Þjóðólfur - 16.04.1886, Page 2

Þjóðólfur - 16.04.1886, Page 2
62 rjetti segja, að það geti eigi samþýðzt stöðu lögreglustjóra og eptirliti því, er lionum beri að hafa á hendi eptir hor- fellislögunum? Prentsmiðja og peningur er hvorttveggja eign, sem má misbrúka, fara illa með, og lögreglustjórum ber eigi síður að sjá um, að peningur sje eigi felldur úr hor, eða illa farið með skepnur, en að prentsmiðja sje eigi misbrúkuð. Með öðrum orðum, mjer virðist kenning herra landshöfðingj- ans fela i sjer þá hugsun, að embættis- menn eigi að öllu leyti, sem maður segir, „að lifa og deyja upp á kongs- insnáð“, eða vera nokkurs konar vilja- laus verkfæri. Mjer getur þó eigi blandazt hugur um, að þetta sje eigi skoðun herra landshöfðingjans; jeg þykist vita, að hann muni mjer sam- dóma um það, að slik staða embættis- manna væri vísasti vegurinn til að svipta þá virðingu og áliti almennings, og auk þess einkar óeðlileg og skað- leg fyrir vora fámennu þjóð. Yjer höfum margt að vinna þjóð vorri til frama, og veitir eigi af, að hver leggi fram sinn litla skerf. En á hvaða rökum ætli álit herra landshöfðingjans sje þá byggt? Mjer flaug í hug orðatiltækið: „auðlærð er ill danska“, og að þetta væri ef til vill byrjunin til þess, að setja íslenzku embættismennina á pall með hinum dönsku stjettarbræðrum þeirra, sem blöðin segja að eigi misjafnri gæfu að fagna undir óöld þeirri, sem nú virð- ist drottna í Danmörku, en eg sann- færðist brátt um, að hinn æruverðugi öldungur, sem um tíma hefur gegnt störfum landshöfðingja - embættisins, mundi aldrei hafa viljað stiga eitt fet til að innleiða umboðslegt sjálfræði gagnvart embættismönnum á ættjörðu sinni. En álit herra landshöfðingjans í þessu máli, er svo mjög snertir stöðu mína sem borgari, var og er mjer leyndardómur.* *) Ef sú meginskoðun á stöðu lögreglustjóra, sem liggur til grundvallar fyrir umræddri synj- un, er ekki sú, að gera J>á sem ósjálfstæðasta borgara í þjóðfjelaginu, þá er hún oss einnig fullkominn leyndardómur, og mun vera það Máske ellin og æskan eigi örðugt með að skilja hvor aðra. þ* nÞ 'vÞ •'Þ’ •'Þ 'sÞ' 'sL' 'sL' 'vj^' 5% k BÖKMENNTIR. ‘ l> ‘ *- -S'- -'Z—'A -v. -V. -ff. -rr. ^A VA jr. Jr. JJ. SJ sr «11 ‘ Sálmabók til kirkju- og heima-söngs. ítvík (Sigfús Eymundsson) 1886. Nú er hin „nýja sálmabóku komin út, sú er sjö manna nefndin var skip- uð til að búa út árið 1878. Flestir sem athugað hafa sálmakveðskap vorn að fornu og nýju, eins og hann hefur birzt bæði í sálmabókum vorum og flestum sálmakverum, hafa verið á einu máli um það, að þar stæðum vjer hörmulega langt á baki öðrum þjóð- um að því, er allt form á honum snertir, og víst er óhætt að fullyrða, að í engri grein skáldskaparins hefur oss Islendingum jafnlengi liðizt átölu- laust, að misbjóða svo heríilega máli og kveðandi, sem i sálmaskáldskapn- um, enda hefur það verið gjört þar svo að furðu má gegna. Þessi sálma- bók hefur eitt það sjer til ágætis, að hún i þvi efni segir að svo miklu leyti skilið við fortiðina, sem gjörlegt var að sinni. En