Þjóðólfur - 14.07.1883, Qupperneq 2
84
1. umr. um frv. til 1. um kosningu
presta (frá B. Kr., Á. E. (flutnm.), St.
E.) — Gekk án nefndar til 2. umr.
(með 8 atkv.).
11. júlí: 2. umr. um frv. til 1. um breyt-
ing á hegning fyrir skottulækna. Gekk
með breytingum til 3. umr.
2. umr. um frv. um um breyt. á 1.
gr. I. 27/2 1880 um skipun prestakalla.
Gekk með breytingum til 3. umr.
(Eptir ísafold).
I fjárlögunum er fátt nýmæla. Tekjurn-
ar gerðar eitthvað 3 þús. minni alt fjárhags-
tímabilið, heldr en í síðustu fjárlögum, nl.
850 þús., síðast 853. Abúðar- og lausafjár-
skattr gerðr ekki nema 35 þús. hvort árið,
í ,stað 49 þús. og 45 þús. í síðustu fjárl.
Aðflutningsgjald af áfengum drykkjum og
tóbaki dálítið lægra. »Stjórninni veitist
heimild til að gefa eftir leigur af lánum
þeim, er veitt hafa verið ýmsum sýslum
1882 og 1883 til þess að sp.oma við hungrs-
neyð, til ársloka 1888, mót því að frá þeim
tíma greiðist af þeim 4”/» í leigur, og að f
af þeim endrgreiðist síðan á ári hverju«.
Úr útgjaldadálkinum er það helzt til tín-
andi, að þóknunin fyrir ina umboðslegu
endrskoðun, er færð var upp í 2500 kr. á
síðasta þingi úr 2000, er nú færð upp enn á
ný um aðrar 500 kr., upp í 3000; þar af
600 taldar til skrifstofukostnaðar fyrir endr-
skoðanda. Enn fremr ætlaðar 2000 kr. til
að fltvega uppdrátt af sjúkrahúsi í Beykja-
vík og áætlun um kostnað við það. Til-
lögu frá landshöfðingja 1881 um að koma
upp nýju sjúkrahúsi í Rvík fyrir 30,000 til
40,000 kr. á kostnað landssjóðs að hálfu
leyti hafði stjórnarherrann eigi viljað sinna
þá, vegna ófullkomins undirbúnings á mál-
inu, og þess annars, að eðlilegra væri, að
Bvík ein éða þá ásamt nærsveitunum stæði
straum af sjúkrahúsinu. Nú hefir inn nýi
landlæknir stungið upp á sjúkrahúsi og húsi
handa geðveikum mönnum fyrir 100.000 kr.,
er jafna mætti niðr á 4 ár; en stjórnarh.
kynokar sjer við því stórræði, vegna óárans,
auk fyrgreindra ástæðna. f>á er enn fremr
bráðabirgðauppbót handa fátækum brauð-
um, hækkuð upp í 7000 kr. á ári úr 4000 kr.
Earið fram á 600 kr. launahækkun handa
2. kennara við læknaskólann (T. H.); hefir
nú 1800 kr. Laun dyravarðar við latínu-
skólann skulu og hækkuð upp í 1000 kr. úr
700, og bókavarðar Jóns Arnasonar upp í
1200 úr 700. í eftirlaun fara sem stendr
9700 kr. á ári, þar af nær helmingr handa
2 uppgjafasýslumönnum í Arnessýslu ; eftir-
launamenn als 7. Tuttugu og þrjár em-
bættismannaekkjur og 9 böm fá styrk úr
landssjóði, samtals 8750 kr. Áætlaðr af-
gangr eftir fjárhagstímabilið 28,500 kr.
