Þjóðólfur - 12.07.1879, Page 3
75
haldinn 8. þ. m. og var hann all-fjöimennur, nál. 40 manna,
sem, eins og íleira, sannar og sýnir að nýlt fjör og lif er að
vakna f deild þessari. Forseti nefndi bækur þær, sem félagið
gæfl út í ár og tók fram, að þær væru betur lagaðar eptir
bráðri þörf alþýðu, en bæknr félagsins opt hefðu verið að
undanförnu. Uann réð félaginu til að kaupa af Jónassen hér-
aðslækni hina nýju bók hans <um eðli mannlegs líkamai),
og ályktaði fundurinn að fela félagsstjórninni á hendnr að semja
við hann um kaupin, og skyldi exemplarið ekki vera dýrara
en 50 aurar. Þá var samþykt að þiggja tilboð Jóns Péturs-
sonar háyfirdómara, að félagið fengi handrit, er hann á og
hefnr aukið, af sýslumannaœfum um alt land, eptir Boga á
Staðarfelli; skal félagið gefa út þetta einkar-merka rit í 3
heptum, I hepti á ári hverju. Grímur Thomsen bar fram
þá tiliögu, að félagið tæki að gefa út ritsafn, likt því sem lær-
dómslistafélagsritin voru, en réð jafnframt til, að báðar deild-
irnar kæmu sér saman um að breyta lögum félagsins viðvíkj-
andi «Skfrni» og hætta við að gefa hann út. Til þess að
undirbúa þessa uppástungu var sett þriggja manna nefnd
(Gr. Thomsen, Jón Pétursson, Jón Árnason).
5 menn gengu í félagið með 6 króna tillagi, en 1 gekk úr.
Loks voru embætlismenn kosnir og varð forseti hinn sami
sem áður, en skrifari varð Helgi kennari Helgesen, af þvf Páll
Melsteð baðst lausnar frá þeim störfum, eptir 12 ára þjónustu.
SYNODUS.
Á synodus, sem haldinn var 4. þ m. var, að aflokinni
guðsþjónustugjörð, peningum úthlutað eptir vanda milli upp-
gjafapresta og fátækra prestaekkna, eptir uppástungu stipts-
yflrvaldanna. t*ví næst gjörði biskupinn grein fyrir fjárhag
prestekknasjóðsins, sem við síðustu árslok álti 14147,36 kr.
og var ákveðið að úthluta skyldi næsta ar, af vöxtum hans
300 kr. til fátækra prestsekkna, sem að undanförnu. Eptir
uppástungu prófasts séra þórarins Böðvarssonar, var kosin
þriggja manna nefnd til þess, ásamt stiptsyflrvöldunum, að
semja uppástungu um aukið vald og verksvið synodusar og
voru þessir kpsnir:
prófastur sira Þórarinn Böðvarsson.
sira Hdllgrimur sveinsson.
sira Helgi Hálfdánarson.
Pvi næst stakk sira þórarinn Böðvarsson upp á því, að stipts-
yfirvöldin skrifi landshöfðingja um, að fá prentuð eyðublöð
fyrir öllum aðalskýrslum, er prestar eiga að gefa, og var það
samþykt.
Auk stiplsyfirvaldanna voru viðstaddir á synodus 15 pró-
fastar og prestar.
PRÓF I forspjallsvisindum 26. júní:
Árni Þorsteinsson . . . dável
Ásgeir Blöndal .... vel—
Bjarni Jensson .... dável
Eiríkur Gíslason . . . dável
Halldór þorsteinsson . . dável-f
Kjartan Einarsson . . ágætlega
(Aðsent) 16. júni var ( yfirdóminum kveðinn upp dómur
f máli séra Jakobs Guðmundssonar á Sauðafelli gegn Jónasi
lækni og Kriiger lyfsala svo hljóðandi:
þvf dæmist rétt að vera:
Áfrýjendurnir, héraðslæknir J. Jonassen og N. S. Krúger, eiga
að vera sýkuir af kærum og kröfum stefnda, séra Jakobs Guð-
mundsonar, í þessu máli. Málskostnaður fyrir báðum réttum
falli niður.
«DÍANA» lagði héðan kl. 12. f. m. þ. 5. vestur fyrir land.
Með henni tóku sér far séra Björn prófastur Halldórsson og
og séra Páll Jónsson frá Viðvik, er komu hingað með Díönu
til að starfa við Sálmabókarnefndina. Fáir farþegar fóru ann-
ars nú með Díönu héðan.
niður víða hér um sveitir. 23. f. m. andaðist úr henni séra
Jón Högnason uppg. prestur að Hrepphólum; sjötugur
að aldri. Hann vigðist 1832, og var jafnan talinn dánumaður.
— 29. júní slðastl. andaðist merkisbóndinn Einar Jó-
hannsson á Þórisholti i Mýrdal, f. 7. des. 1796, hrepp-
stjóri í Dyrhólahreppi frá 1843 og til dauðadags. Kona hans,
Ragnhildur Jónsdóttir, andaðist 2. þ. m., en hún var
fædd 1. sept. 1792. Þessi heiðurshjón héldu 60 ára brúð-
kaup sitt skömmu eptir uýár í fyrra, sbr. 6. tbl. þjóðólfs f. á.
