Þjóðólfur - 08.01.1886, Page 2

Þjóðólfur - 08.01.1886, Page 2
að gegna; þar eru fundarhöld mjög svo erfið um þerman tíma árs, ogvíðajaín- vel ómögulegt fyrir menn að sækja fundi langt að. Úr þessu gæti það þó bætt mikið, ef hreppsnefndir t. a. m. notuðu fundi sína til að ræða um kosn- ingarnar, og aðrir málsmetandi menn notuðu til þess þau mannamót, sem kæmu fyrir, til dæmis kirkjufundi. ,Pað ætti og einkarvel við, að sýslunefndir gjörðu kosningarnar að umtalsefni á fundum sínum. Að vísu er ekki ætlazt til, að þær fáist við þess konar málefni; en livað skyldi geta verið á móti því, að þær gjörðu það, um leið og þær ræða þau mál, sem lögboðið er að heyri undir þær? Pví að enginn nmn þó neita því, að það er hverju kjördæmi til heiðurs að senda nýtan þingmann frá sjer, eins og það aptur á móti er liinn mesti vanheiður að senda ónýtan og duglausan mann inn á þingið. Ög hverri sýslunefnd ætti þó að vera mjög umhugað um heiður sýslufjelagsins, og reyna að undirbúa þingmannakosning- ar, og það því fremur, sem sýslunefndir eru skipaðar málsmetandi mönnum í sýslunni, sem gætu haft mikil áhrif í þessu efni. Með vorinu ætti svo að halda al- menna fundi í hverju kjördæmi, helzt á á fleiri en einum stað, til þess að sem flestir gætu sótt þá. Á fundum þess- um ættu náttúrlega þeir að mæta, sem ætla að bjóða sig fram, og skýra þar kjósendum frá skoðunum sínum, og kjósendurnir aptur á móti að spyrja þá spjörunnm úr. Það er mjög óhentugt, áð þessir fundir geta ekki farið fram í ár fyr en skömmu á undan kosningun- um, því að eptir skoðun vorri ættu slíkir undirbúningsfundir að haldast æðilöngum tíma á undan kosningunum, til þess að kjósendurnir hefðu tímann fyrir sjer, ef þeim gezt ekki að þeim, sem gefa sig þar fram sem þingmanns- efni, því að þá eiga þeir að snúa sjer til þeirra manna, sem þeir telja hæfari, og fá þá til að bjóða sig fram til þing- mennslm, eða með öðrum orðum kjós- endurnir eiga sjálfir að útvega sjer þingmennina — útvega sjer þá hæfustu menn, sem auðið er að fá í það og það skipti. Mundi þá margur, sem annars sæti heima, láta tilleiðast að bjóða sig fram, ef á hann væri skorað af kjós- öndum einhvers kjördæmis. Þetta er því meir áríðandi, sem vjer vitum dæmi til, að efnileg þingmannsefni hafa dreg- ið sig í hlje, ogekki viljað bjóða sig fram, nema þeir vissu fyrirfram, að það væri vilji manna að kjósa sig, og mundu því láta til leiðast, ef á þá væri skorað. Það kann nú einhver að spyrja, hvað þeir eigi einkum að hafa fyrir^augum, er þeir velja þingmann. Það verða að vera kostir og hæfileg- leikar þeirra, sem í boði eru. Það er þá fyrst, að þingmaðurinn má ekki gjöra það utan við sig að bjóða sig fram; hann verður að finna köllun hjá sjer til þess; hafa svo sterkan á- huga á þingmálum, að hann fáist við þau með lífi og sál. Því næst er það ómetanlega mikill kostur, að þingmaðurinn sje vel að sjer, því að það má óhætt fullyrða, að þeg- ar til stórræðanna kemur, hefur þekk- ing og menntun ekki hvað minnst á- hrif og það, sem suma af þeim mönn- um, er setið hafa á þingi, vantar einna mest, er menntunin. Mesta áherzlu verður þó að leggja á skoðanir þingmannsins, bæði hverjar skoðanir hann hefur, og eins að þær sjeu stöðugar og hann einbeittur að fylgja þeim fram. Það er alveg óhafandi, að þingmenn sjeu reikulir í skoðunum, hafi eina skoðun í dag og aðra á morg- un, eina skoðun, þegar þessi á tal við hann, aðra, þegar hinn talar. Þess vegna ættu kjósendurnir að verða gagn- kunnugir skoðuuum þeirra, sem bjóða sig fram, áður en kosið er. Yera kann, að einhver segi: „Það eru svo margs konar skoðanir manna og hverjar skoðanir á sá að hafa, sem jeg á aðkjósa?“ Auðvitað er, að menn verða að gjöra sjer það Ijóst á undan kosningunum. Skulum vjer svo stutt- lega, sem auðið er, láta í ljósi skoðun vora í því efni. Samkvæmt skoðun vorri á hinni end- urskoðuðu stjörnarskrá ætti eigi að kjósa aðra á þing, en þá, sem eru al- gjörlega með henni; og allra sízt ætti það að koma fyrir, að annar þingmað- urinn úr einhverju kjördæmi sje með henni, en hinn á móti, eins og átti sjer stað á síðasta þingi. Yonandi er að engir kjósendur sýni af sjer svo mikla ósamkvæmni við kosningarnar. Á næsta þingi mun verða hreyft við Fensmarksmálinu, eða að minnsta kosti ætti að gjöra það. Það ætti því ekki að kjósa þá menn, sem vilja láta það mál afskiptalaust. Heldur miklu frem- ur einmitt þá, sem umhugað er um að rannsaka það, og eru nógu einbeittir til að láta skríða til skara, ef á þarf að halda. Þá eina ætti og að kjósa næst á þing, sem láta sjer annara um að hlynna að búnaðarskólum vorum, og vilja veita meira fje, en gjört hefur verið, til efl- ingar búnaði, til þilskipakaupa og sem yfir höfuð ljetu sjer annt um efling at- vinnuveganna. Enn fremur væri það hin mesta nauð- syn að fá þá menn inn á þing, sem sjerstaklega er umhugað um menntun- armál vor, einkum alþýðumenntun, því að það þyrfti sannlega að hreyfa eitt- hvað meir við þeim á þinginu, en gjört hefur verið. Það ættu menn að varast að kjósa þá menn, sem ausa vilja fje yfir hóf fram til launa handa embættismönnum vorum. Vjer höfum nú að eins stuttlega bent á, hverja stefnu þeir ættu að hafa á sum- um þjóðmálum vorum, sem kosnir yrðu á þing næst, og talað um, hvað menn ættu helzt að hafa fyrir augum við kosningarnar. En þá er eptir að benda á þá menn sem kjósa ætti. Vjer verðum að játa, að oss vantar nægan kunnugleika til að geta bent á hina hæfustu menn. Þó munum vjer seinna reyna að nefna nokkra menn, sem fremur öðrum ætti að kjósa til þings næst, eptir þeirri þekkingu, sem vjer höfum, og þeim skýrslum, sem vjer höfum fengið í því efní. Endurskoðun stjórnar- skrárinnar. II. í stjórnarskrárfrumv., sem samþykkt var í neðri deild alþingis 1883, var eins og í frv. 1881 ætlazt til að lands- höfðingi hefði ráðlierratign og bæri á- byrgð á stjórninni fyrir þinginu (5. gr.).

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.