Eftir því sem segir í reikningslagafrum-
varpinu, um árin 1880 og 1881, hafa eigur
viðlagasjóðs numið í árslok 1881 nær 810
þús. kr. Tekjur landssjóðs' þessi tvö ár
hafa orðið 822 þús.; áætlað ekki nema 778
Helzti tekjuauki aðflutningsgjald, nær 250
þús.; áætl. 200. þá spítalagjald 39 þús.;
áætl. 14. jþá viðlagasjóðstekjur, nær 60
þús.; áætl. 49. Enn fremr aukatekjur 35
þús. í stað 28. Verzlunargjöld, þ. e. lesta-
gjald, ekki nema rúml. 6 þús., í stað 74;
og ábúðar- og lausafjárskattr 95 þús. í stað
100. þessi útgjöld hafa farið mest fram
úr áætlun: póststjórn og póstgöngur 37
þús., áætl. 32; og skyndilán til embættis-
manna m. m. 22 þús. í stað 10. Afgangr
eftir fjárhagstímabilið 51 þús.; áætl. 73.
Tekjueftirstöðvar landssjóðs 52 þús., út-
gjalaaeftirst. nær 10 þús.
FBUMVABP
til laga um réttindi og skyldur^einstakra
manna og kirkjufélaga, sem eru ekki í
þjóðkirkjunni;
(borið upp í neðri deild af Jóni Ólafssyni
2. þingm. Suðr-Múlasýslu).
1. Hver sá maðr, sem fermdr er og 16 ára
að aldri á rétt á að segja sig úr þjóð-
kirkjunni, ef hann tilkynnir það sókn-
arprestinum í þeirri kirkjusókn þjóð-
kirkjunnar, er hann á heimili í.
2. Börn foreldra, er annað eða bæði heyra
eigi til þjóðkirkjunni, hafa þeir (for-
eldrarnir) rétt til að ala upp í þeirri
trú, er þeim semr um. Nu hafa for-
eldrar engan samning gjört um þetta
atriði og greinir á um það, þá skal
barnið upp fræða í trú þjóðkirkjunnar.
það foreldra, er lengr lifir, er skylt að
halda þann samning, er áðr var gjör
um trúarfræðslu barns, en hitt for-
eldrið dó; en einrátt er það foreldra,
er lengr lifir, um þetta efni, ef enginn
samningr var gjör um það. Nú deyja
báðir foreldrarnir, þá skal fylgja þeim
samningi, er þau höfðu gjört, eða þeirri
ráðstöfun, er það foreldra, er lengr lifði,
gjörði, ef trúarfélag það, er i hlut á,
vill annast fræðsluna. Sé enginn
samningr gjör eða engin ráðstöfun af
hendi þess af foreldrunum, er lengr
lifði, skal ala barn upp í trú þjóð-
kirkjunnar.
3. Börn, sem eigi er skylt að fræða upp í
trú þjóðkirkjunnar, er heldr eigi skylt
að skíra; en tilkynna skal hlutaðeig-
andi sóknarpresti þjóðkirkjunnar fæð-
ing slíkra barna innan sama tíma, sem
lögboðið er um önnur börn; skal skýra
honum frá nafni því, er barnið á að
hafa, og færir hann það inn í embætt-
isbók sína; skal eptirrit af henni jafn-
an síðan vera í öllu jafn gilt sem
skírnarvottorð.
4. Nú vilja persónur, sem önnur eða
báðar eru eigi í þjóðkirkjunni, ganga í
hjónaband, þá skulu þau lýsa því fyr-
ir sýslumanni, en hann gætir þess
sama, sem prestar þjóðkirkjunnar
gæta eiga, um meinbugi, og skal hann
svo Iýsa þau hjón og gefa þeim vottorð
um. Engar þarf lýsingar af stóli á
undan slíku hjónabandi, en að öðru
leyti skal ráðgjafinn skipa fyrir um
með reglugjörð, hversu slíku hjóna-
bandi skal haga.
5. Með konungsúrskurði má veita presti
trúarfélags, sem eigi er í þjóðkirkjunni,
rétt til að gefa persónur í hjónaband,
og má binda þann rétt þeim skilyrð-
um, sem ráðgjafinn álítr nauðsynleg.
6. Guðshús og grafreitir trúarfélaga, sem
eigi eru í þjóðkirkjunni, skulu á sér
hafa sömu helgi sem guðshús og graf-
i^eitir þjóðkirkjunnar.
