Þjóðólfur - 21.07.1874, Blaðsíða 6
— 162 —
þess, er áþarf að halda. Ítalía hefir heldr enn
eigi friðað um hús sín að fullu. Víða er eigi
hættnlaust að fara um farinn veg sakir sligamanna,
einkum á Ítalíu sunnanverðri; og land er viða
t auðn og illa ræktað.
Ekki er betra á Spáni. Þar gengr alt á tré-
fótum. Er eigi enn fyri mannlegum sjónnm, nær
þeir munu við rétta. Iíarlungar gefa sljórninni
nógan starfa í norðanverðu landinu. Nýlega unnu
þeir sigr á sljórnarhernum hjá bæ þeim er Estella
heitir, og þar féll hershöfðinginn Concha, einhver
bezti maðr, er sljórn Spáns hafði á að skipa. fó
enda eigi óeirðirnar með falli hans. Það verðr ef
til vill langt þangað til aðrirhvorir eru alveg að þrot-
um komnir.
Ástandið sunnan til í álfu vorri er báglegt.
Stjórnir, svo sem á Frakklandi og Spáni eru ó-
vissar og óákveðnar, og hvervetna liggr rikjunum
við gjaldþroti. tað lítr svo sem niðr halli fyrir
binum rómversku þjóðum, og óvíst, að þær eigi
viðreisnar von.
Fjöldi ferðamanna eru nú að búa sig til ís-
landsferðar, og þykir mér ekki ólíklegt, að Diana
rúmi eigi alla þá, sem fara vilja. það væri ósk-
andi að stöðugar og tiðari samgöngur væri á milli
íslands og Skotlands. Mér er gleði að sjá og
heyra að landar mínir eru fyrir alvöru farnir að
hugsa um, að koma á gufuskipaferðum kringum
landið. í*að er sannarlega velferðarmál. Hræddr
er eg samt um, að ekki sé sem heppilegast að
reyna að safna samskotum til þess. Eðlilegast
sýnist að vera, og líklegast til frambúðar, ef það
væri gjört með hlutafélagi, er landstjórnin styrkti
meira eða minna, og á þann hátt, er mönnum
þætti tiltækilegast. Eg er að leita að upplýsing-
nm um kostnað gufuskipa líkrar stærðar og vér
mnndum þurfa, og vona eg að geta sent þær með
næstu ferð.
— Hinn nýkomni gestr vor frá Khöfn, herra
Kavfmctnn hefir sent oss eftirfylgjaodi grein,
er þannig hljóðar á íslenzku:
„Þti SU ND-ÁR A HÁTÍÐIN
og álitiö xim hana í Danmörku.
Okkar litla Danmörk liggr svo nærri brenni-
punktum hins mikla og máttuga veraldarlífs, og
höfuðborg vor tekr svo fjörugan þátt í atburðanna
straumi innanlands og utan, að svo má að orði
kveða, sem búið sé að gleyma daginn eptir þvi,
sem mestu máli þólti skipta daginn fyrir. Þvf
eptirtektaverðari er sú mikla blutdeild, sem nú
þegar svo lengi hefír dregið allra augu lil íslands
sakir lOOOára hátíðarinnar, og sem ber Ijósanvott
um einlægar tilfínningar manna fyrir kjörum þessa
forna frændþjóðarlands, og fyrir þess gömlu og
göfugu sögu. Fleslir eða allir sýnast reiðubúnir
að rélta fram sína hægri hönd upp á það, að
landið úr þessu fari að réttast við sem fljótast og
greiðast. lOOOára hátíðin og ísland er nú hver-
vetna á dagskránni (Höfn; öll blöð koma því nær
daglega fram með eilthvað umþaðmál; og hver-
vetna frá koma sannanir fyrir því, að mönnum
þyki, þrátt fyrir fjarlægðina, hálíð þessi hafa
mikla og eimtakJega pjóðernislega pýðingu. Hans
hálign konungrinn, sem annars sannar sjálfr með
komu sinni ást þá og virðingu, sem hann ber
til Sögulandsins, hefir við mörg tækifæri lýst til-
hlökkun sinni að geta farið ferð þessa; einnig
hefði krónprinzinn mjög fúslega tekið þátt í fundi
íslendinga á Þingvelli, hefði hann mátt yfirgefa
Danmörku undireins og konungrinn. Sömuleiðis
er kunnugt að Þyri prinsessa óskaði að geta fylgt
konunginum föður sinum hingað, og um tíma var
enda ferð hennar ráðin, en það þólti þó of Isjár-
vert sakir hinnar löngu og torsóttu sjóleiðar. Og
þessir meðlimir konungsættar vorrar, eru hvergi
nærri hinir eino, sem óskuðu að heimsækja ís-
land á lOOOára afmæli þess. Meðal annara ágætra
manna hefir Holstein-Holsteinborg greifi sagt við
mig oftar en einu sinni, að hann feginn hefði
farið þessa för, hefðu annir hans leyft og em-
bættisstaða. Meðal privatmanna hefi eg einnig
heyrt ótal menn æskja hins sama, að geta byrjað
nýjan kunningsskap við hina menja-auðgu Sögu-
eyu, og hefði vegrinn verið dálitið styttri, og hefði
menn ekki verið hræddir um að valda mönnum
hér of mikils ónæðis, ef fjölmennið yrði fram úr
hófi, þá hefðu hingað komið án efa miklu fleiri
gestir frá Danmörku. En álengdar munu menn
í anda fagna með frændum sínum, og þúsundum
saman munu hjörtu góðra manna fljúga norðr yfif
fslandshaf á lOOOára deginum, með hreinskilnu
þakklæti til íslands fyrir alt gott á 1000 árum
Danmörku auðsýnt, og með heitustu óskum til
heilla og hamingju á ókomnum dögum !
Richard Kaufmann*.
- Um komu IÍONUNGS VOHS vitum vér þetta
(eftir herra Kaufmann, sem vér nefndum): Kon'
ungr fer af stað 20. eða 21. þ. m. og er væntanlegr
um þann 30. Konungsfylgdin kemr á 2 herskip'
um, «Jylland» og »Heiindal». Auk áðrtalinna koó18