Þjóðólfur - 23.04.1886, Síða 4

Þjóðólfur - 23.04.1886, Síða 4
68 frumy. síðasta þings, en nokkrir á móti (horfðu i kostnaðinn). Binrðma álit fundarins, að þingið í sumar ætti að taka Fensmarksmálið til meðferðar. h-|MOÐ.|^ Sumarpáskar hafa á næstl. 130 árum verið 22/4 1764, 24/4 1791 og 1799, 22/4 1810,1821 og 1832, 23/4 1848, 24/4 8159, 25/4 1886, næst verða þeir 1905. En Góupáskar hafa verið 22/3 1761, 23/3 1788, 22/3 1818, 23/3 1845 og 1856; næst verða þeir 1902. Bptir þjóðtrúnni á að vera góður vetur, þegar Góupáskar eru. en slæmur vetur, þegar sumarpáskar eru; en það hefur ekki ævinnlega farið eptir því. (Hn m A). íslendingafjelögrin i Kaupmannahöfn, Is- lendinga fjelag hið meira og Tryggva fjelag sameinuðust í vetur í des. með þeim kostum, að Tryggvi yrði forseti í hinu sameinaða fjel. i 2 fyrstu mánuðina, en síðan í 2 mán. ein- hver, sem verið hefði i ísl.fjel. hinu meira, er þetta sameinaða fjel. var sniðið eptir. Þegar Tr. gat ekki lengur verið forseti og forseta- skiptin urðu eptir þessa 2 mán., fjellst honum svo mikið um það, að hann sagði sig úr fje- laginu, en gat þess þó áður „að hann væri til- leiðanlegur til að vera kyrr í fjelaginu sem forseti, ef fjelagsmenn hjeldu, að það hefði mikla þýðing fyrir fjelagið1'. En það taldi enginn. Svo vildi önnur mæða til enn tilfinnanlegri fyrir Tryggva, að honum auðnaðist ekki að verða konungkjörinn þingmaður í stað bisk- upsins. Skyldi honum ekki segja fyrir að því, er snertir kosningar framvegis? Töfrahöll Edisons. Á nýársnóttina í vetur var haldin mikil veizla i hýbýlum Edisons, sem mikið hefur verið rætt um; því þar vorumenn á ýmsan hátt minntir á, að þeir voru staddir hjá þeim manni, sem fremur öllum öðrum kann að beita rafmagninu til verklegra nota. Þeg- ar gestirnir snertu útihurðarsnerilinn heyrðist mesta háreysti; þegar þeir stigu á þresköldinn, kviknuðu mörg gasljós í ganginum; þegarþeir voru að hengja upp yfirfrakkana og hattana. tóku stórir bustar þegar að núa rykið af stig- vjelunum þeirra. Það var sem allt væri gjört með göldrum; hnífar og gaflar spúðu eldgneist- urn, þegar þeir snertu diskana, en þó brá gest- unum mest við, þegar líkneski, sem stóð á borð- inu tók allt i einu að renna til augunum og mæla fyrir skálum (það var nefnilega útbúið með ,,fonograf“). Þegar klukkan sló 12 slokkn- uðu öll gasljósin í matsalnum, nema að eins eitt, matborðið hvarf og tvær failbyssur komu í ljós, sem strax tóku að fagna hinu komandi ári með skothríð. Þega,r gestirnir fóru búrt um nóttina, glóði öll töfrahöll Edisons i raf- magnsljósaljóma. íbúatalan í Lundúnaborg var við síðasta manntal, er fór fram i vetur, 4,537,221. Fangaprjedikari nokkur byrjaði prjedikun sína fyrir föngunun með þessum orðum: „Það gleður mig, að jeg hef svo marga áheyrendur“. Hestur á skautum. í Boston í Ameriku er hestur, sem rennir sjer á skautum, og tekst það allfimlega. Hann hefur verið i 9 mánuði að læra það, og eins og nærri má geta, hefur kennari hans orðið að taka á þolinmæðinni, því klárinn var nokkuð tornæmur á þessa íþrótt, en þó tókst það svona á endanum. Kjörskrá yfir þá, sem hafa eða ,fá kosning- arrjett til alþingis hjer í bænum frá 1. júlí þ. á. til 30. júní 1887, liggur til mánaðarloka frammi á bæjarþingsstofunni. Með því að mörgum er