Þjóðólfur - 11.06.1874, Blaðsíða 7
— 131 —
%gr eflaust nokkur sokin hjá tortrygni og j>verúS lands-
ttianna, og nolckra ágætismenn útlenda nefnir saga vor
nieS virðingu og pakklæti, af biskupum Auðun rauða og
Vilkin; af hirðstjórum t. d. Gyldenlöve; af lögmönnum
Gottrúp og fleiri má telja, svo sem hinn guðhrædda og góða
hisltup H a r b ó, og nú á dögum R, a s k o. fl. Konunga
höfum vér oft átt milda og góðgjarna, en oft afskiftalitla
sakir vanpekldngar og fjarlægðar. Hvað nú pjóðlíf isl.
snertir gegnum allar raunir og mæðu seinni tíða, þá \erðr
vor skoðun sú, að raunirnar hafa hvergi sligað kjarna vors
þjóðernis, jheldr einmitt varið hann. Raunirnar
hafa vissulega oft tafið vorar framfarir og gjört oft góð-
um mönnum hnekki, þær hafa stundum „aðþrengt oss á
alla vegu“, on ekki hreift við hornsteinunum. Yér höfum
að vísu stundum setið líkt og Job í sekk og ösltu og
skafið vor ltaun með skeljabrotum, en við alla vora plág-
ara hefir Forsjónin sagt: „Alt nema lífið máttu taka; það
máttu ekki snerta“. Haii þjóð vorri vcrið mótlætið óholt,
þá má sama segjá um meðlætið: mótlætið vekr hin innri
öfl mannsins, kveykir trú, sálarþrek og félagsskap, en of-
toikið meðlæti heflr oft haft gagnstæða verkun á menn og
þjóðir. En það eru á hinn bóginn hvorki meðlætið tómt
né mótlætið tómt, sem rœðr hnignun og framförum þjóð-
anna, heldr margar innri og ytri ástæður til samans, sem
mætast eins og öfl sögunnar eða tímans. Optast er það,
aö þegar ein þjóð hnýgr eða stígr, hnýga eða stíga fleiri.
Svo er og nú á vorri öld: nú er framfaraöld fyrir þjóðir
og þjóðerni. En vér eigum enn eftir tvö atriði:
það eru morkismenn vorir og þeirra verk.
Hinir ágætu landnámsmenn eru eins ogþjóðlegar fyrirmyndir
enn í dag, eins og helgar öndvegissúlur eða hornstafir í
mannorðsmusteri þjóðarirmar, og voru þeir það þó enn
fremr hinar fyrstu aldir. Fátt er indælla en að athuga j
og skoða það m i k 1 a m a n n v a 1, sem bygði þetta land
á sögu-öldinni. Að vísu dylst oss ekki, að margt, einkum j
þjóðlífið sjálft, er gjört fegra og fullkomnara en það var eða j
gat verið; oss dylst ekki, að þrátt fyrir mannfrelsið bjuggu j
hér þrælar með frjálsum lögum, og að þrátt fyrir hin fijáls-
lyndu lög, rikti oft harðstjórn í héruðum og hnefaréttr.
Oss dylst eigi að vor g u 11 ö 1 d, var heiðin eða hálf-
kristin miðöld, óg engan vogin fullkomin, hrein og heilög.
En það sem ekki heldr dylzt er, að þessi öld var ágæt á
þeim tfma, full afhetjulífi, frelsi og frama. þá bjuggu
hér á öðrum hvorum bæ spekingar og stjórnvitringar, skáld
°g lagamenn, hetjur og íþróttamenn, konungsmenn og
kaupmenn: Gestr spalci, Ljótr, Ósyífr,Hafr ogNjáll;
Þórðr Gellir, Snorri, Skapti, og Einar pverær-
ingr; Egill og aftr Egill, þessi tröllmynd kosta oglasta
rinna daga; Hallfreðr, Sighvatr, þorleifr, Gunnl. Ormstunga,
Arnór jarlaskáld ogmargir aðrir í skáldaftolcknum. Og svo
aWar hetjurnar: G.unnar ogKári, Gísli og Hörðr, Glúmr
°g Skarphéði’nn, ogloksins: Grettir, sem látinn er enda
hetjuöldina'. Ogennverðr að nefna fáeina, svo sem þor-
vald vlðförla, þorgeir, Gizur og Hjalta og hið dæmafáa val-
,Qonni H a 11 a f S í ð u. Allir þessir menn og þvílíkir,
varla er hægt að telja, voru fyrirmyndir fram á Sturl-
ll Vib (i t« I u helir þjððiu Ingt ástfóstr, eins og við
M,'n síðasta hetiuson; hami er hafltin npp í röð tneð hinum
,0rnu sagnahetjum; í honum heflr þjóðiu speglað hetjustríð
'"“i «gin lifs; hanu fæst við tröll og óvætti, og fellr loks
forneskju. Svo vnr og nær farið fyrir þjóð haus.
