Þjóðólfur - 11.06.1874, Blaðsíða 4
128 —
dr. D. getr gengið tii að kalla þýðingu þessa fyr-
irmynd sakir skírleiks og tignar, þýðingu, sem sé
hin lakasta, sem (sland eigi, þegar á alt er litið.
Loks tekr hr. E. M. fáeinar setningar til dæmis,
til að benda lesendunum á rangar þýðingar í bók-
inni, og segir loksins: «Enginn menntaðr maðr
mundi gefa út þetta eina guðspjall (Mattheuss)
nema hann lagaði að minnsta kosti þrjú hundruð
og fimtíu staði í því áðr, og eru þó guðspjöllin
hátiðleg hjá pistlunum*.
Dm orðabókina sjálfa fer hr. E. M. mest-
megnis tómum lofsorðum. Þó tilfærir hann nokk-
ur orð, er honum þykir mega skilja öðru vísi,
ýmist hvað uppruua snertir eða þýðingu. Orð-
ið t. a. m. ostr, ætlar hann ekki (eins og
hr. Guðbr.) að komi af enska orðinu yeast og
hinu fornþý/.ka jest og gest; hann hyggr að ostr
komi af forn-enska orðinu beost og bysting (stund-
um ysting, sem sýnir að b er prœpxum). Orðið
mál í málaspjót, málajárn og málasteinn, ætlar hr.
E. M. sé skylt eða sama og angel-saxneska orðið
mcel, — kross, og heldr mál = kross hafi tíðkað
verið ( átrúnaðarskyni, jafnvel í heiðni. Hann nefnir
og orðið lýrilr, sem hann leiðir af lög; orð (bana-
orð) sem hann leiðir af forn-enska orðinu ord,
orsök (sbr. orðsök, urðr). Vér skulum ekki tína
hér fleira til, en leyfaoss að æskja þess, að mál-
fræðingar vorir, einkum hr. Jón rektor Þorkelsson,
vildi fræða oss með sínum athugasemdum við-
víkjandi þessari miklu orðabók. Getr bókin eins
og höfundr hennar haldið orðsti'r sínum óskert-
um, þótt eilthvað megi að einstöku finna.
DANSKAR MESSUR í REYKJAVÍK. (aðsent.)
Eitt af því marga, er ekki ætti að eiga sér
stað hér á landi, er það, að svo opt eru fluttar
messur í Reykjavíkr-dómkirkju á útlendri tungu,
þar sem söfnuðrinn er þó nálega alíslenzkr, eða
að eins svo I af 200 sem ekki skilr málið? Siðr
þessi er ekki mjög gamall; hann er frá þessari
öld, og sagan til þess, að honum var hér á komið,
er sú, að árið 1805 var hér danskr bæarfógeti, sem
Frydensberg hét, og fyrir hönd Dana, er hér voru
þábúsettir, reit hann bænarskrá til kanselísins, og
æskti þess, að danska guðsþjónustu mætti flytja
annanhvorn sunnudag í dómkirkjunni. Var þá
prestr hér séra Brynjólfr Sigurðarson, og var leit-
að ráðajians um þetta efni, og gat hann þess í
tillögu sinni, að 879 manns væru alls í sókninni,
og af þeim væru að eins 63 danskir; lagði hann
það því til, að eigi yrði optar messað á dönsku,
en 6. hvern sunnudag. Kanselíið ákvað þá íbréfi
sínu til stiptsyfirvaldanna, dags. 1. dag júnímán-
1805, að í dómkirkjunni mætti fyrst um sinn
messa á dönsku 5. hvern sunnudag. Seinna hefir
og það bæzt við, að flytja danska messu annan
dag hverrar stórhátíðar.
Frá því um aldamót hefir fjölgað mjög fólki
hér í sókn, og munu sóknarmenn nú vera um
2500 manns að tölu. Dönum þeim, er hér búa,
hefir eigi fjölgað að því skapi, og eru þeir víst
ekki jafnmargir hér nú, og þeir voru þá. Allir
sjá að það er eigi sanngjarnt, að flytja danska
guðsþjónustu fyrir jafnfáum mönnum, og það því
heldr, sem flestir þeirra skilja íslenzku. Vér get-
um og æflazt til þess, að Danir þeir, er hér búa,
og vilja vera samborgarar vorir, læri svo mál vort,
að þeir að minnsta kosti geti skilið það, enda er
svo um allan heim, að þar sem fáir útlendir menn
I setjast niðr ( einbverju menntuðu landi, verða þeir
að semja sig að siðum þarlendra manna. Þessar
dönskn messur eru mjög svo tilfinnanlegar fyrir
söfnuðinn vegna þess, að svo marga helgi-
daga er öllum þorra sóknarbúa meinað að fara í
guðshús, því bæði er það, að margir þeirra skilja
eigi dönsku, og þeir, er dönsku skilja, eru víst
flestir svo gjörðir, að þeim er kærara að heyra
guðsorð flutt á móðurmáli sínu, heldr en á erlendri
tungu. Kemur þelta sér nú því ver, þar eð kirkj-
an er orðin allt of lítil fyrir sóknarmenn, svo að
hún tekr nú eigi meira en þriðjung þeirra, og
hefir það því opt borið við, að fólk hefir orðið
frá að hverfa fyrir þrengsla sakir, er islenzk
guðsþjónusta hefir verið haldin ; en mjög svo fátt
fólk er í kirkju til að hlýða á hinar dönsku
messur.
Vér ritum línur þessar með góðri von um að
breyting verði gjörð á þessu sem bráðast, eptir
almennri ósk sóknarbúa, að minnsta kosti þeirra,
er unna þjóðerni og máli, og gjörum það því fremr,
sem hinn núvcrandi prestr vor, hefir reynzt oss
svo, sfðan síðan hann kom hér til sóknar, að vér
erum sannfærðir um, að hann vill feginsamleg3
verða að óskum sóknarbúa sinna, einkum er þ#r
miða að því, að afnema það, er óþjóðlegt er og
óþarft. Nokkrir sóknarbúar
(Absent nm) SÍMON BJAItNASON.
(Nibrlag frí bls. 122). Svo koma nú hortittirnir; þeir er"
mí svo vo&alegir, a% þeir ganga fram úr öllu húfl. S(®011
iætr sör ekki nægja eina og ónnur „kristilega þenkjandi" J®'r
skáld, ab hafa safn af smáorþa-hortittnm t. a. m. útt,
o, s. frv. og bregba þeim svo inn í hkr og þar, til Þe9S *