Þjóðólfur - 26.09.1876, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 26.09.1876, Blaðsíða 1
28. ár. 32 arkir árg. Reykjavik 26. sept. 1876. Kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.). 28. blftð. Reykjavík, 23. sept. Siðan skipti um veðráttufar í síðastl. júlímán., hefur tið yerið hin bezta og blíðasta um allt þetta land, og heyafli manna °8 nýting útheyja orðið víðast með bezta móti, en þó lang- bezt við votlendi og flæðilönd, sökum hinna stöðugu þurviðra. Urn Ölvus, Flóa og Landeyjar, og hinni fögru og vel ræktuðu ^jótshlið, eru óvenjulegar heybirgðir komnar ( garð. (Á Skúm- stöðum í Landeyjum er 6agt að hafi heyast nálægt 2000 hest- Utn). Líkt má segja úr þeim hjeruðum fyrir norðan, sem vjer "öfum haft spurnir af með kaupafólki, er nú erað hverfaheim. Aptur hefur harðvelli sumstaðar brugðizt, svo og höfðu töður ekki óvíða skemst af óþurkunum hinn fyrri hluta þessa sum- ars. Að norðan, einkum úr Eyjafirði, spyrst hinn bezti fiski- a1i, en hjer við flóann er það fyrst nýlega að kalla megi, að Vel verði vart við fisk, en þessi viðkoma táknaraðþví leiti vel, að flskur sá sem afla»t, er vel feitur. þetta árslanga fiskileysi "j«r um öll nes veldnr aimennri búþröng meðal sjávarbtenda, eí>da hafa nokkrir hreppar Gullbringusýslu tekið fjárlán til að kaupa korn fyrir; Seltjerningar tóku nokkurra þúsund króna 'án hjá prívatmanni (Sigurði bónda á Hrólfskála), en Álptnes- lQgar og Vatnsleysuslrandarmenn lánuðu úr landssjóði, annar 6000 en hinn 4000 kr. -—Fjallskilarjettir eru nú í fullum gangi. Eptir fyrirskipun Jóns ritara hafa nákvæmar skoðauir farið fram á ^verri kind í hverri rjett kláðasvæðisins. Hvergi hefnr nú komið upp kláðavottur — nema á einni kind ( Fossarrjett í Kjös; ( henni sýndist kláðavotlur, var hún þegar skorin, og Sterat) send hingað til Rvíkur til skoðunar. Kindin var innan- Veik mjðg. Ueglur um fjárrekstra gaf og lögreglustjóri kláðamálsins; 1,14 eptir þeim reka fje úr ógrunuðum hjeruðum inn í hið £runaða, ef það er skorið þegar, ekki má reka færra en 50 í rekstri, og fylgi þrír rekstrarmenn. — E 1 d g o s. Reykir og eldglampar yfir austurjöklum hafa Pótit sjást við og við síðan á leið sumarið, bæði úr Borgar- "rði 0g úr suður-sýslunum. Ætla menn það muni vera fram- "a'd Vatnajökuls eldgosa. •~* Heilsufar hefur vlðast enn verið gott ( sumar. f>ó Sætir það sjerstaklega tiðiudum, að barnsfararsótt hefur Verið alltíð í Borgarfirði í sumar. Fyrir tilmæli Páls læknis 'öndals hefur landlæknir vor nýlega ferðast þar um og skoð- a" sjúkleik þennan. Hefur hann lofað að senda þar um skýrslu 1,1 Pjóðólfs. Tólf konur höfðu legið í sjúkdómi þessum síðan v°r, er hann byrjaði, og tvær af þeim dáið. Sýkin virtist e^ur í rjenun. Typhus (taugaveiki) hefur og stungið sjer nið- r> en ekki verið skæður. í Borgarfirði og víðar hafa og °mið upp sóttnæm útbrot á kúm (kúabóla), og allmargar Ja'takonur sýkst af bólgusótt, eður eins konar bólu — sem I ekki hefur snert andlitið —; börn smittuðust Kka. Hefur aridlæknirinn boðið að við hafa við þau bólguútbrot vatn, . Qndað dálitlu af lcarból-sýru, og hefur það meðal reynst af- Sðsvel bæði á mönnum og skepnum- . "^ B a r n s m o r ð. Ógiptur kvennmaður á Skógtjörn á ^ planesi varð fyrir fám dögum sfðan uppvís að að hafa fætt q ~* ( dul deginum áður, og kastað þv( ( forarrennu við bæinn. v * hún strax við glæpinum og fannst barnið dáið. Ekki ^ Jast menn vita til að neinar sjerstaklegar hvatir, — eins og «ð (>n ^e'^ur ekki vissu, er sami glæpur kom fyrir hjer í hitt lo^ Vrra haust — hafi freistað viðkomanda til þessa ónáttúr- e^6dæði8. * Pa<5 slys vildi til hjer á Öskjuhlíð 