Þjóðólfur - 30.04.1879, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 30.04.1879, Blaðsíða 3
43 Donvei þín, elskan mín, hún heflr nú ekki smakkað tóbaks- lauf í hálfan mánuðn. í þessum tón hélt Solveig áfram að rausa, þar sem við sátum á þúfu milli tveggja hrísrunna; það var fagurt sumarkveld; fjörðurinn fyrir neðan okkur speglaði í sér skógivaxin fjöllin með sólgyllta tindana, og í kringum okkur súngu skógarþrestirnir í sífellu. Eu hvort sem það voru nú áhrif kvöldfegurðarinnar, eða meðaumkun mín, eða hvort- tveggja þetta, sem á mig fékk, þá er ekki að orðlengja það, að eg tók upp spesíuna og gaf Solveigu, sem greip við henni með gleðitárum og sagði: «þú gefur silfur, en guð borgar fyrir Solveigu í gulli». Að því búnu skilduin við, hún hélt sinnar leiðar, og er úr sögunni, en jeg heim með lömbin. f>egar jeg kóm á hlaðið, mætti jeg móður minni, eg heilsaði henni, og hefir hún víst þóttst sjá einhver missmíði á svip mínum, enda bjó jeg yfir því þunga spursmáli, hvernig for- eldrar mínir mundu taka upp fyrir mér tiltækið með spesí- una, «Hefir þú nú týnt peningnum þínum?» spurði móðir mín. Nei, mamma, — sagði eg, oglagði hendur um hálshenni, — jeg mætti henni Solveigu gömlu og gaf henni hana. «|>ú ert vænn drengur», sagði móðir mín, og kysti mig fastan koss, og leit jeg þá upp á hana, bæði hróðugur og auðmjúkur, og aldrei sájeg móður mína með ánægjulegra og undir eins göfu- legra yfirbragði en í þetta sinn. Ý M I S L E G T. — Síðastliðin 20 ár, hafa hiu ýmsu ríki í Norðurálfunni eytt til herkostnaðar-- í 8 stríðum 49 pús. millj. króna; jafn- miklu fé, segir eitt sænskt blað, eins og allar tekjur Svíaríkis mundu nema í 7 aldir, ef þær héldust jafnar því, sem nú er. í þessum stríðum er talið að farizt liafi 2,253,000 manns. — Tekjur háskólans í Uppsölum árið sem leið voru 730 þús. kr., af þeim lagði ríkið til 340 þúsund, hitt eru árs leig- ur af auðæfum þessa mikla skóla. — í Lundi íSvíþjöð er árlega haldin hátíð við háskólann í minningu þeirra manna, er nafnfrægastir hafa andast á Norð- urlöndum árið fyrirfaranda. Slíka hátíð (í feðranna minningu) er og tekið að halda í Kristianíu; var hún haldin þar í vetur 11. febr. 0g tóku þátt í henni yfir 1000 manna. Meðal þeirra nýlátnu merkismanna, hverra nöfn prýddu salinn, var landi vor Gisli sál. iJagnússon. Grænland. Af skýrzlu t «Fædrelandet», er að sjá, sem Grænlendingar hafi haft gott bjargræðisár í fyrra, og útfærzla af vörum orðið í betra lági, 15,190 tunnur af spiki og lifur. Landsmenn teljast 10,000. í norður Grænlandi (austurbygd) gekk í fyrra mannskæð lungnabólga og tak, sem deyddi helzt menn á bezta aldri. V e r z 1 u n a r f 1 o t a r N o r ð u r 1 a n d a. í riti því viðvíkjandi, sem riýlega er útgefin í Ðanmörku af C. L. Madsen, stendur; «1876 fóru dönsk skip 6174 ferðir til útlanda til verzlunarerinda; þau báru til samans 1,37,676 smálestir, og «brutto»-leigan var 37,356,000 kr. Sænsk skip gjörðu 3430 ferðir og báru 1,003,346 smálestir, og gáfu í leigu. 37,356,000 kr. Norsk skip gjörðu hálfu fleiri ferðir en hinna ríkjanna beggja skip, eða 14,219 ferðir með 4,833,359 smálestir og fragtin (leigan) taldist 103,328,000 kr. Noregur á hálfu fleiri verzlunarskip en Svíar og Danir tilsamans (Norð- menn 7909, Danir 3263, og Svíar 3381). Af gufuskipum eiga Svíar ílest 681, þar næst Norðmenn 258 og Danir 188 skip, en þeirra gufuskip eru stærst. — Herra Wandel, skipstjóri á Díönu 3 undanfarin ár, hefir gefið út í vetur rit um siglingar kringum ísland, Be- mœrkninger om Beseilingen af Islands Kyster. Munum vér geta þessa bæklings betur, þegar vér höfum lesið hann. — Til varnar pest þeirri, er fyllti alla Evrópu ótta í vetur, gaf konungur vor út bráðabirgðarlög, 21. febr., sem veita ráð- herra vorum vald til að leggja bann fyrir flutning þess konar varnings til íslands, sem pestnæmur kunni að vera. Eáð- herran gaf því 24. febr. út bréf, sem bannar flutning hingað frá Kússlandi á öllum þvílíkum vörum, fatnaði, brúkuðu líni, loðskinnum, húðum, hári, og svo frv. Sem betur