Þjóðólfur - 02.09.1882, Page 2

Þjóðólfur - 02.09.1882, Page 2
80 gjaldgengum peningum. Samkvæmt þessu átti 3. og 4. grein að falla úr frumvarpinu, í 5. gr. skyldi það tek- ið fram, að bankinn gefi út svo mikið af seðlum sem fullnægi viðskiptaþörf manna, þó svo, að hann hafi jafnanfyr- irleggjandi 4 kr. í peningum gegn 10 kr. í útiseðlum; „en til tryggingar fyr- ir 6/io seðla þessara skal bankinn eiga svo mikið í góðum og gildum handveðs- bréfum, iðgjaldaveðbréfum, ríkisskulda- bréfum og öðrum gildandi verðbéfum, er nemi að upphæð 150 kr. gegn hverju 100 kr. seðla þessara. 7. grein skyldi falla burt. Ráðgjafinn skyldi semja reglugjörð bankans (12. gr.), og skyldi þar nákvæmlega fyrir skipað um stjórn hans og eptirlit með honum. f>essar voru breytinga-tillögur síra Arnljóts, og virðast þær mjög heppi- legar, en eigi náðu þær fram að ganga í deildinni, svo sem eigi var við að bú- ast, þar sem meiri hluti deildarinnar var mótfallinn frumvarpinu í heild sinni og felldi það. Svo sem áður er sagt, voru viðbárur þeirra þingmanna, er mæltu í móti bankanum, á litlum eða engum rökum byggðar. Að tími sé enn eigi kominn til að koma hér á fót jafn nauðsynlegri stofnun sem banki er, það er svo barna- legt, sem hugsast getur; þetta er löng- um viðkvæði apturhaldsmanna, þá er ráðast skal í eitthvert nýtt fyrirtæki, er þeir hafa eigi vit eða vilja til að fylgja; þeim þykir aldrei tími til kominn að taka sér fram. En hvað það snertir, að betra sé að stofna banka á eptir lánsfélaginu, þá er það rétt að því leyti, að fleiri verðbréf yrðu þá á gangi manna á milli, en þar fyrir er eigi til- vinnandi að stofna lánsfélagið, þar sem það hlyti að hafa í för með sér ber- sýnilegan skaða fyrir viðlagasjóðinn á aðra hlið, og hins vegar talsverða á- þóttust eiga mér það að þakka, að þau heimtu einkarbarn sitt úr helju, og voru svo veglynd, að virða mér til vorkunnar, að eg, mæddur af háðglósum fólaga minna, réðst í þetta miður sómasamlega fyrirtæki. Eg kom opt til þeirra eptir það, og þau fóru með mig eins og eg væri þeirra eiginn sonur. Eg sá opt ungu stúlkuna, sem einu sinni hafði gjört mig svo hræddan, og það leið ekki á löngu þar til eg fékk ást á henni. það virtist ekki vera föður mínum og ekki heldur foreldrum hennar neitt á móti skapi, að við litum hýru auga hvort til annars. Nokkuð var það, að það fór einhvernveginn þannig, að tveim árum eptir nóttina góðu trúlofaðist eg henni, og litlu síðar giptumst við. Við vorum vígð saman við það altari, er líkkista hennar einu sinni hafði staðið við, og sá hinn sami prestur, sem þá hafði beðið fyr sálu hennar, sameinaði nrí hendur vorar«. Læknirinn þagði um hríð, en sagði svo með alvörusvip : »Upp frá þessari ■nóttu hefi eg allt af bor- ið kvíðboga fyrir, að eg yrði grafinn lifandi. hættu, auk þess sem það mundi ekki að neinum verulegum mun bæta úr pen- ingaskortinum. Nei, þarfir vorar krefja þess að vér fáum banka, og það svo fljótt, sem kostur er á. þ>ar sem það hefir verið sagt, að landsmenn mundu eigi kaupa hlutabréf bankans, þá get- um vér eigi skilið í því að þeir menn, er peninga hafa aflögu, mundu síður kjósa að verja þeim fyrir hlutabréf bank- ans en að láta þá liggja arðlausa á kistubotninum eða kaupa fyrir þá kon- ungleg ríkisskuldabréf, er alls ekki gæfi þeim meiri ágóða en hlutabréfin. I.ands- menn eiga nú á vöxtum 1 millíón króna í konunglegum skuldabréfum, og er leitt til þess að vita, að miklir pening- ar skulu ganga út úr landinu, þar sem ekkert verður gert hér fyrir þeninga- leysi, og þar sem peninga menn gætu einnig fengið hærri rentur af peningum hér. það er mjög áríðandi, að leigu- burður af peningum verði frjáls, enda er hin lögboðna