Þjóðólfur - 21.07.1874, Blaðsíða 2
— 158 -
skál; Jósep læknir Skaftason fyrir minni alþingis;
sýslumaðr fyrir skál landshöfðingja; Jón stúdent
frá Melum fyrir minni herra Jóns Sigurðssonar».
Samkvæmið stóð fram á nótt með góðri skemtan,
söng og dansleik».
Landshöfðinginn var i boði manna við hátið-
arsamsætið á Reynistað; var honum tekið hæversk-
lega og honum kvæði flutt til sæmdar, er Jón
skáld á Víðimýri orti. En hvað þar fram fór eða
annarstaðar sama dag, getum vér ekki frætt menn
uin að sinni.
Hér í Reykjavík heldr þjóðhátíðarnefndin á-
fram af kappi að fyrirbúa hið nauðsynlega. Á
Þingvöllum eru og nokkrir menn við strit og slarf
undir verkstjórn Sverris steinhöggvara en forstjórn
hr. Sigfúss Eymundss. Hr. Jörgensen gestgjafl
heflr fengist til að vera frammistöðumaðr eða veixlu-
stjóri á fingvöllum með tilstyrk hr. E. Zoega og
húsfrú hans. Hr. Geir Zoega og 2 menn aðrir
veita móttöku hettum og reiðskap, sem samkvæmt
ráðstöfun þeirra og annara, verða væntanlega hing-
að sendir úr nálægum sýslum í móti konungs-
komunni.
— SYNODUS var haldin að venju hinn 4. þ.
in. Hinir helztu prestar, sem þar mættu voru:
Ásmundr prófastr Jónsson í Odda, sira Skúli Gisla-
son á Breiðabólstað, sira Stefán Tþorarensen, o.
fl. Sira Stefán hélt fæðuna fkirkjunni Hið helzta,
sem þargjörðist var, að brauðasameiningarnefndin
las upp nokkrar af uppástungum þeim frá pró-
föstum landsins, sem komnar voru viðvíkjandi
sameiningu b.rauða. Hvatti Synodus nefndina til
að halda áfram starfa sfnum f sömu stefnu. Etats-
ráð Þ. Jónasson bað um lausn úr nefndinni, og
var þá f hans stað kjörinn lektor S. Melsteð.
—• Diskup vor> dr. P. Pétursson hóf vfsitatln-
ferð 9. þ. m. yfir efri hluta Árnessýslu, og ætlar
að koma aftr þann 21. þ. m.
— Póstskipið Díana, kapt. Holm, kom hinn
17. þ. m. Með því kom fjöldi manna: hinir helztu
eru þessir: íslenzkir: sira ísleifr Gfslason frá
Kirkjubæ með syni sfnum, er var ytra til lækn-
inga; kand. Björn Jónsson (frá Djúpadal); fröken
Marfa Jónassen; fröken Þuríðr Hallgrfmsdóttir frá
Hólmum ; frú Jörgensen. Stúdent fíjörn Stephen-
sen (Etatsráðs.) Danskr vfsindamaör, sem verðr í
föruneyti konnngs vors f sumar, kand. Richard
Kaufmann. (Hann er einn þeirra, sem gefr út:
Dansk Maanedskrift for Romantik og Ilistorie).
¥
F r á N o r e g i: Fjórir sendimenn (deputu-
tion) frá stúdentum og Samlaginu i Noregi: 1.
hið nafnkunna skáld og fslands vinr, Kristoffer
Jansen (frá samlagsvinum vorum). 2. Nordal
Rolfsen, skáld, (komin frá hinum fraiga biskupi
og skáldi N. Bruun). 3. Birgir Kildal, formaðr
stúdentafélagsins í Kristianíu. 4. Gustav Storm
sögufrœðingr. Hann hefir ritað meðal annars
verðlaunarit um Snorra Sturluson. 5. Nygaard,
adjunct og vísindamaðr frá Kristianssandi.
Oss þykir óþarfi að mæla sér í Jagi fram með
þessum og þvílíkum gestum. Allir góðir menn
eru oss af hjarta velkomnir við þetta tækifæri, en
slíkum er sjálfboðið. Skulum vér og geta þess
hér, að von er á herskipi frá Noregi til heim-
sóknar við oss, korvettunni Norðstjarnan.
Frá Englandi, Pýzkalandi og víðar að, komu
þessir:
1. Dr. G. W. Leitner, höfðingi yfir Stjórnar-há-
skólanum (Government College) ( Lahore á Ind-
landi, útgefari blaðsins «India public Opinion»,
og ransakari þjóða og þjóðtungna f Dardistau
f Ásiu, hinn frægasti maðr.
2. Mr. George fírowning, enskr snillingr, heiðrs-
sekreteri listafélagsins (tbe Society for the En-
couragement of the Fine Arts) f London.
3. Dr. Max Nordau frá Ungaralandi, félagi hins
f'ræga Mið-Evrópublaðs «Pester Lloyd».
4. Dr. David Ker, félagi í blaðstjórn «DaylyNews»
f London, frá Mið-Asiu.
5. Mr. C.E. F. Cunninghame Graham, enskr sjó-
foringi (Lieutenant R. N).
6. Mr. Gray and-brolher.
7. Mr. I. F. Frankland
HIÐ ÍSLENZKA VERZLUNARSAMKAG NORD-
MANNA.
I’að mun mörgum þykja fróðlegt að lesa,
hvernig Norðmenn dæma urn þetta mikla og sögu-
lega «Samlag». Eftirfylgjandi grein stendr í «Berg-
ens Adresse» 31. jan. þ. á., og aftr í «Morgen
Posten* Kristianíublaði, 18. febr. sfðastl.:
«Fyrir fáum dögum sfðan höfðum vér með-
ferðis yfirlit þess jafnaðar-reiknings, sem ið ís'
lenska Samlag færði hluthafendum sinum við þessi
árslok. Jöfnuðrinn f reikningnum milli ágóða og
útgjalda sýndu lölurnar: 657 f móti 56,425 spesf'
um, og tala þær bezt sfnu máli sjálfar, og haf*
nú sýnt það sem menn þegar fyrir löngu bjugf?'
ust við, og enda bætt ofan á ósköpin, og er Id'*
uppbygging að skoða það frekar. Eins og auð'