstd og hafandi ekki annan farareyri með sér eða með' mæli frá þeirra fáskrúðugu fósturmold, en fjársjóð" andlegra hæfilegleika. Fyrir Guðs hjálp hafa 0" allir þessir menn borið gæfu lil á hinu nýja, geysi' volduga landi, að ávinna sjálfum sér hylli og vírð' ingu ótölulegra ágætra manna, og jafnvel embætt' og annan frama (tveir eru bókaverðir, og einn het»r náð meistara-nafnbót), og þar hjá hafa þeir nnnið bókmentum tsiands mikið gagn og sóma. EinH' um hefir herra Eiríkr Magnússon skarað fram "r með hinum ágœtu útleggingum sínum (á Þj$' sögunum, Lilju, Grettissögu, Gunnlögs Orrr>st‘ sögu, Egilssögu, o. fl.), þvi hann ritar enska tung"’ að því er enskir menn hafa sagt, á við betri þar' lenda rithöfunda, enda ritar hann allopt grein»r 1 hin nafntoguðustu ritdómablöð í London, og er ekki allra færi. Herra Jóu A. Hjaltalín hefir ein"' 1) Titill bókar þessarar (sem kostar rúma 30 rd.) er ‘l ensku þannig: An Icelandic- English DictionH1't Ilased on the M. S. Collections of the late Kichar Cleasby, enlarged and completed by Gudbrfin‘ Vigfússon, M. A. with an Introduction and kn of Richard Cleasby by George Webbe Da*en D. C. L.; Oxford: Clarendon Press 1874. Þaö ef^. íslenzk-ensk oröabók, bygð á orðasafna-ha»d ^ Rikharðar sál. Cleasby’s, stcekkuð og fullko,nn af Guðbrandi meistara Vigfússyni, meö in»(la ' og œfi Cleasby’s eptir dr. jur. G. W. Do>etl Prentuð í Oxford.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.