Þjóðólfur - 19.04.1885, Page 2

Þjóðólfur - 19.04.1885, Page 2
146 Bréf til „Þjóðólfs“ (frá Friðbirni á Byri). IX. Eg hefi séð af alþingisfrétunum í blöð- unum (því alþt. heli eg enn eigi séð), að alþingismenn liafa verið að munn- höggvast um það undir umr. um stjórn- arskrárendrskoðunarmálið, hvort nokkur þjóðvilji væri til, eða hvað væri þjóð- vilji, í því máli („Þjóð.“ 30.—31. bl.). Til að geta dæmt um, hver haíi á rétt- ara að standa í því efni, þarf mönn- um að vera ljóst, hvað þjöðvilji er o: hvaða þýðinguáað leggja í orðin: þjóð- vilji, vilji þjóðarinnar, þjóðar-viljinn, þessi tíðhöfðu orð í ræðum og ritum ísL stjórnmálamanna. Yiltu, „Þjóðólfr“ minn, lofa mér að láta í ljósi mína skoð- un um þetta? Þegar talað er um ina íslenzku þjóð, þá misskilr það víst enginn, að átt er við alla menn, sem á íslandi húa og háð- ir eru lögum þess, ásamt íslenzkum þegnum erlendis, í hverri stöðu sem eru.1 Og þegar um þjóðviljann er að tala, er það vilji þessara manna sem átt er við. En nú er þess að gæta, að um alveg almennan þjóðvilja getr varla verið að ræða í nokkru stjórnmáli nokkurrar þjóðar; því í fyrsta lagi eru fjölda-marg- ir einstaklingar í þjóðfélaginu, sem enga ljósa hugmynd hafa um stjórnmál eða önnur almenn þjóðmál, og geta í þeim efnum engan vilja haft á sannfæringu bygðan. Um þá getr því eigi verið að ræða; enda gætir þeirra eigi, með því þeir hafa mjög sjaldan nein áhrifá stjórnmál vor; því hér er lítið gjört að atkvæðakaupum. Það verðr aldrei tekið tillit til vilja inna viljalausu, og sá hluti þjóðarinnar kemr því eigi til greina, er um vilja þjóðarinnar er að ræða, heldr þeir þjóðlimir, sem einhvern vilja hafa, og það eru þeir, sem hafa hugsað um málefnið og fengið meiningu um það, hafa með sjálfum sér komizt að vissri niðrstöðu á því, hvað þeim sýnist réttast, hagfeldast og bezt, og þannig öðlazt fasta sannfœringu, sem 1) Eg get eigi fallizt á þá skoðun hr. Indr. Einarsonar, að einungis kjósendr til alþingis séu „in íslenzka þjóð“. Eg álít að hver maðr, sem hefir ósturlaða skynsemi og kominn er til fulltíða aldrs. haíi rétt til að vilja og hafa áhrif í öllum þjóðmálum, eftir því sem hverjum gefst kostr á. Höf. þeir byggja vilja sinn á, og þeir vilja það, sem þeir eru sannfærðir um, að sé þjóðinni fyrir beztu. I öðru lagi: skoðanir einstakra þjóð- lima eru svo mjög ólíkar, sannfœring þeirra mismunandi og viljinn eftir því. En í stjórnmálum er þó oft margra vilji inn sami, livað snertir aðal-mál- efnið að minnsta kostí, og sá vilji, sem meiri Jiluti (eða mesti hl.) allra þeirra þjóðlima, er á sannfæringu hyggðanvilja Jiafa, játar sinn sameiginlegan vilja, er er þjóðvilji. Mikill munr er líka á því, hvernig eða að hve miklu leyti þjóðviljinn kemr fram, þar sem hann er til. Hann er misjafnlega sterkr þjóðviljinn eins og annar vilji! Áreiðanlegastr mælir þjóðviljans í stjórnarmálum eru fundirnir (þingmála- og kosninga-undirbúningsfundir, kjör- þing, leiðarþing og þjóðfundir1 o. s. frv.), Þeir af héraðsmönnum, sem hafa sterk- astan áhuga á þjóðmálum, sækja fund- ina í héraði hverju, og sýna þar vilja slnn með umræðum og atkvæðagreiðslu. Þar sem menn eru fáir viljasterkir, eru fundir sjaldhaldnir og