Þjóðólfur - 30.04.1879, Blaðsíða 2
r
42
alveg niður; eða munu menn ekki, þótt þeir ekki kynnu la-
tínu og annað, sem þar er kent, geta dæmt dóma og gjört
annað, sem lagaembættismenn þurfa að gjöra? eða búið til
ræður, eða læknað sjúkdóma, eins vel fyrir því, þótt þeir ekki
hafi lært latíuu og hið annað, sem kent er á lærða skólanum ?
Jú, eg held vissulega. En hvílíkur léttir væri það ekki fyrir
landið, að losast við alla þessa skóla? Ósegjanlega mikill, því
það er ekki lítið fé, sem gengur til að launa árlega öllum
kennendunum, og í ölmusur handa piltunum, til bókakaupa
og margs fleira. fegar vér nú værum orðnir lausir við skól-
ana, þessi átumein landsins, hefðum vér ekki eptir nema and-
legu og löglærðu embættismennina og læknana, betrunarhúsið
og alþingið. En, eins og eg benti á, getum vér líka losast
við alla þessa góðu embættismenn eða landsómaga, og eins er
það, að vér getum vel verið án þessa góða betrunarhúss og
velvísa alþingis. Hvað andlegu embættismennina snertir, þá
sýndist það eðlilegast, að hver söfnuður kysi sér sjálfur prest, ef
hann annars vill nokkurn hafa ; það mun mega finna suma
ólærða menn, sem gjöra allt eins góðar ræður og margir af
þessum svo nefndu lærðu guðfræðingum, og það er óþarfi með
öllu að láta biskup vígja presta, það eru leyfar frá pápiskri
tíð, og þar við losast landið við biskupinn; eins er það, að
hreppsnefndirnar gætu hæglega dæmt í málum manna, og
þyrftu menn því enga dómendur; skyldi hreppum lenda sam-
an út úr ómögum, gætu þeir tekið gjörðarmenn, er útldjáðu
málið; allir löglærðir embættismenn hefðu þá ekki annað að
gjöra en að innkrefja gjöldin, en eg mun sýna og sanna, að
vér enga embættismenn þurfum til þessa. |>að er ennfremur
alkunnugt, að lærðu læknarnir eru ekki betri en hinir ólærðu,
og til hvers ættum vér þá að hafa þá og vera að gjalda þeim
laun? J>etta er með öllu óþarft; hver, sem verður veikur,
leitar hjálpar hjá þeim, sem hann hefir bezt traust til, hvort
sem hann hefir staðið nokkurt próf eðaekkert; en hér af leiðir
þá líka, að allir þessir launuðu læknar eru ónauðsynlegir, og
landlæknirinn ekki nauðsynlegri en hinir. J>á er nú betrun-
arhúsið; þess þurfum vér alls ekki með; vér getum hegnt
glæpamönnum með sektum, og geti þeir ekki borgað þær,
mætti láta þá vinna af sér sektina, en væru þeir mjög hættu-
legir, yrði að taka þá af, enda verðskulduðu þeir ekki betra.
Yið alþingið gætum vér og losast, það er engu meiri þörf á
því en á betrunarhúsinu; það er þó auðsætt, að hver hrepps-
nefnd ætti að geta gefið lög fyrir sinn hrepp, án þess að þurfa
að leita til manna í öðrum hreppum til þess. — Af þessu sem
eg nú hefi sagt, leiðir, að vér þyrftum ekkert að borga til
landssjóðs, en við það verða ónauðsynlegir allir þeir embættis-
menn, sem eiga að innheimta gjöldin til hans og sjá um
landssjóðinn. fegar nú allt þetta kæmist í kring, og sem
verða ætti hið fyrsta, verðum vér ekki að eins lausir við öll
gjöhl til hins opinbera, eða við alla iandsómaga, heldurmætti
nú skipta upp á milli allra hreppa í landinu, öllum þjóðjörð-
unum, lénskirkjunum og tillaginu frá Danmörku, einnig leig-
unni af andvirðinu, sem kæmi inn fyrir landshöfðingjahúsið,
skólahúsið og prestaskólahúsið. Yrði þá víst langbezt, að fela
stjórninni í Danmörku, að skipta þessu fé upp á milli hrepp-
anna, því hún væri óvilhöll í því máli, aptur mætti fela hverri
hreppsnefnd á hendur, að skipta því fé, sem hver hreppur
fengi, árlega milli hreppsbúa. X + Y.
f 14. des. f. á. andaðist að Yztaskála undir EyjaQöllum
Einar dannebrogsmaður Sighvatsson, fæddur 19. júní
1792. Hann kvongaðist 1817 Arnlaugu Sveinsdóttur dbrm.
að Yztaskála, og átti með henni 12 börn, og lifa 5 þeirra.
Hreppstjóri var hann undir Eyjafjöllum 32 ár, og jafnan fremsti
og merkasti maður sveitar sinnar, fróðleiks- og gáfumaður,
bókavinur mikill, enda átti liann fjölda bóka, þar á meðal
sögusafn, ritað af föður hans Sighvati Einarssyni (f 1846), er
var alkunnur ritari. Jarðarfor þessa merkismanns fór fram
að Holti 4. jan. í viðurvist fjölmennis.
— Níýdánir eru enn ekki fáir hér nærlendis úr lungna-
bólgu-sjúkleika þeim, sem hér gengur.
