Þjóðólfur - 18.07.1885, Side 2

Þjóðólfur - 18.07.1885, Side 2
Ásm.). Kaupmenn mega ekki selja minna en 40 pt. {* 10 pt.1] í einu af áfengum drykk, sem hefir 1 gráðu styrkleik eðr meira. Undanþágu má sýslunefnd eða bæjarstjórn veita til 3 ára í senn gegn 50 kr. gjaldi. Samþ. í e. d. fóll við 1. umr. í n. d. — (20) Stjórnarskrár-frv. þeirra B. Sv., J. Ól. og J. Sig. er áðr um getið. — (21) Sörnul. um frv. um breyt. á sveitastj.lcigunum. — (27) Um útflutn.tolls frv. séra A. Ó. er og áðr getið.—(29) Frv. til laga um utanþjóðkirlcju- menn (frá J. Ól.) innihélt meðal annars ýmsar sömu ákvarðanir, sem stj.frv. um borgaral. hjónaband; nefndin breytti því frv. svo, að hún feldi úr því sem óþarfar ákvarðanir þær, er upp vóru teknar í stj.- frv., en bætti aftr við ýmsum nýjum. Frv., verðr frá nefndinni, eitthv. á þessa leið: 1. gr. Allir þeir menn, sem eru f ein- hverjum söfnuði utan þjóðkyrkjunnar, sem hefir sérstakan prest eðr forstöðumann, skulu lausir við öll bein gjöld til þjóðkyrkj- unnar og presta hennar önnur en fasteign- artíund. — f>eir, sem ekki eru í neinu safnaðarfélagi, greiði kyrkjugjöld og prests- gjöld þau, er þeir ella ættu að greiða þjóð- kyrkju og presti hennar, önnur en fasteign- artíund, til sveitarskólans, ef nokkur er, en ella til sveitarsjóðs. — 2. gr. Bf kyrkju- félag hér á landi utan þjóðkyrkjunnar kýs sér prest eðr forstöðumann, þá geta full- trúar kyrkjufélagsins leitað staðfestingar konungs á kosningunni. Nú staðfestir konungr kosninguna, og hafa þá kyrkjuleg embættisverk þau, er sá prestr fremr, þar á meðal hjónavígsla, alla ina sömu borg- aralega þýðingu, sem væru þau af þjóð- kyrkjupresti framin; svo ið sama er um vottorð þau, er slíkr prestr gefr. — Um meinbuga og lýsingar, að því er til hjú- skapar kemr, gæti prestar þessir fyrirmæla þeirra, er annars gilda að lögum ; sæti ella ábyrgð sem þjóðkyrkjuprestar. — 3. gr. Nú hefir prestr eða forstöðumaðr utan- þjóðkyrkjusafnaðar fengið konunglega stað- festing, og skal hann þá sýna haua sýslu- manni eðr bæjarfógeta, þeim er í hlut á, áðr en hann fremr nokkurt prestsverk, og skal hann jafnframt með skriflegum eiðstaf eðr yfirlýsingu skuldbinda sig til að hegða sér í þessari stöðu sinni samkvæmt lögum landsins. Skyldr er hann og að gefa skýrslur þær og vottorð, er yfirvöld krefjast og að söfnuði hans lúta, og upplýsingar allar í líkingu við það, sem þjóðkyrkju- prestar eru skyldir að gefa. — 4. gr. Bétt er utanþjóðkyrkjumönnum þeim, ,er hafa _prest eðr forstöðumann þann, er kgl. stað- festing hefir fengið eftir 2. gr., að nota graf- reiti þá, er þjóðkyrkjan hefir gjöra látið, ins. Hvenær, s-em t. d. er talað um 19., þá er átt við þetta frv. I) * táknar, að það, sem á eftir kemr í [ ] er sú mynd, sem efnið síðar (eða sfðast) féklc í þinginu. ef þeir gjalda légkaup og taka þátt í kostn- aði til viðhalds eðr stækkunar grafreitanna. Má prestr þeirra jarðsyngja og moldausa þar lík safnaðarlima sinna, og mega utan- þjóðkyrkjumenn viðhafa þar helgisiði sína, er þeir hafa sett sér. Gjöri þeir sór graf- roiti annarstaðar, eru þeir háðir heilnæm- isreglum þeim, er nú gilda eðr settar kunnu verða, um greftranir, og samþykki og eft- irliti valdsmanns, að því er til grafreitar- stæðis kernr. (30) Frv. til laga um prentsmiðjur (frá J. ÓI.). 1 kaupstöðum og verzlunarstöð- um, sem lögreglustjóri er búsettr á, er heimilt hverjum, sem er fjár síns fullráði með óflekkuðu mannorði, að reka prent- smiðju, [*ef hann leysir borgarabréf1]. Annarsstaðar þarf leyfi landshöfðingja, ér veitist ókeypis. Prentsmiðjur allar láti landsbókasafni ókeypis í té 2 eintök als, sem prentað er [bókasöfnum Akreyrar og Stykkishólms 1 hvoru, kgl. bókhlöðunni 2, og háskólabókasafni l1] . — (31) Laxafrið- anarfrv. sérá þorkels. Lax friðhelgaðr frá 1. ágúst til 20. maí, annan árs tíma 36 stundir í viku frá laugardags-náttmálum til mánu- dags-dagmála nema éinn eigi alla veiði í á. Sýslunefnd með samþ. amtsráða má leyfa veiði til 1. september. Adráttar veiði má við hafa í ám