Þjóðólfur


Þjóðólfur - 07.05.1886, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 07.05.1886, Qupperneq 3
75 kosningarlögum. Báðar deildir sknlu ræða mál í sameiningu, en geta greitt atkvæði sjer. Þingið hefnr fullnaðarvald í öllum þeim málum, er snerta löggjafar- og framkvæmdarvald ír- lands. Það hefur engin áhrif á heruaðarmál- efni, stjórn nýlendanna eða utanrikismál, verzl- nn, toll eða peningamál. Dómara skipar hin sjerstaka írska stjórn. írland geldur ekkert til hersins, og rikisgjöldin skal lækka úr tólfta parti niður i 15. part. Þetta er aðalinnihaldið. Þegar Gladstone hafði lokið ræðu sinni, tók Parnell, foringi íra á enska þinginu, til máls, og kvað frumvarpið fullnægjandi; en áskildi sjer þó nokkrar breytingar við það. Siðan hafa verið umræður nokkrar bæði með og mót, en flest blöðin hafa tekið stirt i málið, sum liafa jafnvel kallað frumvarpið óðs manns verk, og kveða, að með frumvarpi þessu sje ríkisheild- inni með öllu raskað. 14. april var málinu visað til annarar umræðu án atkvæðagreiðslu Onnur umræða á að vera 6. maí og er þá hætt við, að sandur af breytingaratkvæðum komi, en Gladstone er öruggur, og hefur beztu vonir úm, að frumvarpið nái fram að ganga. Belgía. í miðjum marz lögðu verkamenn í Lttttich niður vinnu sína; „anarkistar" bljesu að kolunum, og æstu verkamenn og hinn versta skríl upp, svo að þeir gengu gegn um götur bæjarins, brutu gluggarúöur, og fóru alls staðar ruplandi og rænandi, og hrópuðu „burt með auðrnennina11. Prá Liittich breiddust óeyrðirn- ar skjótt út, og urðu svo mikil vandræði af, að her mikill um 6000 manns var sendur út, til að stöðva þennan ófögnuð. Orsökin til þess- ara óeyrða eru hin bágbornu kjör, sem verka- menn eiga að búa við þar, þar sem þeir liafa minni laun en nalega alls staðar annars staðar í Evrópu. Þessar óeyrðir, ásamt likum í Decazes- ville í Frakklandi, hafa gefið ástæðu til að halda, að hjer sje eitthvað rotið fyrir, og eigi veiti af, að bæta að einhverju leyti kjör verka- manna. Prá Bolgurum er það að segja, að þar hugðu menn, að allt væri klappað og klárt, en það var þó eigi með öllu; Tyrkjasoldán hafði nefni- lega lofað að viðurkenna Alexander fursta sem landstjóra yfir Austurrúmeliu ævilangt; en frá því gekk hann siðan; brást þá Alexander reið- ur við, og leit út fyrir strið; en þálögðustór- veldin sitt þunga lóð á metin, og ákváðu með valdboði, að Alexander skyldi vera landstjóri í b ár, og varð hann að hlíta því, og er þar bvi nú friður algjörður 4 kominn, en Grikkir láta allt af jafnófriðlega. í fyrra dag var send hraðfrjett frá Berlin um, að krónprins Þjóðverja væri veikur orðinn af mislingum; er það merkilegt, því krónprinsinn ei' aldraður maður og margra barna faðir og ’heira að segja afi fyrir nokkrum árum. Úr brjefi frá Khöfn. —0— • • . „Nú fer Magnús Stephensen heim með landshöfðingjaembættið í vasanum, og er nú sá æðsti yfir öllu landi. Það er margrætt um það meðal landa hjer, hvernig hann muni reynast. En það þarf víst eigi að vera í vafa um það lengi. Ýmsir hjeldu, að hann mundi láta það verða fyrsta verkið sitt, að sannfæra Nellemann um gagnsemi lagaskólans og fá frumv. um hann samþykkt. Ó nei! fyrsta verkið, sem gjört er, eptir að Magnús varð landsh., er að setja mág hans i amtmannsembættið og fá kon- ungsúrskurð fyrir því, að vitnisburður mágsins sjeþessu eigi til hindrunar. Þetta fyrsta verk sýnir bezt, hvert tillit er tekið til vilja þjóð- arinnar og óska alþingis. Úr því að amtmannsembættið var veitt, hefði átt að setja í það duglegan mann, svo að eptirlit amtmannsins væri meira en nafnið tómt. Áður en Magnús kom, var altalað, að öðrum manni væri ætlað embættið, en hann var nú ekki af „familíunni11. —o— (Viðbót frá ritstj.) Eptir því sem vjer höfum heyrt, er sá, sem emb. var ætlað, Ólafur Halldórsson, sem nú er assistent í íslenzku stjórnardeildinni og forseti bókmenntafjelagsins. Það er skýlaust tekið fram í tilsk. 