Þjóðólfur - 09.04.1886, Síða 1
Kemur út' á föstudags-
morgna. Verð árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr.). Borgist
fyrir 15.júli.
ÓÐÓLFUR.
nppBÖgn(8krifleg) bund-
in við áramót.ögild nema
komi til (itgef. fyrir 1.
oktðber.
XXXYIII. árg. Reykjayík, föstudaginn 9. apríl 1886. Nr. 15.
s? %
4
BOKMENNTIR.
1
.ý. Jf. -f- -f- -f-
Ph. Sehweitzer, Gtesehiclite der skandi-
navisehen Litteratur. I. Theil: Ge-
schiclite der altskandinaviRchcii Litte-
ratur von den íiltesten Zeiten bis /.ur
Reformation. (Bókmenntasaga Norður-
landa. I. hluti: Saga fornnorrænna hók-
mennta frá, elzta tíma til siðahótarinnar).
Leipzig. Bls. XXIII. -f- 226. 8.
Bók pessi kom út snemma á pessu ári, og
kom hingað til landsins með póstskipinu síðast.
Höfundur hennar, dr. phil. Philipp Schweitzer,
er mörgum kunnur orðinn hjer á landi, hæði
síðan hann ferðaðist hjer 1883 og gaf út fyrir
rúmu ári hók um ísland, sem Þjóðólfur hefur
getið um (1885, hls. 186.). Hann er á bezta
aldri, tæplega fertugur. Dr. Sohweitzer er
skáld og hefur einkum lagt fagurfræði (æsthetik)
fyrir sig; er pví gaman að sjá, hvernig hann
lítur á hókmenntir vorar, einkum ]iar sem fag-
urfræðingar hafa svo lítið ritað um }>ær áður.
Það hafa helzt málfræðingar gjört og þeir skoða
þær með öðrum augum, opt í gegnum orðmynd-
ir, stafsetning o. s. frv.
Það er kunnugt, hve mjög bókmenntir ís-
lendinga háru af hókmenntum annara þjóða á
Norðurlöndum og víðar á miðöldunum; einkum
sköruðu ]ieir fram úr í skáldskap og söguvís-
indum. Af þessu tvennu er ]>ó sagnafræðin á
hærra stigi, ]>ví að um alla fornöldina og mið-
öldina á engin }>jóð slík sögurit sem vjer, nema
Grikkir og Rómverjar. Aptur stendur skáld-
skapur vor eigi skáldskap Grikkja eða Róm-
verja á sporði. Hjá oss er enginn sjónleika-
kveðskapur, hjá Grikkjum hinn ágætasti, hjá
Rómverjum töluverður. — Prændur vorir á
Norðurlöndum hafa eins og fundið til andlegr-
ar fátæktar forfeðra sinna, en auðlegðar for-
feðra vorra; þess vegna hafa þeir, einkumNorð-
menn og Danir — Svíar að kalla ekki —, vilj-
að eigna sjer sem mest af bókinenntum vorum
og hafa heiðurinn af þeim. Þó eru heiðarleg-
ar undantekningar einkum hjá Dönum, sem
eigi hafa verið eins fastir á því, að ýms ís-
lenzk rit væru dönsk, eins og Norðmenn að
þau væru norsk, nje heldur liafa þeir viljað
eigna sjer eins margt. Þjóðverjar hafa heldur
eigi í öllu verið sem sanngjarnastir við oss;
hefur það stundum ef til vill komið eins mikið
af því, að hlutaðeigandi rithöfundar hafa eigi
verið nógu kunnugir til að hitta hiðrjetta, eins
og þeir hafi viljað eigna öðrum eða þjóð sinni
það, sem vjer eigum. Þess þarf varla að geta,
að góðar uudantekningar eru og frá þessu með-
al Þjóðverja, og er þá sjerstaklega skylt að
nefna hinn ágæta vin vom, dr. Konrad Mau-
rer, sem má heita faðir alls fróðleiks í Þýzka-
landi um ísland.
Þegar vjer minnumst þessa, hlýtur það að
vekja enn meiri athygli vora, er vjer lítum
andrikan rithöfund setjast á hekk með slikum
mönnum sem dr. K. Maurer, Th. Möhius, dr.
C. Rosenherg. Dr. Schweitzer lætur yfir höf-
uð að tala hvern eiga það, sem hann á. Hann
segir hreint og heint, að „undirlendið (þ. e.
frjósamasta landið) í andlegu tilliti var áþessu
tímahili (þ. e. 1120—1520) hvorki Danmörk,
nje Svíþjóð eða Noregur, heldur ísland; er þð enní
dag optast nær átt við þau þrjúein, þá er talað
er um Norðurlönd“ (hls. 131). „ísland hefur
eigi að eins tekizt forystu Norðurlanda á hend-
ur í skáldskap, í sögufrásögn, heldur einnig í
lagasetningu og sagnaritun11 (174). Hann við-
urkennir og ágæti sögurita vorra þar sem hann
segir, að Evrópa átti þá engin sögurit, sem
jafnazt gæti við vor hvorki að djúpskygni eða
frásagnarlist (134.).