ungaold og lengr, enda geymdist sagá þeirra svo vel, að
hún æ fríðkaði meir og fullkomnaðist í meðferðinni. Slík-
um mönnum áttu þá liinar fyrri kynslóðir að þakka þjóð-
erni sitt. En hinar síðari og vör, eigum lítið minna að
þakka þeim, sem sögurnar settu saman. Vér gátum áðr
um, hvílíkan fjársjóð vér eigum í Landnámu, en sama má
segja um allan sögufróðleik vorn. þeir menn eru
til nú á dögum sem meina að vér eigum enn nóga mennt-
unar-uppsprottu í sögum vorum og þurfum lítið annað að
læra. Langt sé frá oss að skrifa þar undir, en vér ját-
um, að þessi hin ágæta bókfræði sé eitt af þeim aðal at-
riðum, sem varðveitt hafa þjóðemi vort og viðhaldið vorri
einkennilegu þjóðmoðvitund. Hinir fyrstu biskupar, og
fram að lokum 12. aldar, voru allir ágætismenn, on mest
skara þessirframúr: ísleifr ogGizur, Jón helgi, þorlákr
helgi, Páll og Brandr Sæmundsson; Ara og Sæmund
fróða, Markús Skoggjason og höfðingjana Hafiiða Mársson
og Jón Loftsson, er nóg að nefna. Á 13. ökl teljum vér
beztu menn Rafn á Eyri, Brand biskup, Gunnlaug munk,
og svo þámiklu frændr Snorra og Sturlu þórðarson
o. s.frv. þá voru og uppi kappar miklir og harðsnúnir og
teljum vér þó fáa þeirra merldsmenn, nema þórð kakala
og Rafn Oddsson; hann og Arni biskup (Staða-Ámi)
hafa verið atkvæðamestir landstjórnarmenn á landinu, að
fráteknum hinum fyrstu biskupum. Á 14. öld nefnum vér
Hauk lögmannn og sira Einar Hafliðason; Lárentius, Egil
og' Árna Helgason bislcup. Svo koma nú óaldartíðirnar
miklu, huldar voða og þögn. Hinir merkustn menn, sem
annálar tala um frá dögum Lárentiusar biskups, mibri 14.
öld til siðaskiftanna, eru þessir: Grundar-Helga, þorsteinn
lögmaðr Eyólfsson, Björn Jórsalafari, Loftr ríki, Ólöfríka,
Yatnsfjarðar-Kristín, Finnbogi lögmaðr, Jón Maríuskáld,
BjÖrn Guðnason og Jón lögmaðr Sigmundarson; af klerk-
um mætti nefna Amgrím ábóta, Eistein munk, sem orti
lilju, og biskupana Villcin, Svein spaka, og máske Stefán
biskup. Nefnum vér fyrir því þessa menn, að þeir sýnast
helztu menn sinna tíma, því við tíma sinn verðr að meta
menn. Á siðabótaöldinni kemr aftr fjörkippr í þjóð vora
með J ó n i Arasyni, sem ber eins og hálfa öldiua, því hanu
byrjaði í orði og verki nýtt stjórnarlíf, vísinda- og fram-
kvæmdarlíf í landinu, og var þó kaþólskr. það er ekki kyn,
þótt hann yrði þjóðlegr hjáalþýðu; þess er getið bæðium
Guðbrand bislcup og Brynjólf, hina merkustu biskupa á
næstu öld eftir, að þeir í kyrrþey hafi mjög mikils metið
þennan ramkaþólska, ólærða og róstusama biskup; hefir
þeim gengið alt hið sama til þess og alþýðu. Menn hafa
þekt forn þjóðareinkenni á honum, hetjuskap, drengskap og
frjálslyndi. þó er það oinlcum það atvik, að hann féll með
sonum sínum fyrir hinu danska valdi, scm meir en breiddi
yfir bresti hans og gjörði hann að þjóðhetju. Aðra merkis-
menn þefrra tíma má nefna, Ögmund bískup, Ara lögmann,
Eggert Hannesson, þorleif á Skarði,og svo sibabótarmennma
Gizurbiskup og Odd Gottskálksson. Á 17. öldinni er Guð-
b r a n d r biskup fremstr, en þar næst Oddr og Brynjólfr
biskupar, þeir Ögrfeðgar, Magnús ogAri og Árni lögmaðr
Oddsson, Árni á Hlíðarenda Gísli Hákonarson og þórðr lög-
maðr; Gísli á Hlíðaronda (Vísi-Gísli) o. fi. þessirvoru aliir
merkismonn á þeirri tíð. En þá hófst og skáldskapr og bók-
vísi. þá voru uppi þoir Arngrlmr lærði og Björn á Skarðsá
og skáldin Hallgrímr Pétrsson og Stefán í Vallanesi.