Þjóðólfur - 21.07.1874, Blaðsíða 5
161 —
Þeirri niðrstöðu, að hentugast mundi, að livort sveitarfé-
lag fyrir sig héldi samsæti á hentugum stað innan sveit-
ar> eftir pví, sem svoitarmönnum þætti haganlegast, og
tóku þcir, sem á fimdinum voru það að sér, að vekja máls
á þessu og styðja að því við sveitunga sína.
4. J>á var rætt um {>á uppástungu, að stofna jarða-
kótafélag í hverjum hreppi sýslunnar, og var kosin 3
oranna nefnd til að semja frumvarp til laga handa fieim,
°g senda þau síðan til umræðu á þjóðhátíðarsamkomur í
sýslunni.
5. þá var og nokkuð rætt um varðkostnað, fjárkláða,
ijárpest og fjármarkaði.
þesstim fáu línum biðr fundrinn hinn heiðraða útgef-
ara þjóðóifs að ljá rúm í blaði sínu.
Mosfelli 24. Júní 1874.' Fyrir hönd fundaríns
Jón Jónsson
prófastr.
— FRÉTTIR: (Frá hr. J. A. Hjaltalfn) Edin-
burgh 10. Júlí 1874.
Vor þetta heflr verið tíðindalítið bæði hér og
annarstaðar. Tíðarfarið heflr verið ágætt til þessa,
þótt fremr hafl það verið þurt; en úr því hefir nú
bæzt þessa hina síðustu daga með frjóvsömum
gróðrarskúrum. Er því eigi annað að sjá, en að
sumarið verði hagfelt landsbúum. Vorið var reynd-
ar nokkuð kalt, en þess gætir eigi svo mjög hér.
Skaðlegra hefir það verið á meginlandinu, einkum
þar sem vfnyrkja er mikil. Var sagt, að allmikl-
ar skemdir hefði orðið á vínviði á Frakklandi.
Friðarár má kalla, þegar á alt er litið. En
þó þykjast engir geta búið sig of vel að vopnum
°g verjum, og öllum þykir vissara að vera við-
búnum. f>eir er spekingar þykjast, segja að skamt
muni þess að bíða, að ógurleg styrjöld rísi, en
enginn þykist með vissu geta sagt, hvar orrahríð-
in risa muni. Hér mun hún þó varla hafln.
Margir liia til Norðrþýzkalands; kveða Frússaland
vera jötun í arnarham, er eigi megi kyr vera, er
bann heftr svo nýlega mannsblóð drukkið. Þó
'ntinu stjórnendr þar jötnar svo hundvísir, að þeir
eigi munu byrja illdeilur eðrárásir á aðra. Annað
^ál er það, hvort þeir eigi muni gjöra aðra að
Sinningarfítlum. Frakkar eiga við rainman reip
draga. Enginn frýr þeim vilja; og víst erþað,
þeir búast sem þeir bezt hafa föng á. En
bnr er enn sem fyrr hver hönd upp á móti ann-
arb Nýlega réði þingið til þess með eins atkvæðis
'flun, að lýst væri yfir því, að lýðveldi skyldi vera
slöðugt stjórnform landsins. Var málinu síðan
s'ðan til þrjátíu manna nefndarinnar, og kvað hún
ekki liggja á að útkljá þetta atriði. Flokkarnir eru
'nargir í þinginu frakkneska, og tleiri en eg fái
tölu á kotnið. Aðalflokkarnir eru þó að eins þrír.
Þeir er IýðveldT vilja hafa fremr öllu öðru, þeir er
konungsveldið vilja, það eru áhangendr hertogans
af Chambord, eða Hínriks fimta, er þeir kalla hann;
og hinn þriði flokkrinn ern Bonapartistar, eðr þeir
er vilja hafa son Napoleons þriðja til valda. Nú
samþykti þingið skömmu eptir að Thiers fór frá,
og Mac Mahon tók við, að hann skyldi völdum
halda um sjö ára tíma eðr til 1880. í’essa á-
kvörðun vilja konungsmenn að engu hafa. Aftr
vilja lýðveldismenn hana miklu heldr en aðkomu
annaðhvort konungs eða Bonapartista. Bónapart-
istar eru og á sömu skoðun. Þeir segja enn og
hafa alt af sagt, að almenningsatkvæði eigi að
skera úr um stjórnarformið, og muni þeir því
hlýða og eigi öðru. Má því sjá, að hvorirtveggja
lýðveldismenn og Bónapartistar, vilja heldr hafa
sjö ára vald Mac Mahons heldr en aðkomu kon-
ungsmanna. I’annig verðr flokkr blandaðr, er
styðja vilja hið svo kallaða sjö ára vald, ef eigi
býðst annað betra. Uertoganum af Chambord
stendr það mest í vegi, að hann vill eigi hafa
bundið einveldi, og eigi kannast við hinn þrilita
fána, er Frakkar hafa tekið svo miklu ástfóstri við
á þessari öld. Hinn 3. þ. mán. sendi hann ávarp
til Frakka, og ítrekaði allar sínar gömlu kröfur,
það er, að Frakkar tæki við honum sem konungi
af Guðs náð, hann einn skyldi ráða lofum og lög-
um. Blaðið, sem skjal þetta birti, heitir Union,
og var því jafnsnart bannað að koma út fyrir þá
sök, að það vildi ónýta sjö ára valdið. En
þingið vildi ekki láta bann þetta ganga orðalaust
af. Þó varð atkvæðafjöldi fyrir því, að þingið skifti
sér eigi af málinu. Aftr á móti hrakti þingið þá
uppástungu, þegar það þegar lýsti yfir, að halda
skvldifast við sjö ára valdið. Sögðu þá rágjafarnir af
sér, en Mac Mahon neitar að gefa þeim Iausn, og
ætla menn honum sé fnll alvara að halda því valdi,
sem þingið hefir veitt honum.
Ítalía er ekki líkleg til stórræða. Fjárhagrinn
er henni óhægr, og ekki alls fyrir löngu neituðu
þingmenn um kostnað til herútgjörðar svo sem
stjórnin þóttist þurfa. Þarfir ítala eru margar.
Þeir hafa óþjála próventu, þar sem páfinn sitr í
Róm í sloti því, er heitir Vatican, og kallar sig
vera þar fanga, en það eru ósannindi ein, því að
hann má bæði fara, hvert á land hann vill, og
taka á móti hverjum sem hann vill. Þing og
konungr ítala hafa reyndar gjört upptæk mörg
klaustragóz og lagt til almennra rikisþarfa. En
það er þó eigi nóg, þvi að Ítalía er niargs þurf-
andi. Skattar, skyldr og upptektir hrökkva eigi til