það er eigi ein- göngu það, að á flestöllum sálmum hennar sje rjett kveðandi og fagurt mál, heldur eru sálmarnir yfir höfuð fagrir, hjartnæmir og efnisrikir, og geta, eins og mest á ríður, glætt hjá mönnum hreina trú, guðsótta og sið- gæði. Eins og menn muna, vorulíka i nefndinni þeir: síra Björn sál. Hall- íiestum, jiangað til hr. landsh. gerir skýrari grein fyrir skoðun sinni á málinu. En ef að vanda lætur fyrir landstjórninni, þarf enginn að vonast eptir, að hann fari að gefa almenn- ingi skýringar um það. Það gerir nú heldur ekki svo fjarska mikið til, pví að þetta mál er eitt af hinu marga og mikla í aðgjörðum land- stjórnarinnar, sem þingið parf að gera fyrir- spurnir um, og láta landstjórnina svara fyrir. Er vonandi, að ísfirðingar búi svo út pingmenn sína, að Jieir hreyfi rnálinu í sumar á þinginu, ef aðrir pingmenn verða ekki til pess ; þá get- ur hr. landsh. heyrt, hve vinsæl þessi synjun er, og þá geta landsmenn fengið að heyra hina leyndardómsfullu stjórnspeki, sem synjanin styðst við. Bitstj. dórsson í Laufási, síra Helgi Hálfdan- arson, forstöðumaður prestaskólans, síra Mattías Jochumsson, síra Páll Jónsson í Viðvík, síra Stefán Thór- arensen á Kálfatjörn, Steingrimur Thorsteinson, kennari við latínuskól- ann og síra Valdimar Briem á Stóra- núpi, og þessum mönnum var trúandi til að leysa verkið af hendi, eins og mjer þykir raun á orðin. I sálmabókinui eru 650 númer, þar af eru að eins 156 nr. eptir aðra, ery nefndina sjálfa, bæði nú lifandi skáld og einkum þó eptir eldri, Hallgrím Pjetursson mest. Þó er mikill mun- ur á því, hve mikið hver einstakur nefndarmaður hefur gert. Þannig eru um 840 nr. eptir tvo, nfl. síra Helga um 200, þar af 140 þýddir og síra Valdimar Briem um 140, þar af 100 frumkveðnir. Af þessum 650 númer- um eru 287, sem annaðhvort hafa ver- ið þýddir úr útlendum málum, eða þar sem aðrir sálmar, útlendir eða eldri innlendir sálmar, hafa verið hafðir til fyrirmyndar, og hafa auðvitað til þess verið valdir fegurstu sálmar á öðrum málum, einkum dönsku og þýzku. Allmargir sálmanna hafa áður sjezt á prenti, bæði nokkrir í sálmabókinni frá 1871 og í sjerstökum söfnum (t. d. margar þýðingar sira Helga); en fjöldi þeirra er nýr. Mesti fjöldi sálma þeirra, er áður hafa verið í sálmabók- um vorum, hafa eigi verið teknir í þessa, eins og sjálfsagt var og rjett, þegar þeir voru eins stórgallaðir eins og þorri þeirra var. En allmargir út- lendir sálmar, sem áður voru í sálma- bókinni, hafa verið teknir upp í ann- ari nýrri þýðingu. Þó eru teknir all- margir óbreyttir að kalla. Hjer eru því mikilsverð timamót í sálmagerð vorri, og það ekki ein- göngu i þvi, er þegar hefur verið bent á, heldur og að nokkru leyti í því, sem þvi er nátengt nfl. kirkjusöngn- um, þar sem lögunum hefur í sálma- bók þessari fjölgað að fullum þriðj- ungi við það, er áður var (eða um 60). Þó að þetta sje mikilsvert og æski- legt í sjálfu sjer, þar sem líka þessi nýviðbættu lög eru mörg ljómandi

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.