renta eitt af þeim ó- eðlilegu böndum, sem hamla frelsi í atvinnuvegum manna og sem þvi skal afnema með lagaboði, samkæmt 51. gr. stjórnarskrárinnar. Undir eins og banki kemst hér á fót, hlýtur hann að draga til sin alla þá peninga, er að öðrum kosti færi út úr landinu fyrir ríkisskuldabréf. þetta er einn af aðal- kostum bankans, með því að allur arð- ur af þeim peningum lendir þá í land- inu sjálfu, en menn fá nú að eins rent- una. J>á mundu og eigendur hinna konunglegu skuldabréfa brátt seljaþau og kaupa aptur hlutabréf bankans, er bankinn gæfi hærri rentu. Oss virðast a.llar líkur benda á, að bankinn fengi skjótan vöxt og viðgang. Viðvíkjandi viðbáru þeirri, að seðlar mundu eigi ganga hér út, með því að almenningur hefði ótrú á seðlum síðan bankahrunið var um aldamótin, þá vitum vér, að Til þess að komast hjá þeim ósköpum vil eg láta fara með líkama minn eins og okk- ar heiðraði sambyrgingur hefir farið með líkama konu sinnar. Eg er staðráðinn í því. þegar eg dey, þá verður mín síðasta ferð hér á jörðu til——líkbrunahússins í Gotha«. það er ekki satt. Menn verða öllu fegnir vegna peningaeklunnar, og þar sem á seðlunum stendur að bankinn borgi þá með gulli, þá hljóta menn að fá fullt traust á þeim1. Hin síðustu ár hafa Norðmenn þeir, er stunda hér síld- veiðina, haft seðla fyrir gjaldeyri og hafa þannig mörg þúsund krónur í norskum seðlum gengið manna á milli á Norðurlandi og Austfjörðum; vitum vér ekki til, að neinn hafi amazt við þeim ; allir hafa tekið þá sem gjald- genga peninga. |>á er efi á því, hvort nægilegt sé að hafa V3 af stofnfé bank- ans fyrirliggjandi í gulli og silfri til að innleysa seðlana. Um þetta efni hefir hagfræðinga mjög greint á í öðrum lönd- um, enda hlýtur það að nokkru leyti að vera komið undir því, hvernig við- skiptum hagar á hverjum stað. Vér ætlum, að '/3 mundi nægja hér, eða jafnvel minna, en álítum þó, að bezt væri að fylgja breytingartillögum síra Arnljóts. Hann vill, að bankinn hafi 4 kr. í peningum fyrirliggjandi gegn 10 kr. í útilátnum seðlum. j>að getur eigi komið fyrir, að bankinn verði svo félítill, að hann hafi eigi ráð á að inn- leysa seðlana; því að þótt fleiri seðlar streymdu inn í bankann en peningar standa fyrir, þá getur bankinn selt verð- bréf sín og þannig aflað sér peninga ; ef bankinn hefir þriðjungi meiri fjár- hæð í verðbréfum en hinum óstuddu seðlum nemur, samkvæmt breytingar- tillögunum, þá er ekki hætt við, að bankinn komist nokkurn tíma íminnstu vandræði. Að öðru leyti kennir reynsl- an bezt, hvé mikla peninga bankinn þarf að hafa fyrirliggjandi. 1 Andvara 1882 stendur fróðleg rit- 1) Bankaseðillinn er ávísun upp á bankann, og hef- ir sama gildi og peningar með því að bankinn innleysir hann fyrir peninga. Smápistlar um Mormónsbók og J. Smith Mormónaspámann. Um 1820 var uppi í Connectcut maður nokkur að nafni Salomon Spalding. Hann hafði verið í meira lagi laus á kostunum um dagana ; fyrst kom hann til sögunnar sem lögnemi; síðan varð hann fiökkuprestur, kaupmaður, bankarotsmaður; síðan smiður í þorpi einu vestantil í Norður-Ameríku, svo jarðakaupamaður og svo barnakennari; síð- an varð hann eigandi að járnsteypu, fór þá á höfuðið, og varð seinast rithöfundur. Hann dó síðast félaus einhverstaðar í Penn- sylvaníu. Eitt af ritum hans, er fanst eptir hann (»handritið fundna«), kornst í hendur á svik- urum nokkurum, og varð undirstaða trúar- bókar hins fjarstæðasta og vitlausasta trú- arflokks, sem til er í allri kirkjusögunni. það eru Mormónarnir. »Handritið fundna« er róman, eða lyga- saga, um frumbyggja Ameríku ; er þar sagt að þeir sé eptirkomendur hinna horfnu ætt-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.