15. þ. m. andaðist Ólafur bóndi fórðarson að Nesi
við Seltjörn, rúmlega miðaldra, dugnaðarbóndi og vellátinn;
22. sál. Ingunn Elín Jönsd. fósturdóttir Ólafs sýslunefnd-
armanns á Mýrarhúsum, einkar mannvæn og gáfuð stúlka,
25 ára gömul (systir Guðmundar stúdents frá sama bæ, sem
sálaðist fyrir nokkrum árum síðan). — 25. sálaðist hér í bæn-
um Einar Jafetsson (Johnsen), faktor við verzlun Thom-
sens kaupmanns. Einar sál. varð að eins 42 ára garnall; öt-
ull og vinsæll maður í sinni stétt, ör í skapi, en hreinn í
lund og tápmikill, eins og þeir fleiri frændur.
ý AðTorfastöðum í Biskupstungum andaðist3.þ.m.snögglega
ogþjáningarlaust prestsöldungurinn og skáldið Guðmundur
Torfason, f. 5. júní 1798, en prestur í rúm 50 ár (jubil-
prestur 1874). Af því vér væntum þess, að innan skamms
muni sjást á prenti æfiyfirlit, ef eigi eitthvað af ritum eða
kvæðum þessa gáfumanns, birtum vér að eins lát hans að
sinni.
Fyrsta spesían mín.
Jeg átti spesíu! — heila, bjarta, beinharða silfur-spesíu,
sem «hann Johnsen» stakk í vasa minn, þegar hann kvaddi
um morguninn. Jeg átti spesíu, jeg krakkinn á 9. árinu,
sem aldrei bafði átt né eignast einn einasta silfurpening.
«Mamma, sérðu! jeg kem honum varla fyrir í vestisvasanum,
hann er svo stór, og lítt’ á manninn á honum». Móðir mín
var næri því eins fegin og jeg, og skoðaði spesíuna í krók og
í kring. petta er kongurinn sagöi hún, og datt mér í hug
að það væri Ólafur kóngur Tryggvason, og hélt þeirri mein-
íngu meðan jeg átti penínginn. J>egar við börnin og móður
mín vorum búin að skoða hann svona stundarkorn, bað móð-
ir mín mig að finna sig fram í stofu og segir þar við mig:
«Hvað viltu nú kaupa fyrir spesíuna þína?» Jeg tými ekkert
að kaupa fyrir hana, svaraði jeg. Hún fór þá að telja upp
alskonar gripi og gersemar: hnakk, hest, lamb, skattol, húfu,
kistil, kóngsríki, og jeg man ekki hvað, en jeg stóð á með-
an og horfði þeyjandi á minn nýja augastein, spes-
íuna. Loksins segi jeg: «jeg þori ekki að kaupa neitt, svo
jeg ekki þurfi að farga henni». J>á segir móðir mín: «Lán-
aðu mér hana elskan mín, þú veizt að mig vantar svo margt,
jeg get ekki einu sinni klætt ykkur, því mig vantar efnið í
fötin, svo þið verðið að fara til kirkju til skiptis sökum fata-
leysis. Týmirðu ekki að gjöra þetta?» Nú fór fyrst að vand-
ast málið; jeg stóð höggdofa og sagði hvorki já né nei. J>á
brosti móður mín og sagði: «Heldurðu mér sé alvara? Nei,
eigðu hana sjálfur, og farðu með hana eins og þú vilt, ef jeg
þekki þig rétt, drengur minn, verður artnað þér fyr að falli
en fégirnin, en týndu nú samt ekki spesíunni, ef þú átt að
fá að geyma hana». Næsta morgun fór jeg snema á fætur,
og enn var svo mikið nýjabrumið á spesíunni, að jeg signdi
mig með henni í lófanum. Móðir mín tók eptir því og sýnd-
ist mér hún glotta, en ekkert sagði hún. Um kvöldið vaut-
aði bæði alilömbin, Skarf og Kolu, og var jeg sendur á næsta
bæ að spyrja eptir þeim. Jeg fór, og fann lömbin á miðri
leið milli bæjanna og sneri með þau heimleiðis. í því sé jeg
hvar kerlíng kemur, töturleg og fótgángandi, á móti mér. Jeg
ætlaði fyrst að verða smeikur, en í sama bili þekkti jeg hvers
kyns var. J>ar var komin Solveig gamla «fóstra mín». Hún
hafði verið gustukakona hjá foreldrum mínum, þangað til jeg
var 6 vetra, en verið síðan «sjálfrar sinnar» hér og þar, ör-
snauð og uppgefin. Solveig var lítil vexti, svört á brún og
brá, móleit sýnum, tugði mikið tóbak, góðmannleg á svip og
þó forneskjuleg, töturlega klædd og mótlætisleg. Hún haföi
haft á mér mikla elsku, en jeg sjaldan þýðst hana vel nema
þegar mér var kalt, þá hafði jeg verið vanur að flýja inn og
kalla við stigann: «Donvei! mé e kalt!» En einkum varð
«Donvei» mér ógleymanleg fyrir sögurnar, sem hún sagði
okkur. Flestar ef ekki allar drauga- álfa- og apturgöngu-
sögur, sem íslenzk börn kunna, hafði Solveig sagt mér og
innrætt svo vel, að mér entust þær í vöku og svefni alla
mína æskutíð út. «Fyrir sínar leiðu sögur, varð hún að fara
úr mínum húsum, auminginn», sagði móðir mín.
En nú er að segja frá fundi okkar og spesíunni. Óðar
en hún hafði þekkt mig, vafði hún mig að sér, og kyssti mig
í krók og kring (sem mér reyndar ekki var mikið um); síðan
flýtti hún sér að leysa frá skjóðunni og fara aðtala: «Enhvað
þú ert orðinn stór, elskan mín! — lof mér sjá blessuð augun!
og stóra nefið! nú segirðu ekki lengur «Douvei»; nú áDonvei
bágt; nú fór hún fyrir neðan í S., hvernig gat jeg litið upp
á börnin, og geta ekki stungið upp í þau sykurmola? Bágt á