7. fjligi skal banna framliðnum manni, er
$igi heyrði þjóékirkjunni til, legstað í
grafreit þjóðkirkjunnar,' ef náungar
hans, er að standa, óska þar legstaðar,
en gjalda skal kirkju þeirri legkaup,
er í hlut á, og presti líksöngseyri, ef
hann jarðsyngr líkið.
8. Nú hefir söfnuður trúarfélags, sem eigi
heyrir þjóðkirkjunni til, guðshús og
heldr þar uppi opinberri guðsþjónustu
á sinn kostnað, þá skulu þeir, sem í
þeim söfnuði eru, vera lausir við gjöld
til þjóðkirkjunnar og presta hennar,
Einstakir menn, sem eigi eru í þjóð-
kirkjunni, en heyra eigi til söfnuði
annars kirkjufjelags, er þeir hafi guðs-
þjónustu með á sinn kostnað, gjaldi
venjuleg gjöld þjóðkirkju og hlutaðeig-
andi þjóðkirkjupresti.
Innlendar frjettir.
Camoens kom norðan hingað að úr
strandinu 3. júlí, bætt svo til bráðabirgða,
að haffært hefur þótt, og með vesturfarana
hjeðan, 84. Eór sama kvöld með þá áleiðis
til Skotlands.
Herskip frá Austurríki, Pola, kom hjer
30. jriní, á leið norður á Jan Mayen eptir
veðurathuganamönnum þeim og náttúru-
fræðingum frá Austurríki, er þar hafa setið
síðan í fyrra. Skipið bíður hjer fram undir
mánaðarlok.
Latínuskólanum sagt upp 30. júní. Ný-
sveinar reyndir og teknir inn 29.r júní :
fimmtán í 1. bekk, og sex í annan. Útskrif-
aðir níu, og auk þess fjórir utanskólamenn,
dagana 30. júní til 5. júlí. Tala lærisveina
í latínuskólanum nú 123.
jpessir þrettán stúdentar eru (rómv. talan
táknar einkunn, hin stig) :
Guðmundur Magnússon .............. 1 105
Oddur Jónsson..................... I 102
Bjarni þorsteinsson............... 1 98
Sigurður Hjörleifsson .............I 96
Klemens Jónsson................... I 96
Sigurður Briem.................... I 91
Pálmi þóroddsson ................. I 89
Valtýr Guðmundsson ............... I 89
Gísli Brynjólfsson ............... I 86
Brynjúlfur Kúld .................. I 86
Ólafur Ólafsson ................. II 83
Guðmundur Soheving .............. II 65
Mattías Eggertsson...............III 53
Guðmundur Magnússon hefir ágætisein-
kunn. Hana hefir alls einn stúdent fengið
áður frá Bvíkurskóla: Hallgr. Sveinsson
dómkirkjuprestur.
(Eptir ísafold).
Hafísinn nú sagðr liggja alt suðr að
Rit; gengið í land í Aðalvík á ísi af
hafskipum. Hákarlaskip norðlenzkt yfir-
gefið í ísnum; nýkomið hákarlaskip
Herra Zoega að vestan.
Nóttina milli 12. og 13. þ. m. varð
vart jarðskjálfta hér í Rvík.
Ruldi og norðanátt í gær og fyrrinótt.
Svar til Suðra
(Niðrl. frá bls. 8l).
þ>á koma umsjónarmennirnir; en um
þá og verk þeirra hefir svo margt ver-
ið ritað bæði satt og logið, að við það
skal ekki bætt hér, en þótt snurður
væri á samkomulagi þeirra og pilta,
„þá er það alt rektor að kenna því
hann ber alla ábyrgðina" segir höfundr
þessi, og því kemst hann loks að þeirri
niðrstöðu, að það eitt fái bjargað skól-
anum, að rektorinn segi af sjer embætt-
inu! ! -— Dáindis laglegt resúltat. — Jeg
vil nú setja sem dæmi, að kennarar
eða umsjónarmenn vildu eitthvað það
fram hafa er þeim virtist nauðsynlegt,
en ýmsum meðal pilfa væri móti skapi,