fer og áður er sagt, er pest þessi útdauð, en þó er allur vari góður. Um "Plett-typhusin í Berlín» skulum vér hér geta þess, að vér vitnuðum til ýngri blaða af «Dagblaðet», þegar vér leyfðum oss að leiðrétta orð «ísafoldar» um það efni; þá var þar enginn plettyphus. — Eptir Hiibners manntalstöflum teljast nálægt 200 miljónir kap- ólskra manna í Evrópu, en taipar 70 mi!j. endurbættrar trúar. Afhverj- um 10 þúsundum í pýskalandi fæSast 406, deyja 292, kvongast 90; í Austurriki fæöast 402, degja 352, kvongast 88; á Stórbretalandi fæðast 346, deyja 220, kvongast 77; á Frakklandi fæðast^ 267, degja 231, kvongast 86; á Ítalíu fæð. 360, d. 306, kvongast 80. í skóla gánga fæst börn hjá Rússum, 150 af 10,000, en flest í Bandarikjum Ameríku, yfir 2000, en um 800 í flestum hinum löndunum. <■ — Gustukagjafir á ári hverju í London eru reiknaðar 4 milj. punda. par í borginni teljast nál. 14 púsund smávagna (cabs), sem aka fólki, og er árlega borgaS fyrir panu akstur 4 milljónir punda. Frá Englandi starfa 67 trúboðenda félög um víða veröld; til þeirra var gefið í fyrra með samskotum 1 millj. og 100 pús. pund. Á Parísar sýningunni í fyrra sýndi hið enska biflíufélag í einu biflíuua á 216 túngumálum. — Ekkert — scgja vitrir menn — sannar eins framfarir hins sanna kristindóms í heiminum eins og hin vaxandi hluttekningarsemi manna við nauðstadda. Líknarverk og gjafir margfaldast á vorri öld á hverj- um 10 til 20 árum, sem líða. — Enskur auðmaður gaf nýlega blindum löndum sínum 300,000 pund gulls (5 millj. og 400 pús. kr.). — Hálf áttunda milljón manna teljast nú standa vígbúnar ef stjórn- endunum slcyldi liggja á að fara í stríð. — Bayard Taylor, slcáldið frá Ameriku, sem heimsótti oss á pjóðhátíðinni, og kvað lofkvæði til vor, andaðist í vetur í Berlín, par sem hann var sendiherra. Hann náði ekkisextugs aldri; foreldrar hans lifa enn. Hann var ágætur maður. — John Bright skrifaöi nýlega Cyrusi Field (peim er hingað kom á pjóðhátíðinni): „pjóöirnar eru afar-tornæmar, en samt má kenna peim, og sá tími kemur, pegar verzlunin verður eins frjáls eins og vindurinn. — Tyrkjastríðið telzt hafi kostað Búsaa á einu ári 312 millj. punda. En 2000 milj. punda kostar ná Evrópu-ríkja herbúnaðurinn á ári hverju. ___ Læknar á Englandi hafa sannfærst um, að árlega deyji af löndum peirra 120 púsund manna af völdum ofdrykkju. ___ Svertingjar í Ameriku eru opt lausir á kostunum. Nýlega vildi einhver kirkjusöfnuður peirra losast við prest sinn, en gat ekki bolað hann burtu, því prestur pvertók fyrir að fara eitt spor. Hvað gjöra pá þeir svörtu? peir safnast saman og brenna kirkju sína til kaldra kola, og hafa síðan hvorki prest né kirkju. Á mörgu þeirra athæfi vill löngum vera Öxneyjarbræðra bragur. — De Ilars, konsúll Bandaríkjanna í Alexandríu, ferðaðist nýlega hringinn í kring um hnöttinn á 63 dögum, eða 9 vikum. a. AGRIP af reikningi sparisjóðs á ísafirði frá 11. desbr. 1877 til 11. júní 1878. Tekjur. Rd. A. Eptirstöðvar 11. des. 1877: a, skuldabréf.................... b, peningar..................... • a, innlög samlagsmanna .... b, óútteknir vextir 11. júní 1878 Yextir af lánum.................. Seldar 4 viðskiptabækur . . . 1. 2. 3. 4. rd. 4705 1 506 83 71 58 4706 » 578 41 T 79 57 , . 2 » alls 5365 98 1. 2. 3. 4. Gjöld: Utborguð innlög.................. Borgað fyrir auglýsingar í |>jóðólfi Vextir lagðir við höfuðstól . . . Eptirstöðvar 11. júní 1878: a, skuldabréf.................... b, peningar...................... . . 8 10 ; . . . 6 50 . ... 71 58 kr. a. 5237 » 42 80 5279 80 alls 5365 98 ÁGRIP af reikningi sparisjóðs á ísafirði frá ll.júní Tekjur. 1. Eptirstöðvar 11. júní 1878: a, skuldabref..................... b, peningar....................... 2. a, innlög samlagsmanna . . • • b, óútteknir vextir 11. desbr. 1878 3. Vextir af lánum................... 4. Seldar 27 viðskiptabækur .... til 11. desbr. 1878. kr. a. kr. a. . 5237 » • 42 80 5279 80 . 4137 20 . 100 35 4237 55 ' 302 80 13 50 alls 9833 65

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.