í því æfiágripi, sem þar stóð, var þess ógetið, að hann var
formaður í sinni brimasömu sveit 45 vetrar vertíðir og barst
aldrei á svo menn eða skip biðu skaða. Meðhjálpari var
Einar sál. í 40 ár, hreppstjóri 36 ár og sáttamaður 33. Kona
hans gegndi Ijósmóður störfum 33 ár, og tók við nál. 240
börnum.
Þau hjón lágu rúmföst sína 3 daga hvort þeirra, og
kenndi hún banasóttar sinnar sama dag og bóndi hennar var
lagður til, og lauk þannig þeirra löngu og friðsælu sambúð.
Þess ætti að veragetið, sem gjört er.
Árið 1877 voru hér á eyju gjörð samskot til að kaupa
organ-harmonium til Vestmannaeyjakirkju ; en þar menn þótt-
ust sjá, að þau ekki mundu nægja til að kaupa svo stórt
hljóðfæri, að samsvaraði kirkjunni, var stofnað til <iTombolu» og
ávannst við hana það, að nokkurn vegin nægilegt fé var
fengið til að kaupa sjálft hljóðfærið. Var þá kaupmaður P.
Bryde beðinn að kaupa það, sem hann gjörði, og sá til þess
að það í fyrra sumar var flutt hingað ; en er það var hiogað
komið, sýndi hann veglyndi sitt og höfðingsskap í því að gefa
það, en það hafði, að meðreiknuðum umbúðum og sálma-
söngsbók Bergreens, kostað 266 kr. Þessu veglyndi P. Bryde
er það að þakka, að fé þvl, sem upphaflega var ætlað til að
kaupa hljóðfærið fyrir, heflr varið til þess, að kosta mann, er
héðan var sendur á síðastliðnu hausti til Reykjavíkur, til að
læra organslátt hjá herra organsleikara Jónasi Helgasyni, og
er með þessu stutt að því, að hijóðfærið geti náð tilgangi
slnum miklu fyr, en annars hefðu verið líkindi til.
Til þakklátrar viðurkenningar um ofangreint veglyndi herra
kaupmanns P. Brydes umbiðst ritstjóri Þjóðólfs að )já línum
þessum rúm í blaði sfnu.
Vestmannaeyjum f apríl 1879.
Br. Jónsson.
Verzlimin stendur nú sem hæst hér í Reykja-
vík, en fremur daufur kurr heyrist jafnt til bænda sem
kaupmanna. Að vísu er flest útlend vara með lágu verði,
en bæði er, að aðal-vörurnar, sem landsmenn bjóða, standa
fiestar lágt í móti — einkum þó dúnn, ull og lýsi — enda er að
athuga um fiskverðið, 40 krónurnar, að þótt það væri viðun-
andi móti kornverði því, sem nú er, þá hefir allur þorri
manna fyrir löngu lánað út á þann fisk, sem nú er lagður
inn, vörur með( miklu hærra verði, en nú gilda þær, og það
er þessi neyð, sem gjörir almenning svo hugsjúkan og lang-
eygðan eptir hærra verði, einkum á fiskinum. Fast verðlag
eða prísa þorum vér ekki að tala um í þetta sinn. Mælt er
að Akraness-kaupmenn bjóði 45 kr. fyrir bezta fisk, eða jafn-
vel betur. Aptur segjast kaupmenn hér heyra fátt gleðilegt
af fiskimarkaðinum ytra. Einn merkur kaupmaður fékk þann-
ig á dögunum eptirfylgjanda bréfkafla frá einum fiski-agent
Spánverja í Kaupmannahöfn:
«J>ar við bætist, að nú stendur sem hæst útskipun fiskj-
arins frá Norvegi, sem nú hefir miklu meiri fisk en venjulega,
og er vogin boðin fyrir 4,80 kr. (nál. 43 kr skp.). Mér er
skrifað bæði frá Bilbao og Barselona, að allar ástæður bæði í
Noregi og á Spáni heimti hina mestu varkárni í innkaupum
á fiski í ár, og í gær (10. júní) skrifar einn stórkaupmaður
mér, að íslenzkur fiskur hljóti, sjálfsagt og vafalaust, að verða
miklu lægri í verði í ár, en hann var í fyrra, þar sem verðið
á norskum fiski í fyrra var 6,80 kr. vogin, en nú má fá hann
í hópakaupum fyrir 4,80 kr. (skp. 17—18 kr. ódýrara). Einn
spánskur kaupmaður liggur enn með 60,900 kilo af Faxaflóa-
fiski, sem varla mun ganga út fyrir hálft innkaupsverð, eða
máske verða ónýtur, ef hitar verða miklir«.
liúugnabólgan hefir til þessa verið að stinga sér