Þjóðólfur - 03.09.1877, Side 7

Þjóðólfur - 03.09.1877, Side 7
107 °§ kvenna, er þykist vera hámenntað fólk, vera að skima og skyggnast í allar áttir með hámóðins starblindu ogfinna eng- an guð í allri tilverunni! — í burtfararprófi í prestaskólanum 20.—25. ágúst útskrif- uðust: Einar Vigfússon með þriðju einkunn 19 tr. Magnús Andiésson — fyrstu — 49 — Skapti Jónsson — — — 43 — Spurningar í skriflega prófinu voru: ^ biblíuþýðingu: 1. Kor. 6, 1.—9. ' trúarfræði: að lýsa grundvallarvillunni í lærdómi kaþólskra um kirkjuvaldið, og sýna áhrif þessa lærdóms á trúarlíf manna? ' siðafræði: hver er hin rétta skoðun á eðli samvizkunnar ? hvernig er skoðunum hinnar vantrúuðu heim- speki í því efni háttað? og hvaða skaðleg áhrif geta þær haft á siðferðislegt líf? ^æðutexti: Matt. 25, 1.—12. S p u r n i n g. Hvernig stendur á því, að þegar fundur er hald- Uin, í »J>jóðvinafélaginu», að sumir félagsmenn þess eru látnir v®ra vitundarlausir um fundinn, hvað eptir annað, þótt þeir hafi verið í félaginu nokkur ár og greitt árgjald sitt til þess? ^íklegt er að málefni félagsins sé jafn frjáls áheyrnar öllum ^lagsmönnum. Nokkrir félagsmenn í Reykjavík. ITlannalát. t 22. júlí þ. á. andaðist hér á sjúkrahúsinu frá ungri konu °8 4 börnum eptir langar og sorglegar inanveikisþjáningar, ‘Uerkismaðurinn: J>orlákur Jónsson frá J>órukoti á Álptanesi, tæplega 37 ára gamall. J>orlákur sál. þókti afbragð ^estra ýugri bænda hér um slóðir fyrir dugnað, drenglyndi og ''amfaratáp. Einkum var félagsbræðrum hans mikill sjónar- Svuptir í fráfalli hans. Sir Helgi Hálfdánarson minntist hans pannig við útför hans: „Sár er missir pað og þungur, porlákur að dó svo ungur“, mæla þeir, sem pekktu hann; já, um hann þeir allir inna: „örðugt veita mun að finna drenglyndari dánumann“. Ungur pað, sem ungra manna ávalt pykir prýði sanna, til að bera hafði hann; meðan flokk haun fyllti hjúa, fyrir dug og iðju trúa sjer hann lof að verðung vann. Fullorðinn af fjölda bar hann, fyrirtak að manndáð var hann, ötull nýtti æfi-dag; húss og búss með heiðri gætti, hreppstjórn í af fremsta mætti, studdi sveitar sinnar hag. Eins og mcðan lek f lyndi, löngun hans og mesta yndi gagns- og kjærleiks-vinna var, eins í sjúkdóms ströngu stríði stilling, ró og hjartaprýði vott um trúna trausta bar. pótt hinn röskvi fölur felli fyr en kom að dögum elli, frægan lofstír látinn á. — Drottinn veg hans vina greiði, verndi ekkju hans og leiði, annist börn hans ung og smá. 1« "" 25‘ f- m. andaðist liör í bænum eptir viku bana- Sú hinn pjóðkunni söngkennari I’étur Guðjónsson ■\ , ^ofuseu) organisti, liálf sjötugur að aldri. Fæddur ^’afnagili í Eyjafirði 29. nov. 1812; byrjaði skóla- nám hjá hinum lærða öldungi, séra Jóni á Möðrufelli, en lærði síðan 3 ár í Bessastaðaskóla; varð stúdent paðan 1834, silgdi til Johnstrup seminarium 1838 og kom þaðan fullnuma 1840. Stóð fyrir barnaskóla í Reykjavík 8 ár; gengdi ýmsum opinberum störfum, t. d. sem málafærslumaður, sem settur sýslumaður, og sem alþingismaður fyrir Gullbringusýslu; stiptamts- og