Þjóðólfur - 07.05.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags-
morgna. Verö Arg. 4 kr.
(erlendis 5 kr.). Borgist
fyrir lð.júlí.
ÞJÓÐÖLFUR.
Uppsögn (skrifleg) bund-
in viö áramót, ógild nema
komi til útgef. fyrir 1.
október.
XXXVIII. árg.
Iteykjavík, f'östudaginn 7. maí 1886.
Nr. 19.
ÍRSKA MÁUÐ.
Eptir stúd. mag. Jón Stefánsson.
—:0:—
1. írland og ísland.
Fyrir 1000 árum sat Ólafur hvíti í
Dýflinni með Unni djúpúðgu, drottn-
ing sinni, sem kaus að búa á Islandi
í elli sinni eptir fall hans. Nú situr
þar jarl Engladrottningar. í nærri
öll þessi þúsund ár er saga íra rauna-
saga. Útlendingar, fyrst Norðmenn,
svo Englendingar, hafa drottnað yfir
þeim með harðri hendi.
Nú i ár lítur út fyrir, að þeir muni
fá sjálfsforræði, og vjer íslendingar,
sem höfum fengið það að nokkru,
ættum að samgleðjast hinum írsku
frændum okkar í því efni. Því frænd-
ur eru þeir, þó írska blóðið i æðum
íslendinga sje líklega farið að þynnast.
Fjöldi landnámsmanna kvongaðist á
írlandi og margir þeirra voru af irsku
kyni i föður- eða móðurætt og stund-
um i báðar ættir. Af Landnámu sjest,
hvað mikill fjöldi þeirra hjet írskum
nöfnum. Ólafur Pá lærði irsku af
móður sinni og Kjartan son hans,
þjóðhetjan, hjet í höfuðið á móðurföður
sínum írakonungi. Það mun vera
írsk kynfylgja, að svo margir íslend-
ingar eru svarthærðir og svarteygir.
Islendingum hefur litizt vel á írska
kvennfólkið og Gunnlaugur Ormstunga
hefði vist kvongazt í Dýflinni, ef eng-
in Helga hefði hamlað því.
En það er meir en blóðskylda milli
íslendinga og íra. Að sögn Ara Fróða
hafa írar búið á íslandi á undan fyrstu
landnámsmönnum. Papey og Papós
austanlands eru nöfn dregin af írskum
munkum, sem nefndust Papar. Hefðu
nú landskostir verið betri en þeir eru,
þá hefðu ef til vill írar byggt ísland
á undan Norðmönnum, en það átti
ekki að verða. Þó ekki sje nema
eins stafs munur á nöfnunum, ísland
og írland, þá er samt fólkið ólíkt, sem
þau byggir.
II. Irland og England.
„Ok munu írar
angr um bíða
þat er aldri mun
ýtum íirnast“.
Darraðarljóð.
Þessi voðalegi spádómur er fyrir Brjáns
bardaga (1014). Njála heitir sjálf írsku
nafni, enda segir hún snildarlega frá
þessum bardaga með öllum þeim feikn-
um og undrurri, sem honum fylgdu.
En það má líka setja þennan spádóm
yfir sögu íra. Þeir munu aldrei gleyma
því angri, sem þeir hafa beðið í marg-
ar aldir. Til þess að mönnum skiljist
betur, hvar nú er komið fyrir þeim,
skal jeg hjer fara stuttlega yfir angur-
sögu þeirra.
Seint á tólftu öld lagði Hinrik ann-
ar Englakonungur undir sig austur-
strönd írlands, og smámsaman brutu
Englendingar það undir sig. A sið-
ustu rikisárum Elísabetar gerðu írar
uppreist mikla, og þá fyrst voru þeir
algjörlega á bak brotnir. Þó tekur
út yfir, þegar Cromwell kemur til sög-
unnar. Irar eru af keltnesku kyni
og hafa katólska trú. Þeir fylgdu
Karli fyrsta móti Cromwell. Þeir voru
í augum Cromwells fjandmenn og skurð-
goðadýrkendur, sem áttu skilið að hann
færi með þá, eins og ísraelslýður fór
með Kanaansmenn, þ. e. upprætti þá
af jörðunni og byggði svo írland ensku
fólki. Þeir, sem ekki voru höggnir
eða flæmdir af landi burt, urðu land-
setar Englendinga eða jafnvel þrælar.
Enn i dag þykir það blótsyrði á írlandi
að nefna nafn Cromwells. Vilhjálmur 8.
bældi niður uppreisn, og eptir það voru
írar spakir lengi. Til dæmis upp á
kúgunina, sem við þá var beitt, skal
jeg taka fyrri helming 18. aldar.
Katólskir írar höfðu ekki rjett til em-
bætta, máttu ekki kaupa eða erfa fast-
eign, ekki bera vopn (sbr. íslendinga),
ekki verzla við neina nema Englend-
inga, ekki smiða skip o. s. fr. Þingið
i Dýflinni var viljalaust verkfæri í
hendi ensku stjórnarinnar og þing-
mennska gekk kaupum og sölum. A
seinni helming aldarinnar batnaði hag-
ur íra fyrir fylgi þeirra Grattans
mælskumannsins (írar eru opt mælsku-
menn) og Jóns Parnells, langafa þess,
sem nú er foringi Íra. Það er fyrst
á þessari öld, að írar hafa reist við.
Pitt yngri setti þau lög, að eptir 31.
des. 1800 skyldu írar ekki lengur
eiga þing i Dýflinni, en koma á þing
i Lundfmum. Eptir 1820 höfðu írar
öflugan forvígismann, þar sem var
O’Connel, mæiskumaðurinn nafnkenndi,
og 1829 fengu katólskir jafnrjetti til
embættavið aðra. O’Connel dó 1847,
og um miðja öldina voru hallærisár
mikil. Sagt er, að þá hafi á fáum ár-
um flutzt 2 miljónir íra til Ameríku.
Margir þeirra urðu þar stórauðugir
menn og styrktu leynifjelögin heima
á Irlandi. írar hafa sín leynifjelög
og smáleynidómstóla og dómar þeir,
sem eru kveðnir upp á næturþeli úti
á móunum i Kunnöktum (Connaught,
fátækasta hjerað landsins) eru fram-
kvæmdir með meiri dugnaði en dóm-
ar jarlsins í Dýflinni. Launvíg eru í
augum þeirra neyðarvörn. I rjettar-
meðvitund þeirra á enskur landsdrott-
inn (landlord) engan rjett á sór. Þeir
segja: „Þegar lögin ekki verndarjett-
indi vor, verðum við að vernda þau
sjálfir“. Allur þorri þeirra lifir i fá-
tækt og volæði á illa ræktuðum jarð-
arskikum. Þeir þrjózkast við að borga
landsdrottnum landskuldir, stundum
af getuleysi, stundum af viljaleysi,
opt af hvorutveggja. Frægast af þess-
um leynifjelögum, sem gera lands-
drottnum lifið súrt, er „The Fenians“
(Finnar), sem dregur nafn af írskri