Þessi bókmenntasaga Norðurlanda kemur út
sem 8. hindi af bókmenntasögu mannkynsins,
þar sem hókmenntir á hverri tungu stórþjóð-
anna (t. a. m. ensku), eða skyldum tungum
smáþjóðanna (t. a. m. íslenzku, norsku, dönsku
og svensku) eru sagðar hverjar í heild fyrir
sig. Titill ritsins er: Geschichte der Weltlittera-
tur in Einzeldarstdlungen. Margir rithöfundar
vinna að því. Dr. Schweitzer skipar efninu
eptir aldri eins og gert er i þessu riti (bls.
VII.). Það þykir nú góð regla í fagurfræðis-
ritum og bókmenntasögum, þar sem því verður
áreiðanlega viðkomið, en er til fornbókamennta
vorra kemur, er mikið við ]>að að athuga. Hjer
stendur sjerstaklega á með t. a. m. þær sögur
vorar, sem gerðust fyr en þær eru ritaðar; líkt
er um Eddukvæðin. Nokkuð öðru máli væri
að gegna, ef verið væri að lýsa menningu þjóð-
arinnar í öllum greinum, i menningarsögu, þó
að farið væri eptir aldri athurðanna og talað
væri um t. a. m. Njálu í sögu 10. og 11. ald-
arinnar. Það er satt, sem Benedikt Gröndal
hefur einu sinni sagt og eigi er vert að gleyma:
„Sögur og kvæði eru, engin hókvisi (Litteratur)
fyr en búið er að rita hækurnar".
En hjer er eigi rúm til þess að fara meira
út í þetta eða skipting efnisins yfir höfuð nje
einstök atriði. Að eins skal þess getið, að eigi
er ástæða til að telja byggingarár íslands 875
(hls. 16.), nema að leiða rök að því, þar sem
árið 874 er talið hið rjetta.
Úthreidd þekking á norrænum bókmenntum
er ekki á Þýzkalandi. Þjóðvefjum er likt far-
ið í því og hinum höfuðþjóðum hins menntaða
heims, þær læra einkum að þekkja sjálfa sig
og hver aðra, og fornu menntunina fyrir sunn-
an sig. Að eins einstaka fræðimenn leggja
stund á, að kynna sjer það, sem smáþjóðirnar
hafa að hjóða. Hvað Norðurlönd snertir þá
hafa einstaka menn meðal Þjóðverja lagtstund
á norræn vísindi1, en það er mjög sjaldgæft
meðal Englendinga og Frakka, að jeg eigi tali
um hinar höfuðþjóðirnar, enda má svo að orði
kveða, að flestur fróðleikur sje nú gróðursettur
á þýzka tungu. Danskur maður, Pr. Winkel
Horn, er hinn eini, sem hefur áður ritað bók-
menntasögu Norðurlanda (gefin út i Leipzig
1880), en sú hók hefur eigi náð úthreiðslu á
Þýzkalandi. Aptur eru mikil líkindi til að
þessi bók nái útbreiðslu á Þýzkalandi, bæði af
þvi að hún er partur úr ágætu verki, og svo
einkum af því hún er skemmtilega skrifuð. Hún
er eigi tómir upptalningar, heinagrind ein, held-
ur í heztu holdum, ef svo má að orði kveða.
Það er eigi gjört sjer far um að telja upp svo
margt, ómerkilegt sem merkilegt, heldur er
sagt þeim mun hetur frá því, sem er merkast.
Það er því gleðilegt fyrir oss íslendinga, að
sá Þjóðverji, sem verður fyrstur til þess eins
og að draga upp skýra mynd handa löndum
sínum af bókmenntum Norðurlanda frá upphafi
þeirra og til vorra daga, lætur oss njóta sann-
mælis, en gengur eigi svo að segja fram hjá
oss, af þvi vjer vorum — mjer liggur við að
segja — kviksettir um langan aldur, og frænd-
þjóðirnar fóru þá fram úr oss. Hann dæmir
oss öndvegissætið á meðan vjer eigum það, og
jeg er líka viss um, að íslendingar —, sem eins
og annað kurteist fólk þakka fyrir, þá er þeim
er boðið sæti —, munu minnast þess lengi með
þakklæti.
Rvik 28. marz 1886.
Bogi Th. Melsteð.
Um alþýðumenntun
eptir skólastjóra Jón Þórarinsson.
—:o:—
II.
Eins og jeg neita því með öllu, að
ástæða hafi verið til að láta alþýðu-
menntunar-málið afskiptalaust á sein-
asta þingi íyrir þær sakir, að almenn-
') Um íslenzkar bókmenntir á Þýzkalandi, sjá
Þjóðólf 1880, 32. ár, 12. blað, neðanmáls.