land- höfðingjaskrifari 25 ár; organisti við dómkirkju lands- ins 37 ár; söngkennari lærðaskólans 30 ár. 15. okt 1841 kvongaðist hann sinni eptirlifandi ágætiskonu Guðrúnu Knudsen (systur frú Kirstínar og þeirra systkyna) og lifa 11 mannvænleg börn af 15 eptir þeirra merkilega lijúskap. Með Pétri Gudjonssyni er fallinn frá einn af merkismönnum þessa lands og þessarar aldar. Hann var sann-nefnt mikilmenni jafnt að atgjörvi sem i at- höfnum; en mestan og beztan orðstír hefur hann á- unnið sér hjá öldum og óbornum með sínu ianga og alvarlega starfi fyrir söngmenntun hér á landi, og verður hans nafn ávallt uppi, sem hins fyrsta endur- bætara þeirrar listar á Islandi. J>AKKÁVÖRP. J>egar sonur minn elskulegur, Sigurður Hannesson, er tekið hafði próf í sjómannafræði, sálaðist í vetur sem leið í Kaupmannahöfn, Qærri öllum sínum, urðu nokkrir landar hans þar til þess af mannkærleiksfullum hvötum að sjá um að út- för hans væri sómasamlega gjörð, og kostuðu til þess sínu eigin fé af sjálfsdáðum. Meðal þessara manna — sem eg kann ekki alla að nefna: voru þeir herrar: Friðfinnur Jóhannesson, Jósep Jóhannesson og Stefán Jónsson, handiðnamenn. Móð- urhjartað er viðkvæmt, og finnur livað við það er gjört. J>ess- um veglyndu herrum get eg í fátækt minni og fjarlægð, hvorki þakkað né endurgoldið með öðru en því, að biðja góðan Guð, sem er forsvar lítilmagnans, að launa þeim með blessun sinni, fyrir þetta mannkærleiksverk þeirra. Kvíanesi í Súgandafirði í nóvbr.mán. 1876. Guðrún Sigurðardóttir. — Eg finn það skyldu mína opinberlega að láta í Ijósi mitt innilegasta þakklæti fyrir þá sérstaklegu hjálp og nákvæmni sem sonur minn aðnaut í sinni þungu legu á sjúkra húsinu hjá herra lækni J. Jónassen, bæði gaf hann mér mjög mikið upp af öllum þeim kostnaði sem legan hafði í för með sér, og í fjærveru minni annaðist drenginn með stakri umhyggju; einnig sýndi jómfrú G. Jónsdóttir syni mínum móðurlega að- hjúkrun, frú E. Blöndal gaf honum 4 kr. og herra E. Egils- son gaf mér upp 30 kr. skuld, í mínurn einstæðingsskap og örðugu kringumstæðum. Öllum þessum mannvinum óska eg að guð umbuni þeirra dygðaríku verk, þegar þeim liggur mest á. Anna Jóhanna Guðmundsdóttir á J>órðarbæ. — í samsæti, er Miðdalssóknarmenn í Árnessýslu liéldu þjóðhátíðardaginn 2. ágúst 1874, tóku þeir sig saman að gefa kirkju sinni ljósahjálm. Kom hann nú til kirkjunnar í vetur og var fyrst kveykt í honum á gamlaárskveld. Er hann mjög snotur og vel vandaður og kostaði hann 68 kr. Áður höfðu liinir sömu gefið henni: 2 ljósastjaka úr nýsilfri, er kostuðu 18 kr.; altarisklæði úr rauðu rósadamaski og altarisdúk, er kosiaði 23 kr.; hökul úr rauðu silkiflöieli og rikkilín er kost- aði 49 kr. 66 a. þannig liafa sóknarmenn í þessari fámennu sókn á fáum árum gefið kirkju sinni til prýðis fyrir samtals 158 kr. 66 a., og votta eg þeim kirkjunnar vegna iunilegasta þakklæti fyrir þessar rausnarlegu gjafir sínar við fátæka kirkju. Mosfelli 22. marz 1877. Jón Jónsson.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.