17. þ. m. fyrir ofan bæinn, að Pórarinn prófastur Böðvarsson var þar á reið á- samt öðrum, er dimt var orðið, og sá ekki til að stöðva hest sinn, er menn riðu í móti, og rakst a söðulfjöl, svo annar fótur hans brotaaði. Hrýr á ám Eitthvert hið mesta framfaramál á landi voru í líkamleg- um hlutum, eru brúa- og vegagjörðir, þvf að vegir og brýr eru aðalskilyrði fyrir öllum atvinnu framförum, ekki einasta sökum tíma- og vinnukrapta sparnaðar, heldur og einkum sökum þess dugnaðaranda og fjörs- og framkvæmdarlífs, sem kviknar ( hverju fjelagi, sem losnar úr fornum fjötrum og höptum, hvort heldur eru af náttúrunnar völdum eða mann- anna. Sje skynsamur Englendingur, sem nokkuð þekkir til hjer á landi, «purður, hvað oss helst muni Vanta af þeira lífs- og framfarameðölum, er engar þjóðir geta án verið, bregzt varla að hann $vari: «Yður vantar vegi og brýrn. Eins, ef hann er spurður, hver sje belz4i og hættulegasti brestur á hugsunarhætti íslendinga, þá bregzt varla að hánn svari: «Það er skorlur á framkvæmdaranda, deyfð og vanafesta». Og þenna skort álítur hann beina og eðlilega afleiðing af vega- vöntuninni, en alls ekki végavöntnnina eins afleiðing deyfðar- innar. því 6anngjarn og hygginn maður sjer glöggt ekki síður en vjer sjálfir, að án innleodrar og eðlilegrar lands- stjórnar, og án töluverðrar almennrar menntunar, var þess varla að vænta a5 alþýðan tæki stjórninni fram — þegar litið er til vorra torveldu landshatta. Enda er allt annað mál, að leggja dýra vegi um afskekkt lond og fáskrúðugt, en um eitt- hvert auðsælt meginland. Að land vort er enn í dag nálega vega- og brúarlaust þarf engan hygginn mann að undra, sem alhugar sögu liðinna alda. Hafi stjórn Dana yfir oss ekki mátt heita harðstjórn, þá hefur hún þó opt mátt heita verri en engin stjórn, með því hennar einkenni virðist fremur að hafa verið það, að lama þjóðlegan kjark íslendinga, en örfa hann og styrkja, svo sem auk annars bezt sjezt á meðferð fyrri tima stjórnar á fje landsins og verzlun, og ekki sízt á jarðagózum þeim, sem undir krónuna fjellu. Á hinn bóginn segjum vjer ekki að stjórniö ein hafi, beinlfnis eða óbeinlínis, drepið kjark þjóðar vorrar og smáalið hennar apturfarir. Nei, því þótt ábirgðarhluti hverrar stjórnar sje mikill, veldur engin stjórn öllu, hvorki illu nje góðu, og vjer sjálfir eður feður vorir verðum eins að bera vorn hluta sakar. En þess utan höfum vjer og átt við aðra óstjórn að striða, en það er við yfir- ráð náttúru lands vors; hættur, torfærur, tálmanir og biltingar hennar hafa meira yfirbugað oss allt til þessa dags en nokkra aðra þjóð f Evrópu. Fer þetta,. segjam vjer, mjög að vonum. En nú eru nýir tímar byrjaðir ^- ekki f ríki náttúrunnar, held- ur i þjóðfjelági voru og eambandi við aðrar þjóðir. Nú dugar ekki lengur einungis að æðrast um orðna hluti, nú er oss ó- mögulegt að lifa og heita þjóð, nema vjer tökum í mörgu upp nýja siði, en hryndum fornum venjum, sem annaðhvort eru skaðlegar, eða ófullkomnari en þær ættu að vera. Nú eigum vjer sjálflr að setja landi lög og rjett, og getum ekki kastað skuldinni upp á aðra. Og nú, óðara en hlje er fengið eptir fyrstu og hörðustu deilur vorar um landsrjettindi vor, liggur ekkert þjóðarstríð nær en baráttan við það ofurvald, sem kall- ast óblíða náttúrunnar, sem mætir oss í svo mörgum myndum, og mætir oss öllum svo ekki fæ6t undanfæri. í þetta sinn viljum vjer benda á brýr yfir ár, eða rjettara að segja, brúa- skort þann hjer á landi, sem keyrir svo fram úr öllu hófi, að þeir sem dálítið þekkja þörf tímanna og framfarir annara þjóða, 117

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.