fásóktir. Þó kemr það, ef til vill, mest undir leiðtogunum, hve augljóslega þjóðviljinn kemr fram, því eins og auðvitað er, eru það að eins fáir menn, sem gjöra uppástungurnar ogleiða málin. Eftir því hveþjóðkærir leiðtogarnir eru, og hve ötulir, hafa þeir áhrif á málin og á fylgjendrna, og eftir því, hve uppást. þeirra og til- lögur eru þjóðkærar, hafa þeir fylgi þjóðlimanna. Af því Jón Sigurðsson var þjóðkær og flestar uppást. hans, hafði hann fylgi þjóðar sinnar, hafði þjóðviljann með sér í flestum þjóðmál- um; og af því hann var hreinn og stefnu- fastr, sannfæringartrúr, misti liann eigi traust né álit, þó skoðun hans væri eigi þjóðviljanum samkvæm í einhv. máli (t. d. kláðam.). En — „fáir eru nú Flosa líkar“. X. Af því áhuginn er hjá fjöldanum af alþýðumönnum fremr lítill, sannfœring- in óljós og viljinn því veikr og reikull, ber mjög lítið á honum, nema ötulla 1) Þeir liafa hingað til verið haldnir á Ding- völlum, en það er nú orðið alveg ópraktiskt, vegna sævarsamgangnanna. Höf. leiðtoga njóti við; og eins er það af sömu orsökum, að viljinn sýnir sig ekki nógu kröftuglega, þegar stjórnmála-leið- togarnir eru eigi þjóðkærir, eða ef skoð- anir þeirra og uppást. ganga í aðra stefnu en alþýðunnar; því flesta alþýðu- menn vora vantar áræði og kjark til að andmæla leiðtogunum, eða halda fram vilja sínum á móti þeirra vilja, þegar sitt lízt hvorum. Alþingismenn vorir eru sjálfsagðir leiðtogar í almenn- um þjóðmálum, og hefir það, sem nú var sagt, þetta kjarkleysi, oft sýnt sig gagnvart þeim. Þegar þeir hafa spil- að lag þjóðviljans, hefir alþýðan dansað með, en hafi þeir snúið við blaðinu og spilað eftir annarlegum nótum, helir hún setið hjá og hafzt eigi að. Eitt dæmi upp á þetta hygg ég megi sjá á Eyfirðingum og þeirra núverandi þing- mönnum. Þingmenn Eyfirðinga hafa haft allgott álit að undanförnu og verið fremr þjóðkærir, annar einkum, þeir hafa gefið sig mikið við alþýðlegum málum og haft sem oftast þjóðviljann með sér. En nú virðast þeir hallast meir og meir frá alþýðu, og jafnframt minnkar traustið á þeim og áhrif þeirra á kjósendrua, svo að tveir þingmála- undirbúningsfundir, sem þeir boðuðu til, voru svo dauflega sóttir, að um sum málin, er upp voru borin á þeim, voru greidd ein 5 atkv. (sbr. ,,Fróða“). Báðir fundirnir líkir, og inum þýðingarmestu þjóðmálum eigi gaumr geflnn eða feld frá afskiftum, svo sem stjórnarskrár- endrsk. Eru fundir þeir, eftir því sem sést af „Fróða“, inum annars ötulu Eyf. mjög til minnkunar. Þeir hefðu þó getað fjölmennt til funda, til að andmæla kreddum Arnljóts og fella uppást. hans og tillögur þær, er þeim eigi féllu í geð, úr því þeir eigi gátu treyst honum, sem má álíta sjálfsagt eins og hann nú kemr fram. Og illa fór Þork. Bjarnasyni í stjórnarskrár- endrskoðunarmálinu. Hann var farinn að vinna þjóðhylli sem þingmaðr. Nú slæst hann í flokk með þeim, sem ve- fengja tilveru þjóðviljans. Orðin: „sem kallað liefir verið þjóðvilji“, sýna, að liann álítr þjóðviljann eigi vera nema nafnið tómt. Og ekki er það nema þýðingarlaus mótbára og hilmingará- stæða fyrir aftrhaldsseminni þetta, að hugir manna dragist frá „öðrum meiri i

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.