að eins frá dagmálum til náttmála og að eins tveim sinnum þennan tíma. »Nú vill meiri partr þeirra manna, er veiði eiga í á, sem lax gengr í, véiða í félagi, til að koma fram meiri friðun, en lög þessi á kveða, og skal þá öllum þeim, er veiði eiga í ánni, skylt að gjöra það. Nú geta veiðieigendr ekki komið sér saman um, hvernig veiðinni skal skifta, og skal þá sýslumaðr með minnst 4 tilkvöddum óvilhöllum mönnum skifta henni«. Sem ein á telst höfuðá með kvísl- um, er í hana falla. Að öðru leyti sama efnis, sem núgildandi lög. — (32) Vegafrv. er sérstakl. um getið. — (34) Nýir verzl- wiarstaðir (auk þórshafriar, sem sérstakl. frv. er um og Óspakseyrar, sem frv. er um í ed.): á Búðarströnd í Fáskrúðsfirði, við Haukadal í Dýrafirði, við Vogavík í Gull- bringusýslu og á Svalbarðseyri í þingeyj- arsýslu. — (35) Selaskot. »Opið bréf 22. marz 1855 er hér með úr lögum numið«. Samþ. í ed. og er komið til 2. umr. í nd. — (37) Frv. um breyt. á l. um friðun fugla (L. B. Svb.) : Kríur og spörfuglar allir, svo sem snjótitlingar, þúfutitlingar, máríuerlur, steindeplar og þrestir skulu hvervetna friðhelgir á hverjum tíma árs sem er. Mófuglar, svo sem spóar og lóur, skulu friðaðir frá 20. apríl til 20. júlí, og svo er og um svani og alla fugla af anda- kyni, nema fiskiendr, heimbrima og lóma, í) Síðari viðaukatill. flutningsmanns. Saui)). við 3. umr. nd. er á engum tíma árs skulu friðaðir. Lundi og fýlungi skal friðaðr frá 20. apr. til 20. ágúst, og má ekki viðhafa net eða skot við veiði þeirra. Bjúpa skal friðuð frá 1. janúar til 31. júlí. Fjörufuglar, svo sem sendlingar, sandlóur, stelkar, rauðbrysting- ar, óðins ogþórs-hanar, tildrur, tjaldar og lóuþrælar skulu friðaðir frá 1. maí til 31. júlí. þessir fuglar eru ekki friðaðir á nein- um tíma árs: Hræ og gripfuglar, bjarg- fugl, mávar/ gæsir og helsingjar. — (48) frv. um laun presta (Fr. St.). Öllum prestaköllum skift í 6 flokka. í 1. flokki eru 5 prestaköll (óákveðið hver) ; tekjur í þeim sé 2000 kr. hverju. í 2. fl. eru 15 (óákv. hver), en tekjur þar 1800 kr. í 3. fl. eru 20 »brauð« (óákv. hv.j, tekjur 1600 kr. í 4. fl. 30, í 5. fl. 45 og í 6. fl. 30 »brauð«bitar, en tekjur 1400, 1200 og 1000 kr. Af föstum tekjum halda brauðin að eins tekjum af fasteign, ítökum og hlynnindum ; að öðru leyti skal landssjóðr skildinga út með það, sem á vantar(!) — (49) Frv. til l. um umsjón og fjárhald lajrkna (Fr. St.1) fer fram á að alnema blátt á- fram allar kyrkjutekjur, en demba öllum kostnaði við kyrkjur upp á—landssjóðinn með bakið breiða ! — (50) Frv. sömu ættar um að létta bólusetnmgarskyLdu af prestum, en leggja hana á lækna, féll við 1. umr. í nd- — (51 og 52) frvörp sömu ættar um gjald af að fluttum og útfluttum vörum tók flutningsmaðr (Fr. St.) aftr fyrir bænastað deildarinna.r—Enn voru fleirifúleggíhreiðri geistlegheitanna norðrþar, því að í (57) frv. um laun prófasta var farið fram á, að pró- fastar landsins hefðu sumir 300, sumir 200 kr. að launum árlega. Ekki var þess getið, hvaðan krónur þessar skyldi taka eða úr hverjum sjóði greiða, en líklega hefir það verið ætlað landssjóði. Vegamálið og auglýsíngamáiið á alþingi. Eftir Heyranda í liolti. Af þoira frumvörpum, scm folld liafa verið á jn'nginu, cr vert að geta tvoggja. Annað ]>cirra var næsta mikilsvert. það var frumvarp um breyting á vegalögunum 15. okt. 1875, þoss efn- is, að með fjallvegum skyldi „telja alla aðal- póstvegi í bygðum“. þessi breyting, þótt eigi væri stór, mundi hafa gert það að verkum, að landsjóðr kostaði allar vegabætur á aðal- póstvegunum. þórarinn Böðvarsson var flutningsmaðr og gat þess meðal annars, að mest riði á vegabót- um á inum fjölförnustu vogum, og það væru einmitt póstvogirnir, en rneð því fyrirkomulagi, 1) þess er skylt að geta, að það eru prestar í Skagaiirði, sem eru feðr að þessum frv., en Fr. St. ber þau að eins fram ; annars er hann sannarlega ekki meðal þeirra, sem vilja demba öllum prestum og kyrkjum upp á landssjóð.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.