sleppt, sem þar eiga að standa, ættu allir kjósendur sem fyrst að gá að, hvort þeir standa þar, og fá leiðrjetting á því, sem skakkt er. AUGLYSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a. hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd. ‘Supplement til islantlske Ordlböger’ eptir rektor Jón Þorkelsson er til sölu. Rit- stjóri ávísar. M *pH cij S5 Œ> tí Q tí cr; w o cc h o o o o h W Q q PQ H-< bD :0 oS Z ¥ 5C o > o o 0 u ’Íh < <2 B 0 q Ö 5JD <D bX) bc :0 nd 2 s 0 a *s o r* -*j a u cð <& • M bD ? 1 & þ :© w *>o bC H £ 'r£ m cð C3 •s S7 o W 0 2 bcp^ •3 .«3 £ JZÍ bc & © *o '3 g <J -0* m p-i s=s g :0 Ö bB m c-° <u O q q Þ W & _ P bC r/T 2^ <0 e0 Ö 'S 0 rfí 0 '3? M cn khH eð O æ qi r/2 • Þs O e4H P* m cð o 'Cð 3> b£) 'öj • s o >2 cð a 3 Ö 3 T3 P-c a> > co d> ns S-c PQ O-c hn t-h o d M •d .73 > a a> A -3 cS -O a ö Til athugunar. Vjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lífs- eleodr hra. Mansfeld-Búlner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefur á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvör- unar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um, að líkja eptir einkennismiðan- um á egta glösunum, en efnið i glösum þeirra er ekki Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um lang- an tíma reynt Brama-lífs-elixír, og reynzt hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og.til þess að lækna margskonar magaveikindi, og get- um því mælt með honum sem sannarlega heilsu- sömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þess- ar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkennismiða al- þekktrar vöru, til þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Christian Knopper. Tliomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Rönland. I. S. Jensen. Gregers Kirk. L. Dahlgaard Koklcensberg. N. C. Bruun. L. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaard. L. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Cristensen. Chr. Sörensen. N. B. Nielsen. N. E. Nörbg. Eptir áskorun frá mörgum kjósendum í Gull- bringu- og Kjósarsýslu auglýsist hjer með, að fundur verður haldinn í þinghúsi Garðahrepps i Hafnarfirði laugardaginn 15. mai næstkom- audi, til að ræða um kosningar þær til alþingis, er fram eiga fara i júnímán. næstkomandi; skora kjósendurnir á þá, sem ætla að bjóða sig fram til kosningar i kjördæminu, að mæta á fundinum eða senda brjeflega yfirlýsing á fund- inn, er verður settur ofannefndan dag, kl. 11 f. hádegi. Görðum 16. apríl 1886. Þórarinn Böðvarsson. Seldar óskilakindur í Lundareykja- dalshreppi liaustið 1885. 1. Hvitur lambhrútur, mark: biti fr. h.; tví- rifað i stúf v. 2. Hvít gimbur með sama marki. 3. Hvítur geldingur, m.: heilrifað, hnífsbragð apt. h., sýlt v. 4. Hvít gimbur, m.: heilhamrað h.; stýft v. 5. Hvítur geldingur, m.: blaðstýft fr. h. ; fjöð. fr. 2 fjaðrir apt. v. Rjettir eigendur geta fyrir lok næstkomandi júnimánaðar vitjað hjá undirskrifuðum verðs ofannefndra kinda, að frádregnum fundarlaun- um og öðrum kostnaði. Oddsstöðum 1. febr. 1886. Arni Sveinbjarnarson. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þoi'leifur Júnsson, cand. phil. Skrifs tofa: á Bakarastíg við hornið á Ingólf sstræti. Prentari: Sigm. Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.