26. jan. 1821, að bezta einkunn í lögfræðisprófi við há- skólann útheimtist til að geta orðið amtmaður. Nú er þettá lagaákvæði orðið undantekningin, en reglan, að gengið er fram hjá því. Það er alkunnugt, að alþing og allur þorri landsmanna vill afnema amtmannaembættin. Nú er loku skotið fyrir það, — að minnsta kosti fyrst um sinn, — með veitingu em- bættisins. Skyldi þetta vera nokkurs konar fyrirboði eða tilkynning um, að live miklu leyti landsmenn megi nú vænta, að vilja þeirra verði nokkur gaumur gefinn, og farið verði eptir gildandi lögum ? Þingmannakosningar. XI. Brjef til Borgfirðings. Góði vin! Þú spyr mig um álit mitt á þingkosning- um i kjördæmi ykkar og biður mig að segja þjer álit mitt um það efni, þannig að þú megir sýna kunningjum þínum það. * Það er vandhæfi nokkuð á þvi fyrir mig, því að „fer orð, er um munn líður“, og sýnir þú kunningjum þínum álit mitt, mun það fljótt berast hlutaðeigenduni; en af því jeg býst við að verða samverkamaður hvers þöss, sem kosinn verður, þá þykir mjer vandhæíi á, að tala of bert um þá, er nú gjöra kost á sjer. Engu að síður ætla jeg að verða við bón þinni, en svo bið jeg Þjóðólf að flytja þjer svarið. Það verður þá ekki hægt að aflaga það í flugu- fregnum. Um Dr. Grím Thomsen tala jeg ekki, úr því að hann gjörir ekki kost á sjer. — Þórð þekkir þú betur en jeg, svo að það væri gjörræði af mjer að fara að tala um hann. Allir vita, hver dugnaðarmaður og sæmdarmaður hann er; vilja hans efar enginn. Um hitt má þjer vera kunnugra en mjer, hvort hann er þeirri mennt- un gæddur, sem nauðsynleg er, til að geta rækt þingstörf eins vel og hann vafalaust mundi vilja gjöra. Sira Þórhallur er gáfumaður og vist allvel að sjer, þótt mjer sje ókunnugt um, að hann hafi nokkuð gefið sig að almennum landsmál- um. En hvað grundvallarskoðanir hans snertir, þá hef jeg, þótt jeg sje nokkuð kunnugur hon- um, ekki orðið var við þann einbeittleik eður frjálslyndi hjá honum, er hafi vakið athygli mína á honum sem þingmannsefni. Þvert á móti hef jeg heyrt bóla á þessleiðis skoðunum hjá honum, sem mjer hefur virzt benda til þess, að ef hann ætti að sitja á þingi, mundi hann helzt eiga þar heima i flokki konungkjörinna manna. Hann sagði eitt sinn í vetur á mann- fundi, að hann áliti að apturhald og mótspyrna mót öllum breytingum mundi verða andleg einkenni síðasta fjórðungs aldar vorrar, og kvaðst hann vera í því efni aldarháttarins barn. Það eru einmitt menn með slíkum skoðunum, sem stjórnin lætur sjer annt um að kjósa á þing. En maður, sem svona hugsar þegar um þritugsaldnr, hygg jeg sje allt of gamalvís fyrir þjóðkjörinn þingmann. Jeg held þjóðin hefði miklu betra af að kjósa þá menn, sem eru þrí- tugir í anda á sjötugsaldri, heldur en hina, sem þegar eru orðnir sjötugir í anda á þri- tugsaldri. Jeg er satt að segja hræddur um, að síra Þórhallur beri eitthvað það i maganum, að það yrði ekki sem hollast að hafa hann á þingi, ef fyrir kæmi aptur málið um afnám hi/s/a(ps-embættisins. Hann ætti seinna meir á sinni tíð að verða konungkjörinn i hina efri. Til þess hygg jeg hann vel fallinn, þvi hann er mikilhæfur maður að gáfum. Á Björn búfræðing lízt mjer vel; honum mundi jeg atkvæði gefa helzt af þessum þremur, ef jeg væri kjósandi i Borgarfirði. Rvik, 5. mai 1886. Jón Olafsson. Úr brjefl: ... „í Skagafirði er sagt að bjóði sig fram: 01. Briem, Friör. Stefánsson, Magnús Jónsson á Fjalli, og Þorvaldur Ara- son á Flugumýri. Magnús hefur ekki verið fiefndur enn i hlöðunum, og er þó vert að leiða athygli manna að honum sem þingmannsefni, að hinum ólöstuðum, þvi að hann er góður drengur, vill efla hag almennings og er orðinn æfður i innanhjeraðsmálum“. Til nokkurra kjóseiula í ísaij.sýslu. —o— Jeg sje það á Fjallkonunni i gær (af brjefi frá ísfirðing), að það muni vera talað vestur

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.